Úrval - 01.02.1959, Qupperneq 87
NORÐURLJÓSIÐ
ÚRVAL
sæmilega út. Gættu þín að ofgera
þér ekki.“
„Það er engin hætta.“
„Hvernig er Davíð?“
„Ágætur. Hann er orðinn fullfrísk-
ur.“
Bard horfði burtu og klappaði með
regnhlífinni sinni á gangstéttina,
hugsi. „Mundu það sem ég sagði þér,
Henry. Það er alltaf hæt'ta á aftur-
kasti.“
„Af hverju?“ sagði Henry hissa.
„Hann fékk taugaáfall og komst
yfir það.“
„Já, en frumveilan er enn fyrir
hendi.“
,,Þú ert sannkallaður Jeremías, Ed.
Strákurinn er stálsleginn.“
„Jæja, . . .“ Bard þagnaði. „Það
gleður mig að heyra.“
Það varð löng þögn. Svo kvödd-
ust þeir og læknirinn hélt í áttina
til spítalans en Henry heim á leið.
5. KAPLI.
Þetta sumar var votviðrasamt og
kalt. Líf Henrys bæði heima og á
blaðinu var jafn gleðisnautt og veðr-
ið. Alice var sár og gröm af því að
hann gat ekki látið að óskum henn-
ar, og fannst hún vera misskilin.
I lok júní sagði hann henni, að hann
gæti ekki farið i sumarleyfi, og
stakk upp á að hún færi með Doro-
thy til Torquay. Hún hristi höfuðið.
„Nei, væni. Ef við getum ekki farið
saman, eins og hjónum sæmir, þá
vil ég heldur vera heima."
Óánægja Dorothy var opinskárri
og hún átti það til að strunsa fram
hjá Henry í stiganum tautandi. Þessi
skortur á ástúð og stuðningi var
honum þungbær. Og er frá leið
fannst honum kunningjar hans í
bænum verða vandræðalegir þegar
þeir mættu honum, eða var það bara
ímyndun ?
1 fyrstu viku ágúst fékk Henry
vissu sína. Hann mætti séra Gilmore
á götu. Presturinn heilsaði honum
venju fremur hjartanlega: „Nei,
Henry, góði vinur, hvernig líður
þér ?“
Henry hafði lengi velt fyrir sér
hvers vegna presturinn hefði mælt
með Smith í klúbbnum, og nú ákvað
hann að leysa frá skjóðunni. ,,Ég
á í erfiðleikum," sagði hann umbúða-
laust. „Svo miklum erfiðleikum, að
mér kæmi vel að fá siðferðilegan
stuðning þinn.“
„Á hvern hátt?“ spurði Gilmore
varfærinn.
„Með því að taka áístöðu með mér
gegn þessum Tíðinda-lýð. Ég hef
hjálpað þér áður ... af hverju
hjálparðu mér ekki nú?“
Presturinn leit út undan sér á
Henry. „Eins og þú veizt, Henry,
blandar kirkjan sér ekki í stjórnmál,
og ég mundi komast í vandræði
gagnvart biskupnum ef ég gerði það.
Og auk þess — heldurðu ekki að
þú sért dálítið fordómafullur ? Ég
skal viðurkenna að vinir okkar við
Tíðindi ganga stundum full langt,
en við lifum á nýjum og breyttum
tímum. Smith er rétt þenkjandi mað-
ur sem vill vel. Hann kom til mín
skömmu eftir að hann kom hingað
og ég átti við hann mjög fróðlegt
samtal um starf hans hjá KFUM í
Ástralíu. Hann kemur í kirkju á
hverjum sunnudegi. Og þeir hafa.
81