Úrval - 01.02.1959, Síða 77

Úrval - 01.02.1959, Síða 77
NORÐURLJÓSIÐ ÚRVAL hver .sanng'jarn maður hljóti að óska þess, að slíkt komi ekki fyrir aftur.“ Henry horfði hvasst á Smith. „Á að skilja þetta sem hótun?“ „Kæri herra Page, mér hefur aldr- ei komið neitt slíkt til hugar. Eg er að reyna að benda yður á, hve núverandi aðstaða yðar er hagstæð." Hann opnaði skjalatösku sína, tók upp úr henni ýmis plögg og leit yfir matið á eignunum, blaðinu og prentsmiðjunni. Hann sagði: „Við metum alla eignina á sjötiu og fimm þúsund pund. Fyrsta tilboð okkar var að- eins gert í tilraunaskyni. Ég hef umboð til að bjóða yður hundrað þúsund pund fyrir Norðurljósið". Henry sagði stillilega: „Ég á ekki í neinni deilu við yður. Þér eruð að- eins að vinna skyldustarf yðar. En þér verðið þó að gera yður ljóst, hvað er að gerast i heimi blaðanna okkar í dag. Nokkrar voldugar samsteypur, sem hyggjast færa út veldi sitt hvað sem það kostar, reyna að leggja undir sig öll blöð, sem þau girnast, i þeim einum tilgangi að auka söluna og skara fram úr keppi- nautunum. Við þekkjum allir áhrif blaðanna til góðs eða ills. Blöðin geta eyðilagt einstaklinga, myndað ríkisstjórnir eða fellt þær, þau geta jafnvel hafið styrjöld. Sum blöð, voldug og víðlesin, beita áhrifavaldi sínu af ábyrgðarleysi og í ósæmileg- um tilgangi, og það eru þau, sem eru bölvaldar þjóðarinnar í dag og geta auðveldlega orðið henni til tor- tímingar." Meðan Page var að tala, sauð gremjan í Nye. Nú greip hann fram í: „Ég býst við að þér undanskilj- ið þetta flekklausa blað yðar.“ „Vissulega," sagði Page rólega. „Enda þótt áhrifasvæði þess sé tak- markað, fylgir það fordæmi þeirra merkisblaða, sem leiðbeina og mennta fólkið, og reyna að skapa skynsama borgara, í stað þess að forheimska þjóðina á samblandi af kynórum, æsifregnum og ósæmileg- um fréttaflutningi." „Er yður eitthvað sérstaklega illa við kynferðismál ?“ „Við skulum ræða málið rólega," flýtti Smith sér að segja og reyndi að draga úr ágreiningnum. „Það er engin þörf að deila, herrar minir." „Ég ætla að láta yður vita,“ hreytti Nye út úr sér, „úr því að yður virðist ókunnugt um það, að kynhvöt og peningar eru tveir megin- ásar mannlegs lífs. Hvað þýðir að loka augunum fyrir því? Hvað hald- ið þér að verkamaðurinn vilji helzt lesa, þegar hann er að sötra teið sitt klukkan sex á hráslagalegum morgni? Ekki þessar slepjuðu ræð- ur, sem þér berið á borð fyrir hann, heldur lifandi og kröftugar frásagn- ir Morgunblaðsins". „Og hann fær líka hressinguna hjá ykkur — á mánudaginn var þrjú lík.“ Page var orðinn fölur og æðin á hálsi hans sló ört, en hann var samt rólegur, þegar hann tók nokkrar úr- klippur upp af skrifborðinu. „Þið hafið heiðrað mig með því að fram- kvæma ítarlega rannsókn á blað- inu, sem ég gef út. Á hinn bóginn hef ég safnað fáeinum úrklippum úr blöðum ykkar undanfarna daga. 7i
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.