Úrval - 01.02.1959, Page 68

Úrval - 01.02.1959, Page 68
Crval NORÐURLJÓSIÐ Hún var gædd þeim kosti að geta verið þögull félagi, og honum fannst hann hafa þekkt hana í mörg ár. Þegar þau voru kominn niður að hrimbrjótnum, stakk hún hendinni undir handlegg hans, og naut þess sýnilega, að láta hressandi sjávargol- una leika um sig. ,,Þú ættir að vera í hlýrri kápu.“ Hann hafði veitt því athygli að káp- an hennar var úr snjáðu, þunnu efni. „Mér er ekkert kalt. Finnst þér ekki dásamlegt hér?" ,,Jú,“ sagði hann. Það var hress- andi að vera nálægt henni. Þau gengu út á endann á mann- lausum hafnargarðinum og horfðu á svífandi máfana. Framundan var ólgandi og víðáttumikið hafið, og vindurinn bar sterka, salta angan að vitum þeirra, Honum fannst eins og hann gæti staðið þarna til ei- lífðar. Loks rauf hann þögnina. ,,Þú hefur gert mikið fyrir Davíð." „Hann hefur gert mikið fyrir mig,“ sagði hún, Svo leit hún undan. „Lífið brosti svo sem heldur ekki við mér, áður en við kynntumst." Henry fannst hún hafa trúað sér fyrir leyndarmáli. Hún hafði alltaf verið svo einstaklega orðvör og hlédræg. Þó hafði hún áður sagt honum dálítið af lífi sínu, meðal annars það, að hún hefði misst báða foreldra sína fyrir nokkrum árum, búið síðan hjá frænku sinni í London og unnið fyrir sér í ýmsum illa laun- uðum stöðum. Hún hafði sagt honum frá þessu án þess að vorkenna sjálfri sér hið minnsta. En núna, þegar hún var svo hamingjusöm, var ekki laust við að það vottaði fyrir trega í röddinni. „Varstu einmana?" „Já,“ svaraði hún." Það er vist ekki hægt að neita þvi.“ Það kom snörp vindkviða, og Henry lagði handlegginn yfir herð- ar hennar til styðja hana. “Ég vona að þú verðir aldrei einmana framar. Þú tilheyrir okkur héðan i frá, Þú verður aldrei einmana hjá okkur. Konan mín var að minnast á þetta í gær, hún var hrædd um að ykkur Davíð kynni að leiðast hérna stund- um. Þið ættuð að koma til Hedleston öðru hvoru og fara á dansleik." „Ég er ekki mikið fyrir að dansa", sagði hún. Síðan bætti hún við, eins og orð hennar hefðu ekki verið nógu sannfærandi: „Og Davið ekki held- ur.“ „En þá í leikhús eða á hljóm- leika ?“ „Ég kann ágætlega við mig hér. Mér fellur svo vel við þetta kyrrláta líf. Þegar ég er háttuð á kvöldin og heyri þytinn i vindinum og gjálfr- ið í öldunum, finnst mér ég vera eins og í kastala. Ég vildi ekki skipta á Sleedon fyrir nokkurn ann- an stað á jörðinni." Þau máttu ekki tefja þarna leng- ur. Þegar þau voru komin aftur að bilnum hans, heyrði hann að það var enn verið að leika á grammó- fóninn uppi í þakherberginu: ótví- rætt merki þess, að Davíð var að vinna. Hann ákvað að fara ekki upp til að kveðja hann. Hann stakk um- slagi i vasa Coru, eins og hann var vanur að gera um hver mánaðamót. Hann var alltaf dálítið vandræða- 62
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.