Úrval - 01.02.1959, Síða 67

Úrval - 01.02.1959, Síða 67
NORÐURLJÓSIÐ með Ijóst hár, fallegan litarhátt og góðar tennur. „Hvernig gengur þér?“ spurði Henry, meðan Cora var að hluta sundur kjúklinginn, sem hún hafði borið á borð. „Sæmilega." „Það kom ný ævisaga Edwards FitzGeralds upp í hendurnar á mér á skrifstofunni. Mér datt í hug að þig langaði til að líta á hana," sagði Henry. Davíð leit spurnaraugum á föður sinn. „Þú ert þó ekki hrifinn af þýðingu hans á Rubaiyat eftir Omar Khayyam ?“ Henry brosti. Hann lét sér í léttu rúmi liggja, þó að Davíð gerði ekki mikið úr menntun hans og lærdómi. Davíð hafði stundað nám í Oxford og staðið sig með ágætum. Sjálfur hafði hann orðið að hverfa frá námi, vegna veikinda föður síns. Hann hafði aðeins verið tvö ár í Edinborg- arháskóla. ,,Rubaiyat er ekki sem verstur," sagði hann. „Ruskin var hrifinn af honum.“ Davið gretti sig og sagði eitthvað á arabisku. „Þetta er álit mitt á Omar ga,mla Khayyam." „Hvað þýðir það?" spurði Cora. „Ég er smeykur við að ég þekki ykkur ekki nógu vel til þess að segja ykkur það," sagði Davíð og rak upp svo mikla hláturroku, að Henry leit spyrjandi á hann. En þeg- ar hann minntist þess tíma, þegar sonur hans sat grafkyrr og niður- lútur og starði þunglyndislega niður í gólfið, gladdist hann yfir hlátri hans. Honum hafði liðið enn verr ÚRVAL á næturnar, hann hafði ekki getað sofið og þjáðist af eilífum ótta. Herþjónustan hafði ekki verið honum sérlega örðug. Hann hafði barizt á Krít og veikzt á undan- haldinu. Það hafði farið að bera á veiklun hjá honum, meðan hann stundaði nám í Oxford, og fyrir átján mánuðum hafði hann fengið alvarlegt taugaáfall. Þegar Henry sá, hve Davíð var kátur, varð honum Ijóst, að þessi ó- venjulega gifting hafði bjargað hon- um. Hann hafði farið sér til hress- ingar til strandarinnar hjá Scar- borough, og þar hafði hann kynnzt Coru af tilviljun. Þegar hann kom heim, var hann orðinn heilbrigður og leit aftur björtum augum á lífið. Þetta var einkennilegt, því að til þessa hafði hann haft lítinn áhuga á kvenfólki, ekki sízt þar sem hér var um ómenntaða stúlku að ræða, al- gerlega andstæðu hans. Þó var það ef til vill menntunarleysi Coru, sem hafði gert kynni þeirra möguleg. Hann hafði verið svo langt leiddur, að hann hafði ósjálfrátt reynt að nálgast þá einföldustu og einlægustu sál, sem forlögin létu verða á vegi hans. Það var mikil gæfa, að Cora skyldi verða fyrir valinu. Það var síður þeirra feðganna að fara saman í göngutúr, en þennan dag færðist Davíð undan því og fór af'tur upp á loft að vinna — hann þurfti að flýta sér að nota handrit, sem hann hafði fengið að láni, í Lundúnabókasafninu. Cora og Henry lögðu ein af stað og héldu niður að höfninni. Þau töluðu ekkert saman í fyrstu. 61
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.