Úrval - 01.02.1959, Side 83

Úrval - 01.02.1959, Side 83
NORÐURLJÓSIÐ ÚRVAL Og við eftirfarandi kveinstöfum: Kcera ungfrú Tingle, eiginmaður, minn hefur húðsJcammað mig i tuttugu ár, af því að hann er svo mikið fól .... var svar hennar ekki síður uppörvandi: Góða mín, eigin- maður yðar þjáist af geðveiklun, en þrátt fyrir þessa erfiðleika skuluð þér halda áfram að elska hann og þá munuð þér finna til gleðinnar yfir því að hafa gert skyldu yðar. Það gœti líka hjálpað að stinga ein- hverju upp í eyrun. Og tómstunda- iðja. Henry sneri sér að fréttunum, og fékk þar þær upplýsingar, að farið væri að framleiða uppblásin brjósta- höld, að maður nokkur í Bradford hefði kysst konu sína 52.000 sinnum í þrjátíu ára hjónabandi og að mexi- könsk kona hefði fætt tvíhöfða barn, en í þeim svifum var barið að dyr- um og Horace Balmers kom inn. Henry sá það á svip hans, að hann hafði ekki góðar fregnir að færa. Balmer var mannblendinn, bæði Rotaryfélagi og frímúrari og þátt- takandi i flestum þeim félagsskap sem eitthvað kvað að í Hedleston. „Ég er í vandræðum, Henry," hóf hann máls. ,,Ég get ekki selt auglýsingarnar á óbreyttu verði. þeir Undirbjóða okkur, gefa jafnvel pláss ef svo ber undir." ,,Það er heimskulegt." „Það efast ég um. Að mínu áliti eru þeir slungnir. Þeir segja alisstaðar, að Tíðindi muni bráðum verða eina blaðið í bænum og bjóða auglýsendum samninga til langs tíma með mjög góðum kjörum. Við misst- um Henderson og Byles í síðustu viku. Sumir af elztu viðskiptavinum okkar eru orðnir ótryggir. Ég er hræddur um að við verðum að lækka taxtann okkar." „Nei. Það er óheiðarlegt. Auk þess heimskulegt. Ef við lækkum, lækka þeir enn meira. Við höfum veitt aug- lýsendum okkar fulla þjónustu fyrir greiðslu þeirra í hundrað og fimmtíu ár. Við förum ekki að gera lítið úr okkur með þvi að fara í verðlækk- unarstríð." Það mátti sjá á svip Balmers að honum sárnaði. „Ég held þér skjátl- ist. Ég hitti Smith af tilviljun um daginn — hann er Rotaryfélagi eins og ég— og ég fullvissa þig um að hann er slunginn kaupsýslumaður." „Það ert þú líka, Horace. Farðu nú og gerðu það sem þú getur með taxta okkar eins og hann er.“ Rotaryfélagi eins og ég — hugs- aði Henry þegar Balmer var farinn — orðalagið boðaði ekki gott. Einu sinni eða tvisvar hafði hann mætt Smith á High Street nærri skrif- stofunni sem Tíðindi höfðu tekið á leigu i Prudentialhúsinu, og Smith hafði heilsað með lotningu sem virt- ist gefa til kynna að hann vildi vingast. Öðru máli gengdi ef hann færi að gera sér dá'tt við starfs- menn hans. Þetta varð erfiður dagur fyrir Henry. Moffatt var þreytandi, salan hafði enn minnkað um tvö hundruð, og hjartað olli honum ó- þægindum, það sló ýmist óreglulega eða geystist áfram eins og sprett- hlaupari. Hann kærði sig ekki um að venja sig um of á nitroglycerinpill- urnar sem Bard læknir hafði gefið honum og neitaði sér um þær í þetta 77
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.