Úrval - 01.02.1959, Page 70

Úrval - 01.02.1959, Page 70
TjRVALi NORÐURLJÓSIÐ fyrir þrjátíu árum, og hún hafði í rauninni aldrei getað sætt sig við soninn sem eftirmann föðurins. Hún var óvenjulega þurr á manninn þenn- an morgun. Henry fann strax, að hún bjó yfir einhverju. Hún gaf honum tíma til að líta yfir bréfin, en þeg- ar hann ætlaði að fara að lesa henni fyrir, sagði hún: „Somerville hefur hringt aftur." Henry leit forviða á hana. ,,Hvað vildi hann?“ „Hann vildi tala við yður. Þegar ég sagði, að þér væruð ekki við, lét hann mig taka við skilaboðum." Hún tók minnisbók sína og las það sem hún hafði hraðritað: „Ég bið yður að skila kveðju minni til hr. Page. Segið honum, að tveir af fulltrúum minum muni verða staddir í nágrenninu í næstu viku. Segið honum, að ég muni verða honum mjög þakklátur, ef hann leyfi þeim að hafa tal af honum." Áhyggjurnar, sem höfðu angrað Henry á laugardaginn, sóttu nú að honum hálfu verri en áður: „Hvað haldið þér að búi undir þessu?" Ungfrú Moffatt herpti saman var- irnar og sagði: „Hann ætlar sér að kaupa Norðurijósið". „Ég veit það. Hann hélt að blaðið væri til sölu. Ég sagði honum að það væri misskilningur." „Hann er ekki einn af þeim, sem játa að þeim geti skjátlast." „Skiptir engu máli," sagði Henry. Ég ætla mér ekki að selja." „Og þar með er þetta útkljáð?" „Auðvitað," sagði Henry, og það var gremjuhreimur í röddinni. „Blað- ið er alls ekki til sölu." „Hafið þér séð Morgunblaðið hans í morgun?" Öll Lundúnablöðin lágu í röð á langa rauðviðarborðinu við glugg- ann. Hún lagði Morgunblaðið fyrir framan hann, Á fremstu síðunni gat að líta gríðarstóra og greinilega Ijósmynd af þremur likum — tveim af karlmönnum og einu af hálfnökt- um kvennmanni — sem lágu i ýms- um stellingum á gólfi íbúðarher- bergis. Yfir myndinni stóð risa- f yrirsögn: DÝR ÁSTRÍÐA. Henry rétti henni blaðið aftur. „Viljið þér skrifa upp eftir mér", sagði hann. Þegar hann var búinn að lesa henni fyrir bréfin, sem hún átti að skrifa, fór hún inn í her- bergið við hliðina, þar sem ritvélin var, en hann gekk fram ganginn til herbergisins, þar sem hann sat fund með aðstoðarritstjórum sínum klukk- an tíu á hverjum morgni, til þess að ákveða efni blaðsins næsta dag. Malcolm Maitland var þegar kom- inn og ræddi við Hatley Slade, sem ,sá um listþáttinn í blaðinu, og í sömu svifum komu þeir Poole, í- þróttaritstjórinn, og Horace Balmer, auglýsingastjórinn. Þegar þeir settust við langa, gljá- fægða borðið, datt Henry sem snöggvast í hug að segja þeim frá Somervillemálinu, en hætti við það, af því að hann áleit það veikleika- merki af sinni hálfu. Þeir tóku að ræða um biaðið. Stefna Norðurljóssins hafði lengi birzt i einkunnarorðunum, sem prentuð voru með venjulegu letri efst á- fremstu síðu: „Allar fréttir, 64
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.