Úrval - 01.02.1959, Síða 89
NORÐURLJÓSIÐ
ÚRVAL
Holden horfði skritilega til Henrys.
„Góður borgari gætir sinna eigin
hagsmuna nú á dögum. Verðbólgan
rænir jafnt og þétt þá sem eiga
ríkisskuldabréf. Það er verið að fé-
fletta dygga ættjarðarvini eins og
þig. Þú hefur tapað meira en 39000
pundum af höfuðstól þínum og þú
getur átt á hættu að tapa meiru. Ef
tap þi'tt heldur áfram að vaxa eins
og að undanförnu, verður varasjóður
þinn uppétinn eftir sjö eða átta vik-
ur.“
„Mér er þetta fyllilega ljóst,“
sagði Henry. „Þess vegna er ég kom-
inn til að biðja um lán.“
„Gegn tryggingu á hverju?"
„Auðvitað i Norðurljósinu — hús-
inu, prentsmiðjunni og „good will“
blaðsins."
Það varð ónotaleg þögn, svo sagði
Holden: „Mér þykir fyrir þvi, Henry.
Eg vildi ekkert fremur en hjálpa
þér. En ég get það ekki.“
Henry varð þrumulostinn. Það
hafði aldrei hvarflað að honum, að
hann fengi nei. „Af hverju ekki?“
spurði hann. „Þú þekkir mig, og
Norðurljósið. Við eigum eignir. Þú
hefur haft reikning okkar öll þess
ár —“
„Ég veit það. Það er sárt að þurfa
að neita þér. En við erum í miklum
peningavandræðum og getum sama
og ekkert lánað. Ríkisstjórnin vill
blátt áfram ekki að við lánum fé.“
„En þetta er innanbæjar, næstum
því persónulegt mál,“ andmælti
Henry. „Við skulum að minnsta
kosti ræða það."
„Það er tilgangslaust. Eg hef ekki
vald til þess. Það yrði að leggjast
fyrir stjórnina. Af hverju ferðu ekki
að tala við stjórnarformanninn?“
„Weatherby ?“
„Já. Hann er í verksmiðjunni
núna. Á ég að hringja til hans og
boða komu þína?
Henry reis hægt á fætur. Weath-
erby . . . sá maður sem hann hefði
ef til vill síðast kosið að leita ásjár
hjá. En það var ekki um annað að
gera. „Mér þætti vænt um ef þú
hringdir," sagði hann.
Tuttugu mínútum síðar stóð hann
fyrir utan skrifstofu Weatherbys.
Þegar Henry gekk inn stóð Weather-
by við stóra gluggann út að Victoríu-
stræti og horfði brosandi út. „Komdu
hérna Henry, líttu á.“
Kringum torgið hafði öll umferð
stöðvast vegna þess að löng hala-
rófa af konum með barnavagna,
barnakerrur og öll hugsanleg farar-
tæki sem hægt var að aka í börnum,
mjakaðist eftir götunni, en í farar-
broddi var bíll með hátalara.
BARNAVAGNAFYLKINGIN
MIKLA
UNGBARNASAMKEPPNIN
ER I DAG
1 RÁÐHÚSINU
LESIÐ DAGLEG TlÐINDI
„Ekki svo galið, ha?“ Hann klapp-
aði Henry á bakið. Honum var
sýnilega skemmt. „Hvað finnst þér?“
„Sjálfsagt góð sölubrella. En ekki
sérlega virðuleg."
„En áhrifamikil. Það er um að
gera að ná til kvenfólksins. Þeir
eru að reyna að selja sína vöru eins
og ég mína. Nye er heilinn á bak við
þetta. Hafðu auga með honum."
Hann settist í stólinn sinn og kross-
83