Úrval - 01.02.1959, Qupperneq 81

Úrval - 01.02.1959, Qupperneq 81
NORÐURLJÓSIÐ ÚRVAL inu. Hann sagði: „Það var eitt at- riði enn. Ég held að við ættum að hundsa þá." „Hárrétt," sagði Maitland. „Láta eins og þeir séu ekki til. Og bíða svo eftir fyrsta tölublaðinu." Næstu daga var talsverður spenn- ingur í mönnum í ritstjórnarskrif- stofum Norðurljóssins. Ýmiskonar orðrómur og sögusagnir voru á kreiki. Talsvert starfslið var kom- ið frá London og leitaði eftir hús- næði í Wossburn. Meðal þess var Tina Tingle, blaðakona, sem var víðkunn fyrir kvennadálka sína I Morgunblaðinu. Á laugardagskvöld- ið fór fylking manna um borg- ina; menn þessir báru spjöld, sem á var letrað með stórum stöfum: STÓRFRÉTT FYRIR HEDLESTON. DAGLEG TlÐINDI KOMA UT Á MÁNUDAGINN. Henry leið ekki vel um helgina. Það ringdi mikið, og dökk vætuskýin voru í samræmi við hugarástand hans. Hann hafði alltaf átt erfitt með svefn, og það var vafasamt, hvort hann svaf meira en sex tíma þessa helgi. Loks rann mánudags- morguninn upp. Þegar hann ók til vinnu sinnar, gaf hann gætur að því, hvort nokkuð óvenjulegt væri á seyði á götunum. Og á móts við Sparisjóðinn sá hann hóp blaða- drengja, sem voru að taka við blöð- um úr nýjum gulum Tíðmda-vagni. Þegar hann gekk upp stigann á leið til skrifstofu sinnar, fann hann hjart- að hamast í brjósti sér. Nýja blaðið lá þarna á skrifborðinu hans, við hliðina á blómunum, sem ungfrú Moffatt kom með úr garðinum sín- um á hverjum mánudegi. Hann leit á blaðið og hrökk við. Teikning af kjarnorkustöð náði yfir hálfa fremstu síðuna og fyrir neðan stóð með stóru svörtu letri á rauðan og hvítann grunn: KJARNORKUSTÖÐ FYRIR HEDLESTON. NÝRRI KJARNORKUBORG ÆTLAÐUR STAÐUR HJÁ UTLEY. Áformað er að reisa mikla kjarn- orkustöð, ásamt stóru íbúðarhverfi, hjá Utley, í útjaðri Hedlston. Tíðindi eru hreykin af þvi að geta skýrt lesendum sínum frá þessum stórmerku tíðindum í fyrsta tölublaði sínu, en heimildarmaður blaðsins er háttsettur embættismaður í Kjarn- orkunefndinni. Þessi fyrirætlun, sem haldið hefur verið leyndri þar til nú, mun hafa stórkostleg áhrif til aukinnar hagsældar í bæjarfélag- inu . . . Henry hætti lestrinum. Þetta var stórfrétt, ein þýðingarmesta frétt fyrir Hedleston i hálfa öld, og Norð- urljósið hafði ekki einungis misst af henni, heldur höfðu Tíðindi hreppt hana. Allt lá nú Ijóst fyrir. Somerville hafði fengið vitneskju um að þessar stórfelldu framfarir væru í aðsigi I héraðinu, og það hafði ráðið gerðum hans, en ekki hitt, að hann hefði sérstakt álit á Norðurljósinu. Enda þótt vafalaust hafi átt að halda áformi stjórnarinnar leyndu, hafði hann komizt á snoðir um það, og ekki hikað við að nota það í barátt- unni við Norðurljósið. Henry varð nú Ijóst í fyrsta sinn, hve voldugur Somerville var í raun og veru. Henry reyndi að stilla sig. Hann 75
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.