Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Page 14

Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Page 14
X V I I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í F Y L G I R I T 9 1 14 LÆKNAblaðið/Fylgirit 91 2017/103 starfsemi æðaþels við áhættuþætti voru einnig takmörkuð. Niðurstaðan gæti stafað af því að núgildandi reiknuð áhætta og skert æðaþelsstarf- semi byggi á ólíkum meinalífeðlisfræðilegum þáttum og EndoPAT- mælingar veiti því viðbótar upplýsingar. Frekari rannsókna er þörf svo komast megi að þýðingu og nothæfni EndoPAT-niðurstaðna. E 21 Bráður nýrnaskaði eftir kransæðaþræðingar á Íslandi Daði Helgason1, Þórir E. Long1, Sólveig Helgadóttir2, Runólfur Pálsson3, Tómas Guðbjartsson4, Gísli H. Sigurðsson2, Ólafur S. Indriðason3, Ingibjörg J. Guðmundsdóttir5, Martin I. Sigurðsson6 1Læknadeild, Háskóli Íslands, 2Svæfinga- og gjörgæsludeild, Landspítali, 3Nýrnalækningaein- ing, Landspítali, 4Skurðlækningasvið, Landspítali, 5Hjartalækningaeining, Landspítali, 6Depart- ment of Anesthesiology, Duke University Hospital dadihelga@gmail.com Inngangur: Bráður nýrnaskaði (BNS) er þekktur fylgikvilli kransæða- þræðinga og tengist skuggaefnisgjöf en fleiri áhættuþættir hafa áhrif. Við könnuðum tíðni og áhættuþætti BNS eftir kransæðaþræðingar á Íslandi. Efniviður og aðferðir: Þetta var afturskyggn rannsókn á öllum sjúklingum sem gengust undir kransæðaþræðingu, með og án víkkunar á Landspítala 2008-2015. Gögn fengust úr Swedeheart/SCAAR-gagnagrunni, tölvukerf- um Landspítala og upplýsingar um lyf úr lyfjagagnagrunni Embættis landlæknis. BNS var skilgreindur út frá breytingum í serum kreatíníni (SKr) samkvæmt KDIGO-skilmerkjum og áhættuþættir BNS metnir með fjölbreytugreiningu. Niðurstöður: Framkvæmdar voru 13.983 kransæðaþræðingar á 10.891 sjúklingum á tímabilinu. Grunngildi SKr fannst í 13.606 tilvikum er voru notuð við úrvinnslu. BNS greindist í 281 þeirra (2,1%); 218 (1,6%), 33 (0,2%) og 30 (0,2%) á KDIGO-stigum 1, 2 og 3. Tíðni BNS breyttist ekki marktækt á tímabilinu (p=0,31). Marktækir forspárþættir BNS reyndust m.a. vera hærri aldur (áhættuhlutfall (ÁH) 1,02 per ár, 95% öryggisbil (ÖB):1,00-1,04), Elixhauser-sjúkdómsþyngdarskali >0 (ÁH 1,56, 95%- ÖB:1,08-2,23), r-GSH <30 ml/mín./1,73 m2 (ÁH 4,50, 95%-ÖB:2,37-8,26), blóðleysi (ÁH 2,10, 95%-ÖB:1,49-2,96), HBK >10x109/l (ÁH 2,26, 95%- ÖB:1,56-3,26), blóðsykur >7,7 mmól/l (ÁH 2,18, 95%-ÖB:1,49-3,19), blóðn- atríum <135 mmól/l (ÁH 2,03, 95%-ÖB:1,24-3,24), trópónín-T hækkun fyrir þræðingu (ÁH 3,92, 95%-ÖB:2,51-6,28), brátt hjartadrep með ST-hækkun (ÁH 1,77, 95%-ÖB:1,16-2,70), notkun ósæðardælu (ÁH 6,37, 95%-ÖB:3,42- 11,71), skuggaefnismagn (ÁH 1,02 per 10 ml, 95%-ÖB:1,00-1,04) og dreifð- ur kransæðasjúkdómur (ÁH 1,68, 95%-ÖB:1,19-2,40). Ályktanir: Tíðni BNS eftir kransæðaþræðingar var lág samanborið við erlendar rannsóknir og hélst svipuð á tímabilinu. Auk hefðbundinna áhættuþátta, s.s. sjúkdómsbyrðar, skertrar nýrnastarfsemi, magns skuggaefnis og blóðþurrðar í hjarta, voru einnig blóðnatríumlækkun, blóðleysi og aukinn fjöldi hvítra blóðkorna sjálfstæðir áhættuþættir fyrir BNS. E 22 Langtímahorfur sjúklinga með bráða kransæðastíflu á Íslandi Einar L. Snorrason1, Thor Aspelund2, Vilmundur Guðnason2, Karl Andersen2 1Læknadeild, Háskóli íslands, 2Heilbrigðisvísindasvið, Hjartavernd els21@hi.is Inngangur: Þrátt fyrir lækkað nýgengi blóðþurrðar hjartasjúkdóma hefur hlutfall hjartadreps án ST-hækkana (NSTEMI) aukist milli ára. Langtímalifun NSTEMI og STEMI sjúklinga hefur ekki verið rannsakað á Íslandi. Markmið þessarrar rannsóknar er að bera saman 5 ára lifun einstaklinga greinda með STEMI eða NSTEMI og kanna áhrif áhættuþátta á lifun. Efniviður og aðferðir: Árið 2006 greindust 447 einstaklingar með bráða kransæðastíflu, þar af 280 með NSTEMI (I21.4) og 167 með STEMI (I21, I21.9(410)). Upplýsingar um áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma og greiningar voru fengnar úr Sögukerfi Landspítalans. Endapunktur rann- sóknarinnar var andlát af hvaða orsök sem er. Samsettur endapunktur var endurinnlögn vegna hjartadreps, hvikullar hjartaangar eða hjartabilunar. Í fjölþáttagreiningu var leiðrétt fyrir aldri, kyn, reykingarsögu, sykursýki, háþrýsting, fjölskyldusögu og blóðfituröskun. Niðurstöður: Nýgengi NSTEMI árið 2006 var 91,3 á hverja 100.000 íbúa. Nýgengi STEMI árið 2006 var 55,9 á hverja 100.000 íbúa. Meðalaldur NSTEMI var 69,9 ára meðal karla og 78,3 ára hjá konum (p<0,01). Meðalaldur STEMI var 63,1 ára hjá körlum og 70,4 ára hjá konum (p<0,01). Að 5 árum liðnum voru 51,4% NSTEMI-sjúklinga á lífi og 76,6% STEMI sjúklinga á lífi (logrank: p<0,01). Aukning um hvert aldursár jók dánar- tíðni á tímabilinu um 10% fyrir NSTEMI (leiðrétt HR=1,10.p<0,01) og 12% fyrir STEMI (leiðrétt HR=1,12.p<0,01). Ályktanir: Nýgengi NSTEMI var hærra en STEMI á Íslandi árið 2006. Konur höfðu verri langtímahorfur en karlar sem skýrist af hærri meðal- aldri kvenna. Langtímalifun eftir bráða kransæðastíflu skýrist mest af aldri, eldri sjúklingum vegnar verst. Langtímalifun NSTEMI-sjúklinga var verri en lifun STEMI-sjúklinga, þrátt fyrir aldursleiðréttingu. E 23 Brjóstverkir sem ekki eru vegna kransæðasjúkdóma: Athugun á algengi, líðan, umfangi og kostnað við greiningu Erla Svansdóttir1, Hróbjartur Karlsson2, Björg Sigurðardóttir3, Karl Andersen3, Elísabet Benedikz4 1Gæða- og sýkingarvarnadeild, Landspitali, 2Hjartalæknisfræði, Dunedin Hospital, 3Hjartagátt, Landspitali, 4Gæða- og sýkingavarnadeild, Landspitali erlasvan@lsh.is Inngangur: Fjöldi fólks leitar árlega í bráðaþjónustu vegna brjóstverkja, en hjá hluta þeirra finnst ekki kransæðatengd orsök fyrir verknum. Orsakir slíkra óskilgreindra brjóstverkja geta falist í stoðkerfisvanda, bakflæði, gollurhúsbólgum, eða sálfræðilegum þáttum, eins og heilsu- kvíða, streitu og síþreytu. Þegar ekki finnst kransæðatengd orsök fyrir brjóstverk við skoðun í bráðaþjónustu eru einstaklingar oft sendir heim aftur án frekara inngrips eða meðferðar. Lítið er vitað um fjölda sjúk- linga með óskilgreinda brjóstverki á Íslandi, né umfang greiningarvinnu vegna þeirra. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur eru sjúklingar á aldrinum 18-65 ára sem leita á Hjartagátt vegna brjóstverkja eða óþæginda fyrir brjósti. Mælingar samanstanda af: a) sjálfsmati á andlegri líðan, streitu, og lík- amlegum einkennum; b) sjúkragögnum um meðferð; c) upplýsingum um notkun á lyfja- og læknisþjónustu; og d) áætlaðan meðferðarkostnað. Niðurstöður: Samkvæmt skráningu komu N=819 sjúklingar á aldrinu 18-65 ára á Hjartagátt vegna brjóstverkja á tímabilinu frá október 2015 til maí 2016, og fengu 58% þeirra (n=476) greiningu á óskilgreindum brjóstverk. Athuganir meðal fyrstu n=208 þátttakendanna í rannsókn- inni (meðalaldur 51.5 ár, 44% konur (n=91)) sýna að 59% (n=122) fengu greiningu á óskilgreindum brjóstverk. Alls voru 32% þeirra (n=39) sendir í áreynslupróf, 44% (n=54) sendir í röntgenmyndatöku á lung- um, 8% hjartaómaðir (n=10) og 7% undirgengust hjartaþræðingu (n=8). Vísbendingar voru jafnframt um talsverða andlega og líkamlega vanlíð- an meðal þessa sjúklingahóps. Ályktanir: Óskilgreindir brjóstverkir eru algengir meðal hlutfallslega ungra sjúklinga á Hjartagátt, og virðast tengdir við beitingu fjölda greiningarúrræða. Kostnaður við greiningu og meðhöndlun þessa hóps

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.