Úrval - 01.02.1959, Page 93
NORÐURLJÓSIÐ
ÚRVAL
Þegar hann sem drengur hafSi dval-
ið í Sleedon á sumrin og kom heim
á kvöldin eftir að hafa verið að
fiska við garðinn, hafði einmitt þessi
matur oft verið borinn fyrir hann.
Og matarlyst æskuáranna sagði nú
til sín aftur.
Hann lét Coru borða með sér.
Hann hafði fyrir löngu veitt eftir-
tekt hæfileika hennar til að gefa án
þess að þiggja, og honum var ljóst
að ef hann hefði ekki komið, mundi
hún ekki hafa borðað annað en
brauðsnúðinn og mjólkurglasið sem
hún hafði tekið af borðinu þegar
þau komu inn í eldhúsið. Hann beindi
samræðunum burt frá áhyggjuefn-
unum sem þrúguðu þau bæði. Hann
ákvað að hringja til Evans læknis
morguninn eftir, þangað til varð
málið að bíða. Þessi hvíldarstund
var of dýrmæt til þess að vera með
harmatölur.
Hann rak augun í bók sem lá op-
in hjá stólnum við gluggann. Það
var Sartor Resartus eftir Carlyle.
Hún sá að hann hafði komið auga á
hana og roðnaði. „Eg hef ekki lesið
kaflann minn í dag,“ sagði hún.
„Davíð yrði vondur ef hann vissi
það. En ég fæ mig ekki til að
lesa."
Hann leit undrandi á hana. Hafði
Davíð sett henni þetta fyrir til að
mennta hana?
„Það er eins og ég geti ekki feng-
ið neinn áhuga á þessu," hélt hún
áfram. „Ég vil helzt gera eitthvað,
að öðru hef ég ekki gaman. Ég verð
vist aldrei menntuð."
Hann kenndi meðaumkunar í
hjarta sér. „Þú erti greind stúlka,
Cora, og það er miklu mikilvægara.
Og öllum leiðist þessi bók."
Hún svaraði ekki. Þegar þau voru
búin að borða kveikti hún í reka-
viðnum á arninum. „Ég hef yndi af
arineldi," sagði hún, „hann er svo
notalegur. Lyktin líka. Þegar ég
hugsa til allra herbergiskytranna sem
ég hef búið í og þar sem aðeins voru
gastæki. En Davíð kærir sig ekki
um arineld. Hann hefur ákveðið að
komast af án hans. Það er einn
þáttur í þessari nýju hugmynd hans."
„Hvað hugmynd?"
Hún hikaði, eins og hún ætti erf-
itt með að tala, svo sagði hún: „Það
er eitthvað sem hefur komið yfir
hann. Sjálfsafnei'tun kallar hann
það. Ég vildi hann hugsaði ekki
þannig. Það er áreiðanlega ekki ætl-
ast til þess að við neitum okkur um
allt. Ef hann vildi bara líta náttúr-
legum augum á lífið — það er ekki
holt fyrir neinn að lifa andstætt
náttúrunni." Hún þagnaði og gaut
augunum vandræðalega til Henrys.
Hann fékk sting í hjartað. Hingað
til hafði hann einungis metið þetta
hjónaband eftir því hve það væri
gott fyrir son hans. Allt í einu sagði
hann: „Ertu hamingjusöm, Cora?"
„Já . . . að minnsta kosti ef Davið
er það. En stundum hagar hann sér
eins og honum þyki í rauninni ekki
vænt um mig . . ."
„Það er bara hans máti. Ég er viss
um að honum þykir vænt um þig."
Hún- beygði sig niður og skaraði
í eldinn, eins og hún vildi varpa
af sér þessum hugsunum. „Viðurinn
er blautur. Ég hirti hann í fjörunni.
Ég hef gaman af því að ganga á
87