Úrval - 01.02.1959, Side 63

Úrval - 01.02.1959, Side 63
NORÐURLJÓSIÐ URVAL Garðurinn, þar sem hann eyddi flestum frístundum sínum, var far- inn að verða vorlegur. Hann gekk hægt upp tröppurnar og þreifaði eft- ir lyklinum. Þegar hann kom inn í anddyrið, hengdi hann upp frakkann sinn og gekk síðan inn í borðstof- una. Hann þrýsti á hnapp, og brátt birtist dökkklædd kona, hávaxin og grannholda, með rauðar, sprungnar hendur, og færði honum sneitt kindakjöt, kartöflur og kál. „Ég er hrædd um að þetta hafi verið heldur lengi i ofninum, herra Page. En viljið þér ekki egg,“ sagði hún. „Sleppið því, Hanna. Færið mér að- eins kex og ost.“ Henry var ekkert sérstaklega svangur þetta kvöld, svo að honum var næg saðning í ostinum og kex- inu. Þegar Hanna hafði sótt inni- skóna hans, fór hann inn i bókaher- bergið, eins og venja hans var, áður en hann fór upp í vinnustofu sína, sem var uppi á lofti. Konan hans, Alice, sat á sófanum hjá Dorothy. Þær voru að leysa krossgátuna. Page þótti vænt um að dóttir hans skyldi vera heima; eftir að hún fór að stunda listnámið í Tynecastle, hafði hún farið of oft út og verði of lengi frameftir, þegar þess var gætt, að hún var aðeins seytján ára, nýslopp- in úr skóla. „Pabbi," sagði hún, án þess að líta upp, þegar hann kom inn, „kross- gátan þín er of þung.“ Page skaraði í eldinn, sem tekinn var að kulna. „Hvað ertu í vandræð- um með?“ „Nafnið á Robert Louis Steven- son, þegar hann var í Suðurhöfum.“ „Reyndu Tusitala. Ef þú litir ein- stöku sinnum í bók, mundir þú vita meira um hann." „Ég sá kvikmyndina „Gulleyjan." Henry var það ráðgáta, nú sem fyrr, hvernig börn hans gátu verið slíkar andstæður — Davið svo skarp- ur og námfús, Dorothy svo hugsun- arlaus og flumbruleg. Konan hans sagði: „Dóru er boð- ið út i kvöld, til að horfa á sjónvarp hjá Weatherbyhjónunum." Alice vissi hvað hún söng. Arehibald Weatherby, bankastjóri og skóframleiðandi, var einn af fremstu mönnum Hedleston- borgar, og konan hans, Eleanor, var mikil vinkona Alice. „En —Henry leit á úrið, „klukk- an er að verða tíu.“ „Vertu ekki svona ósanngjarn, Henry. Ef þú vilt ekki láta stúlk- una fá sjónvarpstæki, þá getur þú ekki bannað henni að horfa á það hjá öðrum." Dorothy var þegar á leiðinni til dyranna. Þegar hún var farin, gat hann ekki setið á sér að mótmæla. „Við erum hætt að ráða við hana. Hvernig í ósköpunum gaztu látið hana fara í þennan bölvaðan Lista- skóla . . . Þessir krakkar gera ekkert annað en að sitja á kaffihús- unum í Tynecastle, blaðra og þamba kaffi, þegar þeir eru ekki í bíó . . . Þú veizt, að hún hefur ekki vott af listamannshæfileikum." „Ef til vill ekki. En hún kynnist góðum unglingum, sumum af beztu ættum. Það hefur sína þýðingu. Okk- ur langar vist ekki til að fá annan skell, er það, elskan?" 57
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.