Úrval - 01.02.1959, Side 87

Úrval - 01.02.1959, Side 87
NORÐURLJÓSIÐ ÚRVAL sæmilega út. Gættu þín að ofgera þér ekki.“ „Það er engin hætta.“ „Hvernig er Davíð?“ „Ágætur. Hann er orðinn fullfrísk- ur.“ Bard horfði burtu og klappaði með regnhlífinni sinni á gangstéttina, hugsi. „Mundu það sem ég sagði þér, Henry. Það er alltaf hæt'ta á aftur- kasti.“ „Af hverju?“ sagði Henry hissa. „Hann fékk taugaáfall og komst yfir það.“ „Já, en frumveilan er enn fyrir hendi.“ ,,Þú ert sannkallaður Jeremías, Ed. Strákurinn er stálsleginn.“ „Jæja, . . .“ Bard þagnaði. „Það gleður mig að heyra.“ Það varð löng þögn. Svo kvödd- ust þeir og læknirinn hélt í áttina til spítalans en Henry heim á leið. 5. KAPLI. Þetta sumar var votviðrasamt og kalt. Líf Henrys bæði heima og á blaðinu var jafn gleðisnautt og veðr- ið. Alice var sár og gröm af því að hann gat ekki látið að óskum henn- ar, og fannst hún vera misskilin. I lok júní sagði hann henni, að hann gæti ekki farið i sumarleyfi, og stakk upp á að hún færi með Doro- thy til Torquay. Hún hristi höfuðið. „Nei, væni. Ef við getum ekki farið saman, eins og hjónum sæmir, þá vil ég heldur vera heima." Óánægja Dorothy var opinskárri og hún átti það til að strunsa fram hjá Henry í stiganum tautandi. Þessi skortur á ástúð og stuðningi var honum þungbær. Og er frá leið fannst honum kunningjar hans í bænum verða vandræðalegir þegar þeir mættu honum, eða var það bara ímyndun ? 1 fyrstu viku ágúst fékk Henry vissu sína. Hann mætti séra Gilmore á götu. Presturinn heilsaði honum venju fremur hjartanlega: „Nei, Henry, góði vinur, hvernig líður þér ?“ Henry hafði lengi velt fyrir sér hvers vegna presturinn hefði mælt með Smith í klúbbnum, og nú ákvað hann að leysa frá skjóðunni. ,,Ég á í erfiðleikum," sagði hann umbúða- laust. „Svo miklum erfiðleikum, að mér kæmi vel að fá siðferðilegan stuðning þinn.“ „Á hvern hátt?“ spurði Gilmore varfærinn. „Með því að taka áístöðu með mér gegn þessum Tíðinda-lýð. Ég hef hjálpað þér áður ... af hverju hjálparðu mér ekki nú?“ Presturinn leit út undan sér á Henry. „Eins og þú veizt, Henry, blandar kirkjan sér ekki í stjórnmál, og ég mundi komast í vandræði gagnvart biskupnum ef ég gerði það. Og auk þess — heldurðu ekki að þú sért dálítið fordómafullur ? Ég skal viðurkenna að vinir okkar við Tíðindi ganga stundum full langt, en við lifum á nýjum og breyttum tímum. Smith er rétt þenkjandi mað- ur sem vill vel. Hann kom til mín skömmu eftir að hann kom hingað og ég átti við hann mjög fróðlegt samtal um starf hans hjá KFUM í Ástralíu. Hann kemur í kirkju á hverjum sunnudegi. Og þeir hafa. 81
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.