Úrval - 01.02.1959, Qupperneq 95

Úrval - 01.02.1959, Qupperneq 95
NORÐURLJÓSIÐ URVAL Svo sagði hún: „Þú ert svo góður. Komdu fljótt aftur.“ Orð hennar gengu honum til hjarta. Hann snart hár hennar með léttum kossi. Hún horfði á hann ræsa bílinn og aka af stað. I nálægt fimm mínútur ók Henry eftir veginum sem var baðaður í tungsljósinu. Svo steig hann skyndi- lega á hemlana og bíllinn snarstanz- aði. Hugsunin um Coru, þar sem hún stóð döpur og einmana við hlið- ið, stóð eins og rýtingur í hjarta hans. Af hverju hafði hann yfirgefið hana? Hann hafði ekki sýnt henni nóga hjálpfýsi. Það greip hann á- köf löngun til að snúa aftur og hugga hana. En það var ekki hægt. Hann háði harða baráttu við löngun- ina til að vera í návist hennar. Loks andvarpaði hann og eftir andartaks bið ræsti hann bílinn og hélt áfram til Hedleston. Allt þetta kvöld hafði Alice setið í bókaherberginu heima, sárt kvalin af einveru. Hanna átti fri þetta kvöld og Dorothy var með kvef og hafði farið snemma að hátta. Alice undi sér aldrei vel ein. Hún var allt- af að vonast eftir Henry heim. Hvar var hann ? Ferðir hans höfðu verið óútreiknanlegar upp á síðkastið. Hann var ekki á skrifstofunni þegar hún hringdi þangað rétt eftir sjö. Hann gat varla verið annarsstaðar en í Sleedon. Rétt einu sinni. Það náði ekki nokkurri átt hvernig hann vanrækti hana til þess eins að vera þar öllum stundum. Hún lagaði púðann við bak sér og þegar hún strandaði í krossgátunni tók hún upp saumana sína. En hin fíngerðu nálspor voru þreytandi fyrir augun — auk þess var hún orðin leið á mynztrinu og hún ákvað að láta Hönnu ljúka við það. Hún byrjaði að leggja kapal, en eirði ekki við það heldur. Altekin sjálfs- meðaumkun fór hún að láta sig dreyma um fortiðina. Hún hugsaði með ljúfsárum trega til æskuáranna þegar lífið hafði verið bjart og á- hyggjulaust. Æskuheimili hennar hafði verið á sveitasetri hæfilega langt frá Edin- borg. Fjölskyldan var vinmörg með- al heldri borgara Edinborgar. Fað- ir hennar hafði — jafnvel áður en hann var útnefndur dómari hæsta- réttar Skotlands — verið einn af virtustu og vinsælustu lögfræðingum borgarinnar. Þá hafði framtíðin verið full af fyrirheitum. Hafði henni nokkurn tíma komið til hugar að líf hennar yrði svona, eða að hjóna- band hennar mundi hafna í þessum vanasporum smábæjarlegs tilbreyt- ingarleysis — og að hún yrði jafnvel afrækt? Og í þokkabót leit nú helzt út fyrir að þeirra biði gjaldþrot. Það komu beisk tár í augu Alice þegar hún rifjaði upp fyrsta fund þeirra Henry. Hún sótti þá lista- námskeið við Háskóiann — það sómdi sér fyrir stúlkur af hennar stigum um þessar mundir — og þar hafði verið líf og fjör. Það var allt- af eitthvað skemmtilegt og spennandi að gerast; hún var sífellt á fartinni og mikið í félagsiífinu. Eitt sinn var hún í nefnd sem stóð fyrir kappræðufundi. Það var þessi fund- 89
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.