Úrval - 01.02.1959, Blaðsíða 107

Úrval - 01.02.1959, Blaðsíða 107
NORÐURLJÓSIÐ ÚRVAL aði hálsbindið. Læknirinn kom með- an Maitland var að hjálpa honum upp í stól. Bard læknir dró að stól, drap tveim fingrum á úlnlið Henrys og horfði á hann hlutlausu rannsakandi augna- ráði, líkari stærðfræðiprófessor en lækni. „Það var hitinn," sagði Henry. „Ég var í Manchester og gáði ekki að mér, það er allt og sumt." Hann gat ekki fengið sig til að segja hið sanna um orsök yfirliðsins. Bard hélt áfram að hlusta. „Ég fer með þig heim," sagði hann að lokum. „Og við komum við á stof- unni minni." Henry gerði enga tilraun til að tala á leiðinni i bilnum. Hið skamma yfirlið hafði slævt áhrifin af högg- inu sem Tíðindin höfðu greitt hon- um. Hugsun hans var skýr og hann var þegar kominn að niðurstöðu um hvað hann ætlaði að gera. Þegar þeir komu í lækningastofuna lét Bard hann fara úr að ofan og leggj- ast á bekkinn. Hann mældi blóð- þrýstinginn, því næst ók hann að legubekknum rafmagnstæki á hjól- um. „Ekki þetta aftur," sagði Henry. „Af hverju notarðu ekki hlustpíp- una og lýkur þess af?“ „Við prófum þetta, svona til til- breytingar." Hann festi blýplötur á vinstri úlnlið og hér og þar á brjóst- ið og hleypti straum á tækið, sem blýplöturnar voru tengdar við með þráðum. Hann tók nokkur línurit og skoðaði þau vandlega út við glugg- ann. „Henry,“ sagði hann og settist á stokkinn hjá honum, „manstu hvað ég sagði þér þegar þú varst birgis- vörður í loftvarnaliðinu?“ „Eitthvað rámar mig í það.“ „Þú vildir ekki hlusta á mig þá. En nú verðurðu að hlusta. Ég vil að þú farir burt og hvílir þig I sex vikur að minnsta kosti.“ „Ed, ég met mikils allt sem þú hefur gert fyrir mig, en ég get blátt áfram engu lofað eins og stendur.'1 „Hlustaðu á mig, Henry,“ sagði Bard alvarlegur. „Hjarta þitt er þannig að það þarfnast umhyggju. Ef þú gætir þín muntu sennilega lifa lengur en ég. En ef ekki —“ Hann yppti öxlum þannig að ekki varð misskilið. „Ég reyni að fara gætilega." „Þú heldur það, en þér skjátlast. Á ytra borðinu virðist þú rólegur, en undir niðri ertu eins og þaninn strengur. Mánuðum saman hefur þú búið við verstu tegund taugaspennu. Það gengur sjálfsmorði næst. Sg er læknir þinn og bezti vinur og ég segi þér að þú hafir ekki líkams- þrek til að halda þessari baráttu áfram. Eins og ástatt er, er það enginn ósigur að láta undan. Þú manst hvað . Sókrates sagði: Þaö er enginn ósigur fólginn í ó- umflýjanlegri uppgjöf . . . Þaö er einnig einskonar sigur í þvi fólginn að vita hvenœr licetta skal baráttu." „Nei, Ed,“ sagði Henry. „Ég er hræddur um að ég verði að halda áfram.“ „Jæja þá, haltu áfram, ef þú vilt drepa þig." Bard stóð upp, braut hettu af litlu glerhylki og saug úr 101
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.