Úrval - 01.02.1959, Side 98
ÚRVAL
NORÐURLJÖSIÐ
„Já, ef þú vilt orða það svo. Enda
er hún ein af fjölskyldunni."
„Dálagleg afsökun!" Hún náði
tæpast andanum, en hún varð að
halda áfram. „Hvert harn gæti séð
hvað er að gerast. Finnurðu ekki
sjálfur að hugur þinn snýst æ meir
um hana með hverjum deginum sem
líður?“
Hann leit biðjandi á hana. „Við
skulum ekki fara að rífast, Alice.
Við eigum nógu erfitt samt."
„Ég stend bara á rétti minurn og
er að reyna að bjarga þér frá sjálf-
um þér. Ég veit hvernig karlmenn
geta orðið á þinum aldri—.“
„Að þú skulir segja þetta!" Hann
sótroðnaði. „Það sem þú ert að gefa
í skyn er óhugsandi."
„Nei, ekki fyrir Coru." Alice titr-
aði; orðin flæddu af vörum hennar.
„Þú getur sagt að ég sé hlutdræg,
en það er eitthvað við hana — hún
er óbreytt kona, og- ég er ekki viss
um að hún sé góð kona. Hún hefur
of mikinn kynþokka. Hún mundi
taka hvern þann karlmann sem hún
girntist. Ef mér skjátlast ekki,
mundi hún heldur vilja þig en Davíð.
Og ég efast ekki um að þú takir
hana fram yfir mig."
Henry opnaði munninn eins og
lostinn höggi og lokaði honum svo
aftur. Hann var náfölur. Alice varð
skelfd þegar hún sá hve djúpt hún
afði sært hann. AUt i einu var henni
illri lokið. Hún vissi að hún var að
fá eitt af þessum „köstum" sínum
og vildi fá það. Augnalokin fóru að
titra og það komu kippir í vangana.
Hún fann hvernig hún stirðnaði öll
og hælarnir lömdust í gólfið.
Henry tók viðbragð og laut yfir
hana. „Gáðu að þér, Alice -— gerðu
það — vertu róleg, þú veizt hvað
þessi köst fara illa með þig —.“
Þegar hún sá fölt, áhyggjufullt
andlit hans svona nærri sér varð
skyndilega snögg breyting á tilfinn-
ingum hennar, og hún vafði hand-
leggjunum um háls hans. „Ég er af-
brýðisöm og hugsunarlaus, en ég
varð að leysa frá skjóðunni. Fyrir-
gefðu mér, Henry. Ég skal gera allt
fyrir þig, vinna fyrir þig, svelta
fyrir þig, vaða eld og vatn. Þú veizt
hvað ég gekk í gegnum þegar ég
átti börnin. Þú veizt ég þjáðist. Það
var þín vegna, Henry. Frá því ég sá
þig fyrst í fyrirlestrarstofu Scotts
prófessors hefur þú verið sá eini
fyrir mig. Ég skal skrifa undir skjal-
ið. Fáðu mér það núna, og penna,
fljótt, fljótt."
„1 fyrramálið, Alice. Þú ert of
þreytt núna."
Hár hennar hafði losnað og annað
kast virtist í aðsigi. En til allrar
hamingju kom Hanna heim í sömu
andrá, og án þess að gefa sér tíma
til að fara úr kápunni kom hún rak-
leitt inn í stofuna. Hún sótti lyktar-
söl'tin og hjálpaði Henry til að róa
Alice. „Svona nú, frú Page,“ sagði
hún að lokum. „Liggið þér nú fyrir
stundarkorn, svo getið þér farið upp
til yðar."
„Þakka yður fyrir, Hanna. Þér er-
uð alltaf jafngóð við mig,“ muldr-
aði Alice. „Þið eruð öll góð við mig."
Hún brosti til Henrys. Allt var
nú breytt. 1 mildu skini afturbatans
langaði hana af öllu hjarta að gera
eins og hann vildi. Hún hvíldi sig
92