Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Síða 14

Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Síða 14
X V I I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í F Y L G I R I T 9 1 14 LÆKNAblaðið/Fylgirit 91 2017/103 starfsemi æðaþels við áhættuþætti voru einnig takmörkuð. Niðurstaðan gæti stafað af því að núgildandi reiknuð áhætta og skert æðaþelsstarf- semi byggi á ólíkum meinalífeðlisfræðilegum þáttum og EndoPAT- mælingar veiti því viðbótar upplýsingar. Frekari rannsókna er þörf svo komast megi að þýðingu og nothæfni EndoPAT-niðurstaðna. E 21 Bráður nýrnaskaði eftir kransæðaþræðingar á Íslandi Daði Helgason1, Þórir E. Long1, Sólveig Helgadóttir2, Runólfur Pálsson3, Tómas Guðbjartsson4, Gísli H. Sigurðsson2, Ólafur S. Indriðason3, Ingibjörg J. Guðmundsdóttir5, Martin I. Sigurðsson6 1Læknadeild, Háskóli Íslands, 2Svæfinga- og gjörgæsludeild, Landspítali, 3Nýrnalækningaein- ing, Landspítali, 4Skurðlækningasvið, Landspítali, 5Hjartalækningaeining, Landspítali, 6Depart- ment of Anesthesiology, Duke University Hospital dadihelga@gmail.com Inngangur: Bráður nýrnaskaði (BNS) er þekktur fylgikvilli kransæða- þræðinga og tengist skuggaefnisgjöf en fleiri áhættuþættir hafa áhrif. Við könnuðum tíðni og áhættuþætti BNS eftir kransæðaþræðingar á Íslandi. Efniviður og aðferðir: Þetta var afturskyggn rannsókn á öllum sjúklingum sem gengust undir kransæðaþræðingu, með og án víkkunar á Landspítala 2008-2015. Gögn fengust úr Swedeheart/SCAAR-gagnagrunni, tölvukerf- um Landspítala og upplýsingar um lyf úr lyfjagagnagrunni Embættis landlæknis. BNS var skilgreindur út frá breytingum í serum kreatíníni (SKr) samkvæmt KDIGO-skilmerkjum og áhættuþættir BNS metnir með fjölbreytugreiningu. Niðurstöður: Framkvæmdar voru 13.983 kransæðaþræðingar á 10.891 sjúklingum á tímabilinu. Grunngildi SKr fannst í 13.606 tilvikum er voru notuð við úrvinnslu. BNS greindist í 281 þeirra (2,1%); 218 (1,6%), 33 (0,2%) og 30 (0,2%) á KDIGO-stigum 1, 2 og 3. Tíðni BNS breyttist ekki marktækt á tímabilinu (p=0,31). Marktækir forspárþættir BNS reyndust m.a. vera hærri aldur (áhættuhlutfall (ÁH) 1,02 per ár, 95% öryggisbil (ÖB):1,00-1,04), Elixhauser-sjúkdómsþyngdarskali >0 (ÁH 1,56, 95%- ÖB:1,08-2,23), r-GSH <30 ml/mín./1,73 m2 (ÁH 4,50, 95%-ÖB:2,37-8,26), blóðleysi (ÁH 2,10, 95%-ÖB:1,49-2,96), HBK >10x109/l (ÁH 2,26, 95%- ÖB:1,56-3,26), blóðsykur >7,7 mmól/l (ÁH 2,18, 95%-ÖB:1,49-3,19), blóðn- atríum <135 mmól/l (ÁH 2,03, 95%-ÖB:1,24-3,24), trópónín-T hækkun fyrir þræðingu (ÁH 3,92, 95%-ÖB:2,51-6,28), brátt hjartadrep með ST-hækkun (ÁH 1,77, 95%-ÖB:1,16-2,70), notkun ósæðardælu (ÁH 6,37, 95%-ÖB:3,42- 11,71), skuggaefnismagn (ÁH 1,02 per 10 ml, 95%-ÖB:1,00-1,04) og dreifð- ur kransæðasjúkdómur (ÁH 1,68, 95%-ÖB:1,19-2,40). Ályktanir: Tíðni BNS eftir kransæðaþræðingar var lág samanborið við erlendar rannsóknir og hélst svipuð á tímabilinu. Auk hefðbundinna áhættuþátta, s.s. sjúkdómsbyrðar, skertrar nýrnastarfsemi, magns skuggaefnis og blóðþurrðar í hjarta, voru einnig blóðnatríumlækkun, blóðleysi og aukinn fjöldi hvítra blóðkorna sjálfstæðir áhættuþættir fyrir BNS. E 22 Langtímahorfur sjúklinga með bráða kransæðastíflu á Íslandi Einar L. Snorrason1, Thor Aspelund2, Vilmundur Guðnason2, Karl Andersen2 1Læknadeild, Háskóli íslands, 2Heilbrigðisvísindasvið, Hjartavernd els21@hi.is Inngangur: Þrátt fyrir lækkað nýgengi blóðþurrðar hjartasjúkdóma hefur hlutfall hjartadreps án ST-hækkana (NSTEMI) aukist milli ára. Langtímalifun NSTEMI og STEMI sjúklinga hefur ekki verið rannsakað á Íslandi. Markmið þessarrar rannsóknar er að bera saman 5 ára lifun einstaklinga greinda með STEMI eða NSTEMI og kanna áhrif áhættuþátta á lifun. Efniviður og aðferðir: Árið 2006 greindust 447 einstaklingar með bráða kransæðastíflu, þar af 280 með NSTEMI (I21.4) og 167 með STEMI (I21, I21.9(410)). Upplýsingar um áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma og greiningar voru fengnar úr Sögukerfi Landspítalans. Endapunktur rann- sóknarinnar var andlát af hvaða orsök sem er. Samsettur endapunktur var endurinnlögn vegna hjartadreps, hvikullar hjartaangar eða hjartabilunar. Í fjölþáttagreiningu var leiðrétt fyrir aldri, kyn, reykingarsögu, sykursýki, háþrýsting, fjölskyldusögu og blóðfituröskun. Niðurstöður: Nýgengi NSTEMI árið 2006 var 91,3 á hverja 100.000 íbúa. Nýgengi STEMI árið 2006 var 55,9 á hverja 100.000 íbúa. Meðalaldur NSTEMI var 69,9 ára meðal karla og 78,3 ára hjá konum (p<0,01). Meðalaldur STEMI var 63,1 ára hjá körlum og 70,4 ára hjá konum (p<0,01). Að 5 árum liðnum voru 51,4% NSTEMI-sjúklinga á lífi og 76,6% STEMI sjúklinga á lífi (logrank: p<0,01). Aukning um hvert aldursár jók dánar- tíðni á tímabilinu um 10% fyrir NSTEMI (leiðrétt HR=1,10.p<0,01) og 12% fyrir STEMI (leiðrétt HR=1,12.p<0,01). Ályktanir: Nýgengi NSTEMI var hærra en STEMI á Íslandi árið 2006. Konur höfðu verri langtímahorfur en karlar sem skýrist af hærri meðal- aldri kvenna. Langtímalifun eftir bráða kransæðastíflu skýrist mest af aldri, eldri sjúklingum vegnar verst. Langtímalifun NSTEMI-sjúklinga var verri en lifun STEMI-sjúklinga, þrátt fyrir aldursleiðréttingu. E 23 Brjóstverkir sem ekki eru vegna kransæðasjúkdóma: Athugun á algengi, líðan, umfangi og kostnað við greiningu Erla Svansdóttir1, Hróbjartur Karlsson2, Björg Sigurðardóttir3, Karl Andersen3, Elísabet Benedikz4 1Gæða- og sýkingarvarnadeild, Landspitali, 2Hjartalæknisfræði, Dunedin Hospital, 3Hjartagátt, Landspitali, 4Gæða- og sýkingavarnadeild, Landspitali erlasvan@lsh.is Inngangur: Fjöldi fólks leitar árlega í bráðaþjónustu vegna brjóstverkja, en hjá hluta þeirra finnst ekki kransæðatengd orsök fyrir verknum. Orsakir slíkra óskilgreindra brjóstverkja geta falist í stoðkerfisvanda, bakflæði, gollurhúsbólgum, eða sálfræðilegum þáttum, eins og heilsu- kvíða, streitu og síþreytu. Þegar ekki finnst kransæðatengd orsök fyrir brjóstverk við skoðun í bráðaþjónustu eru einstaklingar oft sendir heim aftur án frekara inngrips eða meðferðar. Lítið er vitað um fjölda sjúk- linga með óskilgreinda brjóstverki á Íslandi, né umfang greiningarvinnu vegna þeirra. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur eru sjúklingar á aldrinum 18-65 ára sem leita á Hjartagátt vegna brjóstverkja eða óþæginda fyrir brjósti. Mælingar samanstanda af: a) sjálfsmati á andlegri líðan, streitu, og lík- amlegum einkennum; b) sjúkragögnum um meðferð; c) upplýsingum um notkun á lyfja- og læknisþjónustu; og d) áætlaðan meðferðarkostnað. Niðurstöður: Samkvæmt skráningu komu N=819 sjúklingar á aldrinu 18-65 ára á Hjartagátt vegna brjóstverkja á tímabilinu frá október 2015 til maí 2016, og fengu 58% þeirra (n=476) greiningu á óskilgreindum brjóstverk. Athuganir meðal fyrstu n=208 þátttakendanna í rannsókn- inni (meðalaldur 51.5 ár, 44% konur (n=91)) sýna að 59% (n=122) fengu greiningu á óskilgreindum brjóstverk. Alls voru 32% þeirra (n=39) sendir í áreynslupróf, 44% (n=54) sendir í röntgenmyndatöku á lung- um, 8% hjartaómaðir (n=10) og 7% undirgengust hjartaþræðingu (n=8). Vísbendingar voru jafnframt um talsverða andlega og líkamlega vanlíð- an meðal þessa sjúklingahóps. Ályktanir: Óskilgreindir brjóstverkir eru algengir meðal hlutfallslega ungra sjúklinga á Hjartagátt, og virðast tengdir við beitingu fjölda greiningarúrræða. Kostnaður við greiningu og meðhöndlun þessa hóps
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.