Íslensk bókatíðindi - 01.12.1993, Qupperneq 3

Íslensk bókatíðindi - 01.12.1993, Qupperneq 3
— — Efnisyfirlit Þegar ritið íslensk bókatíöindi berst heimilum landsins á þessu ári hafa þau þegar fengið jólagjöf útgefenda 1993: Óbreytt verð á jólabókum. Að öllu óbreyttu hefði bókaverð átt að hækka um 14-20 % frá síðasta ári bæði vegna tveggja gengisfellinga á tímabilinu og ekki síst 14% virðisaukaskatts sem lagður var á bækur á miðju ári. Þessa hækkun axla nú höfundar, útgefendur og aðrir aðstandendur bókanna í því augnamiði að bókin geti áfram verið sem hingað til í huga íslendinga - besta jólagjöfin, - og hagstæðari í verði en önnur gjafavara á jóla- markaði. Til að mæta tekjuskerðingu sem þessu fylgir hafa bóka- útgefendur eftir megni reynt að draga úr kostnaði og auka hagræöingu í starfsemi sinni. Auðvelt er það ekki eða úr mörgu að velja við núverandi aðstæöur. Um einn kostnaðar- lið hafa útgefendur þó val, auglýsingarnar og gerð þeirra. Allir helstu bókaútgefendur landsins hafa ákveðið að halda bókaverðinu óbreyttu en sleppa í staðinn auglýsingum á ein- stökum bókum í Ijósvakamiðlum fyrir þessi jól. Sameiginlega verður þó minnt á tilvist og mikilvægi bókarinnar í sjónvarpi og útvarpi en aö fregnum um einstakar bækur verður sem áður hægt að ganga í prentmiðlum og þá ekki síst þessum, íslenskum bókatíöindum 1993, sem kappkosta að flytja sem gleggstar upplýsingar um bækur, höfunda þeirra, innihald og verö. Háþróuð bókmenning var lengi talin einkenni íslensks þjóðlífs. Nú er að henni sótt, annarsvegar meö beinum efna- hagsaðgerðum stjórnvalda sem veikja undirstöður hennar, hinsvegar af margvíslegum áhrifum breyttra lífshátta og tækninýjunga. Þau áhrif hafa þegar valdið því að á örfáum árum hefur stórkostlega dregið úr bóklestri barna og unglinga eða um 40% milli áranna 1985 og 1991. Þarf vart að fjölyrða hver áhrif slík þróun kann aö hafa á málþroska, skilning, tjáningarmátt og almenna þekkingu æskufólks. í Ijósi þessara staðreynda kann að þykja mótsagnakennt að fækka bókaauglýsingum í að margra áliti sterkasta miölinum, sjón- varpi. En kostnaður við þær auglýsingar hefur numið tugum milljóna króna undanfarin ár og þeim fjármunum teija út- gefendur að þessu sinni betur varið beint til að lækka verö bókanna, styrkja stöðu þeirra á markaðnum og stuðla þannig að aukinni dreifingu meðal almennings og ekki síst æsku landsins. Það framlag til eflingar stöðu bókmennta í sam- félaginu gæti enda reynst ekki ómerkari auglýsing en mörg önnur. Jólin nálgast. ( vitund flestra íslendinga eru jól og bók nánast óaðskiljanlegir hlutir. Eftir helgihald kristninnar, veislumatinn við jólaborðið, gleðistund barnanna yfir gjöfun- um og leikina hlakka menn til aö setjast hver með sína bók, glugga í, lesa, sökkva sér, gleyma sér... Er nokkuð sér- íslenskara við okkar jólahald en einmitt þetta? í von um að bókin skipi áfram sinn sess á íslenskum heimilum um jól og árið um kring fá lesendur jólakveðju f.h. Félags íslenskra bókaútgefenda Vilborg Harðardóttir íslenskar barna- og unglingabœkur....4 Þýddar barna- og unglingabœkur...14 íslensk skáldverk..........26 Þýdd skáldverk.............38 Ljóð.......................54 Bœkur almenns efnis..............60 Ævisögur og endurminningar.............84 Handbœkur..................92 Matreiðslubœkur............98 Höfundaskrá...............102 Útgefendur...............106 Útgefandi: Félag íslenskra bókaútgefenda Suðurlandsbraut 4A, 108 Reykjavík, sími: 38020, fax: 678668 Hönnun kápu: Guðbjörg Gissurardóttir, nemi í grafískri hönnun, MHÍ Ábm.: Vilborg Harðardóttir Upplag: 100.000 Prentvinnsla: Samútgáfan Korpus hf. Prentun: Prentsmiðjan Oddi hf. Sérútgáfa af Fréttabréfi Félags íslenskra bókaútgefenda 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Íslensk bókatíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslensk bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1846

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.