Úrval - 01.02.1959, Qupperneq 94
ÚRVAL
NORÐURLJÓSIÐ
reka. Stundum geng ég margar mil-
ur fram með sjónum án þess að
mæta nokkrum manni, og það er
margt sem ég finn. Straumurinn ber
það á land."
Orðin komu, einföld, opin, náttúr-
leg. Eldurinn magnaðist, tungur
hans lýstu upp skuggana og léðu
andliti hennar hlýjan roða. Það varð
þögn. Henry hafði árum saman lifað
án ástríkis á heimili sínu. Dorothy
var eigingjörn eins og æskufólki er
títt, hrokafull og kaldranaleg í við-
horfum sínum og sýndi honum litla
ástúð. 1 sambúðina við Alice var
ikomin einhver stöðnun. Henry hafði
alltaf fyrirlitið þá menn sem kvört-
uðu undan því að konur þeirra mis-
skildu þá og mætu þá einskis. Hann
vissi um sjálfs sin galla og hafði
því reynt að forðast árekstra. En
oft hafði Alice gert honum lífið erf-
itt með duttlungum sinum, sjálfs-
meðaumkun og bamalegum þótta,
og þar við bættist algert áhuga-
leysi hennar á starfi hans.
Hvílíkur munur, hugsaði hann, á
þessari kyrrlátu tilfinningaríku
stúlku, sem sat þarna og starði í
eldinn, með áhyggjur i svipnum, en
þó engan vott eirðarleysis í hönd-
unum. Ástúðin streymdi frá henni
frjáls og náttúrleg. Frá kyrrlátri
þögn hennar andaði samúð og skiln-
ingi. Undir ofurfargi þeirrar bar-
áttu sem hann hafði þurft að heyja
að undanförnu hafði ásótt hann
næstum sár löngun til að njóta
skilnings. Hann leit á hana sem
veikleika, en samt gat hann ekki
bælt hana niður — hann þráði blíðu.
Hjá Coru gat hann fundið eitthvað
af þvi sem hann hafði saknað svo
sárt.
Að lokum fannst honum tími kom-
inn til að fara. Hún fylgdi honum
út að bílnum. Á dimmbláum kvöld-
himninum lýstu skærar stjörnur og
brimhljóð barst frá ströndinni. Svalt
kvöldloftið var andbært, hann sá
það fyrir vitum hennar þegar barm-
ur hennar reis og hneig. Hún sagði
lágt: „Einmanaleikinn verður sárari
en nokkru sinni fyrr þegar þú ert
farinn."
Hún virtist skyndilega gripinn ein-
hverju óþoli. Hún skalf. Hönd henn-
ar, sem enn hélt um hönd hans,
var mjúk og köld.
„Ertu frísk?" spurði Henry. ,,Þú
ert ísköld á höndunum."
Hún hló stuttum, kæfðum hlátri.
„Kaldar hendur, heitt hjarta, stend-
ur einhversstaðar. Hvílíkt kvöld.
Það er skömm að vera inni. Gætum
við ekki gengið svolítið eftir strönd-
inn ?"
„En við erum búin að fá okkur
göngu, vina mín.“
„Það er svo bjart og fallegt." Rödd
hennar var óstyrk. „Það er lítill
netakofi út með ströndinni. Við gæt-
um setzt þar og horft á öldurnar."
Hún leit á hann og það var undar-
lega eirðarlaus spurn í augnatilliti
hennar. Þegar hann hristi höfuðið
laut hún höfði,
„Það er orðið svo framorðið, elsku
Cora. Eg verð að fara. Við förum
einhvern tíma seinna."
„Heldurðu það?"
„Hertu þig upp. Það fer allt vel
fyrir ykkur Davíð, okkur öllum."
Hún þrýsti hönd hans að síðu sér.