Úrval - 01.02.1959, Síða 84
ÚRVAL,
NORÐURLJÓSIÐ
skipti. En þegar klukkan var að
verða fimm ákvað hann að hætta
að vinna og fara heim að hvíla sig.
En andrúmsloftið á heimilinu hafði
því miður breytzt undanfarna mán-
uði. I hjónabandi sinu hafði honum
tekizt með sjálfsögun að afbera
duttlunga Alice og viðhalda þannig
bærilegu heimilislifi. En að undan-
förnu hafði hann merkt andúð í
framkomu konu sinnar og Dorothy.
Þegar hann kom heim þetta kvöld
kom honum því á óvart að fá glað-
legar viðtökur. Þær sátu i dagstof-
unni og voru að drekka te. Þegar
hann birtist brosti Alice við honum.
„Komdu og fáðu þér tebolla,
Henry. Það er gaman að þú skulir
koma svona snemma heim. Við höf-
um góðar fréttir að færa.“
,,Ágætt,“ sagði Henry. „Ekki veitir
af.“ Hann tók við bollanum og
settist.
„Já, hvað heldurðu." Alice dró
andann djúpt. „Dóra hefur unnið
tuttugu guineur."
„Var ég ekki heppinn!" hrópaði
Dorothy.
Henry kom í hug hvort svo ólík-
lega hefði viljað til, að hún hefði
fengið verðlaun í listaskólanum.
„Vissulega," sagði hann. „Fyrir
hvað ?“
„Það var þannig að ég var á leið-
inni frá stöðinni og þegar ég kom
hérna á götuhornið sá ég tvo menn
og var annar með litla svarta tösku.
Um leið og ég gekk framhjá þeim
sagði sá með töskuna: „Afsakið,
ungfrú, er þetta ekki Hanleystræti ?“
„Jú,“ sagði ég. Þá tók ég eftir þrí-
lita borðanum í hnappagatinu hans
og sagði: „Og þér eruð féhirðirinn!"
Hann brosti svo sætt til mín. „Al-
veg rétt,“ sagði hann, „og þér eruð
mjög skarpskyggn að þekkja mig.“
„Var þetta ekki gaman, Henry?“
sagði Alice, sem ekki gat stillt sig
að grípa fram í frásögnina. „Mað-
urinn sagði við hana: „Af því að
enginn hefur þekkt mig í fjóra
daga, fáið þér ekki einungis fimm
guineur, heldur tuttugu." Og hann
opnaði töskuna og rétti henni tutt-
ugu guineur í spánnýjum seðlum.“
„Þetta var ægilega spennandi,“
greip Dorothy fram í. „Svo fórum
við að tala saman. Hinn maðurinn
var enn geðugri og laglegur í þokka-
bót. Þeir tóku mynd af mér. Ha,
hvað er að?“
„Hvernig gazt þú fengið pening-
ana?“ Rödd Henrys var óeðlileg. „Til
þess að vinna verðurðu að vera með
eintak af Tíðindum".
„Já, ég var með það.“
„Ertu að segja mér að þú hafir
raunverulega keypt blaðið þeirra?“
Daufur roði færðist yfir andlit
Alice. „Heyrðu nú, Henry,“ sagði
hún. „Settu þig nú ekki á háan hest.
Ég vil fylgjast með.“
„Og til þess kaupir Dorothy handa
þér blaðið ?“
„Af hverju ekki? Mér þykir gam-
an að fréttunum úr samkvæmislífinu.
Ég fæ ekki svo mikið hjá þér. Og
Tina Tingle er skemmtileg. Hvaða
skaði er svo sem skeður?"
„Skaði! Þessir menn ætla að eyði-
leggja okkur og þú styður blað
þeirra. Ég hef aldrei kynnzt því-
líkri ótryggð. Og þú“ — hann
sneri sér að Dorothy — „blaðrar um
78