Úrval - 01.02.1959, Side 100

Úrval - 01.02.1959, Side 100
tJRVAL NORÐURLJÓSIÐ farnar að fara alvarlega í taugarn- ar á Nye. „Þú virðist ekki hafa rniklar á- hryggjr út af þessu,“ sagði Smith. ,,I guðanna bænum hættu þessum bölsöng," hreytti Nye út úr sér. ,,Ég ætla mér að hleypa loftinu úr Page. 1 fyrsta skipti sem ég leit augum þennan merkisbera siðgæðis og brezkra stjórnarhátta ákvað ég að gera hann atvinnulausan. En ég æpi ekki um það ofan af húsaþökum." Smith horfði tortrygginn á Nye, svo reis hann á fætur og fór út. Þegar hann var farinn ýtti Nye blöðunum til hliðar og fór að hugsa. Honum var fullljóst að frumkvæðið í öllu yrði að koma frá honum; Smith gat séð um peningahliðina, en annars var ekki af honum að vænta. Nye hafði farið vel af stað. Hann hafði hleypt Tíðindum af stokkunum með miklu brauki og komið róti á í þess- um hálfdauða bæ. En það þurfti meira til ef Tíðindin áttu að fara með sigur af hólmi. Smith var skapi næst að þumbast áfram í von um að Page gæfist upp, en Nye var ljóst að slíkur skotgrafahernaður gæti ekki haldið áfram endalaust. Allar frét'tir frá aðalskrifstofunni í Lond- on, og nú síðast koma Greeleys, báru þess vitni, að Somerville vildi ekki eða gat ekki rekið siíkan hernað. Nauðsyn bar til að gera eitthvað róttækt, sprengja bombu, sem nægði til þess að þurrka Norðurljósið út að fullu. Og Nye hafði að undanförnu verið að velta fyrir sér hugmynd, sem hann hafði trú á að mundi duga, ef hún væri framkvæmd á réttan hátt. Hann fór nú enn einu sinni yfir einstök atriði hennar í huganum, en fann enga veilu á henni. Hann hafði ekki ætlað sér að hleypa henni af stokkunum alveg svona fljótt, en þar sem nú var von á Greeley var ekki lengur til setunnar boðið. Klukkustund síðar fór Smith til að taka á móti Greeley. Þegar hann var farinn, fór Nye út að borða, en lét vita hvar hægt væri að ná í sig. Honum fannst fátt til tilbreyting- ar í þessum smábæ, en maturinn í Rauða Ljóninu var þó ekki sem verstur og vínkjallarinn þar var góð- ur. 1 dag fannst honum hann eiga skilið góða máltíð og hann fór því í Ljónið, valdi sér rétti og vín með matnum og á eftir drakk hann kaffi og konjak. Tilhugsunin um það að hann hafði nú laumað tundurdufli undir Page og ætlaði að fara að kveikja í því, jók á matarlyst hans. 1 Nye var rík hneigð til hefnigirni, sem rekja mátti til uppruna hans og uppeldis. Faðir hans hafði verið nýtízkulegt skáld og móðir hans menntakona, mjög sjálfstæð í skoðunum. Skamm- vinnu hjónabandi þeirra lauk með gagnkvæmum ásökunum skömmu eftir að Leonard fæddist. Eftir það var drengurinn á þveitingi milli for- eldra sinna, þangað til faðir hans fluttist til útlanda og kom honum fyrir hjá systur sinni, sem rak tóbaksverzlun. Það var ekki hægt að segja að hann ætti slæmt hjá henni, og jafn- vel eftir að greiðslur frá föður hans fóru að strjálast hélt hún áfram að fæða hann og hýsa. En þessir hrakn- 94
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.