Úrval - 01.02.1959, Qupperneq 76
TJRVAL
NORÐURLJÓSIÐ
og í lófunum. Nye var alveg í ess-
inu sínum og það var eins og ekkert
stæði til. Eftir fimm mínútur voru
þeir komnir að byggingu Norður-
Ijóssins og var vísað inn i skrif-
stofu Pages.
Henry bauð gestunum sæti og bað
ungfrú Moffatt að fara út úr skrif-
stofunni. Smith hneppti frá sér jakk-
ann og virti Page fyrir sér sem
snöggvast. Honum leizt vel á mann-
inn. Hann ræskti sig og sneri sér
strax að umræðuefninu.
„Herra Page“, sagði hann, „þér
vitið sjálfsagt af hvaða ástæðu við
erum hingað komnir til fundar við
yður. Somerville útgáfan hefur mik-
inn áhuga á blaði yðar.“
Henry hugsaði sig um andartak.
„Ég skil ekki hvers vegna þeir hafa
svona mikinn áhuga á Norðurljós-
inu.“
„Við þurfum að færa út kvíarnar",
sagði Smith. „Og okkur er kunnugt
um, hve blað yðar nýtur mikils álits,
herra Page. Það er skoðun okkar,
að Norðurljósið sé óumdeilanlega
fyrsta flokks á sínu sviði.“
„Hvers vegna ætti ég þá að selja
það ?“
„Ég ætla að segja yður eitt, herra
Page“. Smith hallaði sér fram í stóln-
um, talaði hægt og með áherzlu.
„Hingað til hefur yður tekizt að
standast samkeppnina við stóru
Luhdúnadagblöðin, og til þess liggja
sérstakar orsakir. En slíkt ástand
getur ekki varað lengi.“
„Ég er á annarri skoðun. Við gerum
meira en að standa í stað. Við höf-
um fjögur þúsund fleiri kaupendur
nú en á sama tíma í fyrra. BÍað okk-
ar er gefið út í áttatíu þúsund ein-
tökum, en ég efast um að Morgun-
blaðið seljist í meira en níu þúsund
eintökum hér um slóðir. „Hnöttur"
Mighills kemur hingað í tæpum sjö
þúsund eintökum og af því er mikið
endursent."
„Rétt er það. Við vitum að blað
yðar hefur selzt vel, herra Page, og
við erum ekki að gera lítið úr af-
reki yðar. En tímarnir eru að breyt-
ast. Við höfum tekið tæknina i þjón-
ustu okkar og samkeppnin á eftir að
verða miklu harðari. Það eru ekki
lengur við lýði nema örfá sjálfstæð
blöð úti á landsbygðinni, og eftir
tvö til þrjú ár verða þau öll komin
i eigu blaðasamsteypunnar."
„Ekki Norðurljósið".
„Að sjálfsögðu eruð þér bjartsýnn,
herra Page. En þér eruð þó ekki
búinn að gleyma því, þegar fimm
blöð í Miðlöndum voru þurrkuð út á
einu ári.“
„Og hundruðum starfsmanna, þar
á meðal yfir hundrað blaðamönnum,
var hent út á gaddinn."
„Alveg rétt. Ég er i rauninni á
sömu skoðun og þér, herra Pege. Þér
munið eftir því, hvernig fór fyrir
„West Country Bulletin“ I fyrra.“
„Hvort ég man.“
„Auðvitað, það var Jothamsam-
steypan, en ekki við, sem bar á-
byrgðina á því. En það var sorgleg
saga — smáblað reynir að berjast
við auðugan blaðahring i London,
menn missa atvinnuna, hluthafar
standa uppi blásnauðir, og allt staf-
aði þetta af því, að heilbrigð skyn-
semi fékk ekki að ráða. Ég held, að
70