Úrval - 01.02.1959, Side 93

Úrval - 01.02.1959, Side 93
NORÐURLJÓSIÐ ÚRVAL Þegar hann sem drengur hafSi dval- ið í Sleedon á sumrin og kom heim á kvöldin eftir að hafa verið að fiska við garðinn, hafði einmitt þessi matur oft verið borinn fyrir hann. Og matarlyst æskuáranna sagði nú til sín aftur. Hann lét Coru borða með sér. Hann hafði fyrir löngu veitt eftir- tekt hæfileika hennar til að gefa án þess að þiggja, og honum var ljóst að ef hann hefði ekki komið, mundi hún ekki hafa borðað annað en brauðsnúðinn og mjólkurglasið sem hún hafði tekið af borðinu þegar þau komu inn í eldhúsið. Hann beindi samræðunum burt frá áhyggjuefn- unum sem þrúguðu þau bæði. Hann ákvað að hringja til Evans læknis morguninn eftir, þangað til varð málið að bíða. Þessi hvíldarstund var of dýrmæt til þess að vera með harmatölur. Hann rak augun í bók sem lá op- in hjá stólnum við gluggann. Það var Sartor Resartus eftir Carlyle. Hún sá að hann hafði komið auga á hana og roðnaði. „Eg hef ekki lesið kaflann minn í dag,“ sagði hún. „Davíð yrði vondur ef hann vissi það. En ég fæ mig ekki til að lesa." Hann leit undrandi á hana. Hafði Davíð sett henni þetta fyrir til að mennta hana? „Það er eins og ég geti ekki feng- ið neinn áhuga á þessu," hélt hún áfram. „Ég vil helzt gera eitthvað, að öðru hef ég ekki gaman. Ég verð vist aldrei menntuð." Hann kenndi meðaumkunar í hjarta sér. „Þú erti greind stúlka, Cora, og það er miklu mikilvægara. Og öllum leiðist þessi bók." Hún svaraði ekki. Þegar þau voru búin að borða kveikti hún í reka- viðnum á arninum. „Ég hef yndi af arineldi," sagði hún, „hann er svo notalegur. Lyktin líka. Þegar ég hugsa til allra herbergiskytranna sem ég hef búið í og þar sem aðeins voru gastæki. En Davíð kærir sig ekki um arineld. Hann hefur ákveðið að komast af án hans. Það er einn þáttur í þessari nýju hugmynd hans." „Hvað hugmynd?" Hún hikaði, eins og hún ætti erf- itt með að tala, svo sagði hún: „Það er eitthvað sem hefur komið yfir hann. Sjálfsafnei'tun kallar hann það. Ég vildi hann hugsaði ekki þannig. Það er áreiðanlega ekki ætl- ast til þess að við neitum okkur um allt. Ef hann vildi bara líta náttúr- legum augum á lífið — það er ekki holt fyrir neinn að lifa andstætt náttúrunni." Hún þagnaði og gaut augunum vandræðalega til Henrys. Hann fékk sting í hjartað. Hingað til hafði hann einungis metið þetta hjónaband eftir því hve það væri gott fyrir son hans. Allt í einu sagði hann: „Ertu hamingjusöm, Cora?" „Já . . . að minnsta kosti ef Davið er það. En stundum hagar hann sér eins og honum þyki í rauninni ekki vænt um mig . . ." „Það er bara hans máti. Ég er viss um að honum þykir vænt um þig." Hún- beygði sig niður og skaraði í eldinn, eins og hún vildi varpa af sér þessum hugsunum. „Viðurinn er blautur. Ég hirti hann í fjörunni. Ég hef gaman af því að ganga á 87
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.