Úrval - 01.02.1959, Síða 64

Úrval - 01.02.1959, Síða 64
URVAL Þegar Henry svaraði engu, hætti hún við krossgátuna, en tók til við sauma sína. Síðan fór hún að lýsa bridgepartíinu, sem hún hafði tekið þátt í um eftirmiðdaginn, hvaða kon- ur hefðu verið þar, hvernig þær hefðu verið klæddar og hvemig hár þeirra hefði verið, en Page hafði langa reynslu af slíkum lýsingum, og gat lokað eyrunum fyrir þeim. Það var símtalið við Veron Somer- ville, sem olli honum heilabrotum. Hann hafði verið kynntur Somerville í ritstjóraveizlu í London fyrir þrem árum en honum hafði hvorki komið til hugar að svo þekktur maður mundi muna eftir ómerkilegum rit- stjóra úti á landsbyggðinni, eins og hann sjálfur var, né heldur að hann hefði svo mikið álit á Norðurljós- inu sem raun bar vitni. Það hefði verið eðlilegast, að eigandi Morgun- blaðsins væri á gagnstæðari skoðun. „Henry, hlustar þú á mig?" Page hrökk við. „Fyrirgefðu, elsk- an. Sannleikurinn er sá, að ég er að hugsa um dálítið sérstakt í kvöld." „Dálítið sérstakt? Hamingjan góða ... hvað er það?" Það var ekki venja Henrys að ræða málefni blaðsins á heimili sínu, en þetta kvöld fannst honum hann þurfa að trúa einhverjum fyrir vandamáli sínu. „Ég fékk tilboð í blaðið í dag." „Tilboð? Vildi einhver kaupa það?" Hún rétti sig upp í stólnum. „En hvað þetta er spennandi. Hver var það?" „Somerville, sem á Morgunblaðið. „Veron Somerville. Konan hans var Blanche Gilliflower . . . þau skildu NORÐURLJÓSIÐ eftir ár." Alice var gagnkunnug öllu, sem snerti framámenn þjóðfélagsins. „Henry, þetta er dásamlegt. Var til- boðið —?" Hún þagnaði allt í einu. „Ég hef ekkert á móti því að þú vitir það, elskan. Það var fimmtíu þúsund pund." „Almáttugur! Hugsaðu þér bara hvað við gætum gert fyrir þá upp- hæð — ferðast, skoðað heiminn. Ó, Henry, þú veizt hvað mig hefur allt- af langað til að sjá HaAvai." „Mér þykir þetta leitt, góða mín. Hawai verður að bíða." „Þú átt við að þú munir ekki taka tilboðinu." „Somerville ræður þegar yfir þrem blöðum. Ég get ekki séð að hann þurfi fleiri. Auk þess kæri ég mig ekki um að blaðið okkar lendi í höndum hans." „En þetta er svo gott tækifæri," sagði hún og fór að þræða nálina. ,,Þú hefur ekki verið vel frískur und- anfarið. Og Bard læknir er alltaf að segja þér, að þú þolir ekki svona mikla vinnu og óreglulegan hvildar- tíma." „Þú ert þeirrar skoðunar, að ég ætti að setjast í helgan stein. Ef til vill flytjast til Torquai? Þá yrði úti um mig." „Það er alls ekki ætlunin. Þú ert enn tiltölulega ungur, og það er engin ástæða til þess að við förum að hola okkur niður uppi í sveit. Þú gætir, með góðum samböndum, feng- ið starf hjá Sameinuðu þjóðunum." Page hristi höfuðið. „Allt mitt líf er tengt blaðinu, Alice. Og mér hefur líka tekizt að gera dálítið úr þvi." „Davíð gæti tekið við því." 58
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.