Úrval - 01.02.1959, Síða 101
NORÐURLJÓSIÐ
ÚRVAL
ingar höfðu sáð í barnslund hans
beiskju. Eftir að hann eltist þróað-
ist með honum sú ákvörðun að
freysta aldrei neinum, taka aldrei
tillit til tilfinninga annarra og lifa
aðeins fyrir sjálfan sig.
Þegar hann hóf blaðamennsku,
tuttugu og eins árs gamall, lögðu
þessir eiginleikar, samfara góðri eðl-
isgreind, grundvöllinn að skjótum
frama hans.
Eftir máltíðina fannst Leonard
hann undir það búinn að taka því
sem dagurinn kynni að bera í skauti
sér. Klukkan hálf þrjú fór hann í
símaklefann og bað um 7034, og hóf
máls ísmeygilegri röddu: „Halló, er-
uð það þér, frú Harbottle? Hvern-
ig líður yður? Gott. En gigtin . . .
já, hún er þreytandi. Ég hringdi
bara, kæra frú Harbottle, til að láta
yður vita að ég kem að öllum lík-
indum seinna í dag ásamt tveim
mönnum til þess að ganga frá þessu
máli okkar. Ha ? Blessaðar verið þér,
þér þurfið ekki að hafa neitt sam-
vizkubit af því. Þér eruð í yðar
fyllsta rétti. Nei, frú Harbottle, þér
getið ekki dregið yður til baka nú,
það yrði mjög alvarlegt mál, við
myndum neyðast til að blanda lög-
fræðingum okkar í það. Og auk
þess er þetta gullið tækifæri. Já, auð-
vitað eru gamlir vinir beztir, en ekki
ef þeir bregðast. Árum saman hafið
þér bókstaflega verið féflettar og
þér munuð ekki fá eyri frá þeim
hér eftir. Það er þá ákveðið . . . Nei,
verið ekki að ómaka yður með te
handa okkur. Eg kem í te til yðar
seinna í vikunni. Sælar á meðan,
frú Harbottle."
Því næst hélt Nye til skrifstof-
unnar. Hann var tæplega setztur
við skrifborðið þegar Greeley og
Smith komu. Framkvæmdastjórinn
var rúmiega fimmtugur, tiltakanlega
hár og grannur, langleitur, kinn-
fiskasoginn og fölur yfirlitum. Nye
fannst alltaf eins og hann væri ný
risinn úr gröf sinni, eða öllu heldur
eins og vandlega snyrt lík. Hann var
i dökkum fötum með harðan flibba
og uppi yfir honum framstætt barka-
kýli. En þrátt fyrir sérkennilegt út-
lit og sérvizkulega framkomu, var
hugsun hans skörp.
„Þér höfðuð ekki tíma til að koma
með Smith". Það leyndist ásökun í
augnatillitinu.
„Einhver verður að gæta virkis-
ins,“ sagði Nye.
Þeir byrjuðu á því að athuga reikn-
ingana og söluna síðastliðinn mánuð.
Því lengur sem beinaberir fingur
Greeleys blöðuðu í reikningunum, þvi
meir tognaði á andliti hans. Loks tók
hann ofan hornspangargleraugun og
hallaði sér aftur á bak. „Þetta er
verra en ég hafði búizt við.“
„Við höfum sparað efniskaup og
dregið úr ritstjórnarkostnaði," sagði
Smith. „Ef þeir bara vildu byrja á
Utley-kjarnorkuverinu-. Þér vitið að
við reiknuðum með mikilli fjölgun
kaupenda þegar byrjað yrði á því.
En því er sífellt slegið á frest.“
„Utley kemur þessu ekki við. Þið
eruð að tapa kaupendum sem þið
voruð búnir að fá. Það merkir að
Page hefur fengið þá aftur.“
Smith kom með langorða afsök-
unargreinargerð, gerði mikið úr
erfiðleikunum sem þeir hefðu mætt,
95