Úrval - 01.02.1959, Side 99

Úrval - 01.02.1959, Side 99
NORÐURLJÓSIÐ ÚRVAL nokkrar mínútur á legubekknum; svo studdi hann hana upp á meðan Hanna fór fram í eldhús til að hita mjólk. Þegar mjólkin kom var hún komin í rúmið. Á eftir tók hún bróm- mixtúruna sem Henry gaf henni. Þegar Hanna var farin, sagði hún við Henry, lágri röddu: „Skjalið, Henry." Þegjandi dró hann upp skjalið og tók hettuna af pennanum sínum. Alice skrifaði nafn sitt undir. — „Héma, Henry. Þú sérð hvað ég geri fyrir þig. Góða nótt, elskan mín, og guð blessi þig.“ Þegar hann slökkti ljósið og fór út úr herberginu, lokaði hún augunum. í sál hennar ríkti friður, hún vissi að hún hafði gert skyldu sína. 7. KAPLI. Nokkrum vikum síðar, hinn 21. júní klukkan rúmlega tíu kom Leon- ard Nye inn í skrifstofu Tíðinda. Hann tók ekki undir kveðju Péturs, piltsins sem gætti símans. Þegar hann gekk inn ganginn kallaði Smith til hans út um opnar dyr sínar. „Ert þetta þú, Leonard? Ég þarf að tala við þig." Nye anzaði honum ekki. Tilraunir Smiths til að setja sig á háan hest var bezt að kæfa i fæðingunni. Ef hann þarfnaðist ráða eða áheyranda til að hlusta á harmatölur sínar, gat hann komið sjálfur. Hann fór inn í skrifstofu sína, sem var björt og rúmgóð og búin sófa og hæginda- stólum klæddum leðri, og sjónvarps- tæki. 1 fasi hans mátti merkja óþol. Hann gekk rakleitt að skrifborði sínu og blaðaði ört gegnum póstinn. Loks fann hann það sem hann var að leita að: bréf sem stóð á „Skrif- stofa borgarritara". Hann reif það upp. Við lestur þess færðist ánægju- svipur yfir andlit hans. „Gott,“ sagði hann við sjálfan sig. Hann lét bréfið í veskið sitt og sett- ist við skrifborðið og fór að lesa póstinn. Að lokum tók hann blöðin og fyrst Norðurljósið. Hann hafði nýlokið við grein eftir Henry um tónlistarprógram sumarsins i lysti- garðinum, sem kallaði fram háðs- bros á vörum hans, þegar hurðinni var hrundið upp og Smith kom inn. Hann settist og leit á armbandsúr sitt. ,,Þú kemur nokkuð seint, ha?“ „Eg er enginn morgunhani. Nokk- uð nýtt að frétta?" „Já,“ sagði hann áhyggjufullur. „Skeyti frá Greeley. Hann er að koma aftur, með lestinni kl. 2.20. Ég fer auðvitað að taka á móti honum. Ég er kvíðinn, Leonard, út- litið er svart." Nye varð að viðurkenna að koma Greeleys boðaði aldrei gott, hann var fjandanum naskari að finna ljót- ustu liðina á rekstursreikningum og óvæginn að skera niður kostnaðar- liði. Þessi koma hans, sú þriðja á sex vikum, var ills viti. „Sérðu ekki hvað þetta er alvar- legt fyrir okkur?" hélt Smith áfram. Somerville er orðinn órólegur. Þetta getur ekki gengið svona leng- ur." Nye horfði á hann með illa dul- inni fyrirlitningu. Sókn Henrys und- anfama mánuði hafði fært þá nær hvor öðrum. En Smith var dauðyfli, auk þess að vera hundleiðinlegur, og hugmyndasnauðar aðferðir hans voru 93
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.