Úrval - 01.02.1959, Page 84

Úrval - 01.02.1959, Page 84
ÚRVAL, NORÐURLJÓSIÐ skipti. En þegar klukkan var að verða fimm ákvað hann að hætta að vinna og fara heim að hvíla sig. En andrúmsloftið á heimilinu hafði því miður breytzt undanfarna mán- uði. I hjónabandi sinu hafði honum tekizt með sjálfsögun að afbera duttlunga Alice og viðhalda þannig bærilegu heimilislifi. En að undan- förnu hafði hann merkt andúð í framkomu konu sinnar og Dorothy. Þegar hann kom heim þetta kvöld kom honum því á óvart að fá glað- legar viðtökur. Þær sátu i dagstof- unni og voru að drekka te. Þegar hann birtist brosti Alice við honum. „Komdu og fáðu þér tebolla, Henry. Það er gaman að þú skulir koma svona snemma heim. Við höf- um góðar fréttir að færa.“ ,,Ágætt,“ sagði Henry. „Ekki veitir af.“ Hann tók við bollanum og settist. „Já, hvað heldurðu." Alice dró andann djúpt. „Dóra hefur unnið tuttugu guineur." „Var ég ekki heppinn!" hrópaði Dorothy. Henry kom í hug hvort svo ólík- lega hefði viljað til, að hún hefði fengið verðlaun í listaskólanum. „Vissulega," sagði hann. „Fyrir hvað ?“ „Það var þannig að ég var á leið- inni frá stöðinni og þegar ég kom hérna á götuhornið sá ég tvo menn og var annar með litla svarta tösku. Um leið og ég gekk framhjá þeim sagði sá með töskuna: „Afsakið, ungfrú, er þetta ekki Hanleystræti ?“ „Jú,“ sagði ég. Þá tók ég eftir þrí- lita borðanum í hnappagatinu hans og sagði: „Og þér eruð féhirðirinn!" Hann brosti svo sætt til mín. „Al- veg rétt,“ sagði hann, „og þér eruð mjög skarpskyggn að þekkja mig.“ „Var þetta ekki gaman, Henry?“ sagði Alice, sem ekki gat stillt sig að grípa fram í frásögnina. „Mað- urinn sagði við hana: „Af því að enginn hefur þekkt mig í fjóra daga, fáið þér ekki einungis fimm guineur, heldur tuttugu." Og hann opnaði töskuna og rétti henni tutt- ugu guineur í spánnýjum seðlum.“ „Þetta var ægilega spennandi,“ greip Dorothy fram í. „Svo fórum við að tala saman. Hinn maðurinn var enn geðugri og laglegur í þokka- bót. Þeir tóku mynd af mér. Ha, hvað er að?“ „Hvernig gazt þú fengið pening- ana?“ Rödd Henrys var óeðlileg. „Til þess að vinna verðurðu að vera með eintak af Tíðindum". „Já, ég var með það.“ „Ertu að segja mér að þú hafir raunverulega keypt blaðið þeirra?“ Daufur roði færðist yfir andlit Alice. „Heyrðu nú, Henry,“ sagði hún. „Settu þig nú ekki á háan hest. Ég vil fylgjast með.“ „Og til þess kaupir Dorothy handa þér blaðið ?“ „Af hverju ekki? Mér þykir gam- an að fréttunum úr samkvæmislífinu. Ég fæ ekki svo mikið hjá þér. Og Tina Tingle er skemmtileg. Hvaða skaði er svo sem skeður?" „Skaði! Þessir menn ætla að eyði- leggja okkur og þú styður blað þeirra. Ég hef aldrei kynnzt því- líkri ótryggð. Og þú“ — hann sneri sér að Dorothy — „blaðrar um 78
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.