Íslensk bókatíðindi - 01.12.1993, Page 9
Islenskar barna- og unglingabœkur
110 blaðsíður.
Mál og menning.
ISBN 9979-3-0584-3
Verð: 1.390 kr.
KOMDU
AÐ
KYSSA
GUNNHILDUR HRÓLFSDÓTTIR
KOMDU AÐ KYSSA
Gunnhildur Hrólfsdóttir
Eins og öðrum 13 ára stelp-
um finnst Elínu og vinkonum
hennar strákar áhugaverðir.
En hvað gerist þegar stelpur
og strákar fara að skjóta sig
hvert í öðru? Sumir eru farn-
ir að smakka það en hvar fá
krakkarnir vínið? Aukavinna
stelpnanna leiðir þær óafvit-
andi út á hálar brautir.
Spennandi, íslensk saga
fyrir 10-12 ára stelpur.
120 blaðsíður.
ísafold.
ISBN 9979-809-64-7
Verð: 1.690 kr.
LEIKSYSTllR
AYATATATATATA
leiksystur og
labbakútar
Helga Möller
Þetta er önnur bók Helgu en
í fyrra kom út eftir hana
barnabókin Puntrófur og
pottormar og hlaut sú bók
mjög góðar viðtökur lesenda
og gagnrýnenda. Þetta er
saga um káta og uppátekta-
sama krakka í Fjörugötunni.
Þau lenda í ýmsum ævintýr-
um bæði í leikjum sínum og (
skólanum en eiga jafnframt
við ýmis vandamál að etja
sem þau leysa oftast með
því að grípa til sinna ráða.
Búi Kristjánsson mynd-
skreytti bókina.
108 blaðsiður.
Fróði h.f.
ISBN 9979-802-65-0
Verð: 1.290 kr.
LITLU GREYIN
Guðrún Helgadóttlr
Óhætt er að segja að óvænt-
ir atburðir eigi sér stað þegar
Trausti fer ( sumarbústað
upp í sveit með mömmu og
systrum sínum tveim. Það er
ekki aldeilis rólegheitunum
fyrir að fara eins og til var
ætlast. Amma kemur í heim-
sókn - og týnist! Enginn veit
hver dularfulli draugurinn
hans Trausta er. Og hvað
með pabba, skyldi hann
koma til þeirra aftur? Engum
tekst að gera veruleikann
sögulegan á jafnkíminn en
þó nærfærinn hátt og Guð-
rúnu Helgadóttur. Gunnar
Karlsson myndskreytir sög-
una.
Iðunn.
ISBN 9979-1-0232-2
Verð: 1.590 kr.
LÆRUM AÐ LESA
Árni Árnason,
Anna Cynthia Leplar
Lestrarbók fyrir byrjendur,
ætluð öllum þeim sem vilja
aðstoða börn við að læra
stafina og ná tökum á lestri.
Um leið er þetta skemmtileg
myndabók sem eflir athyglis-
gáfu og máltilfinningu barna
og bryddar upp á fjölbreyti-
legum umræðuefnum.
72 blaðsíður.
Mál og menning.
ISBN 9979-3-0488-X
Verð: 1.490 kr.
Marlkús
Arelíus
MARKÚS ÁRELÍUS
FLYTUR SUÐUR
Helgl Guðmundsson
Þriðja og sfðasta sagan um
köttinn seinheppna. Kjarkur-
inn hefur vaxið svo hann tek-
ur óhöppum með stillingu en
er nóg boðið þegar eyra tap-
ast, rófan lendir milli stafs og
huröar og lögreglan hundelt-
ir hann. Það er líka erfitt fyrir
roskinn kött að skipta um
umhverfi og þola þær miklu
breytingar sem fylgja ( kjöl-
farið. Ólafur Pétursson
skreytti bókina fjörlegum
myndum.
114 blaðsíður.
Mál og menning.
ISBN 9979-3-0539-8
Verð: 980 kr.
REBBASTRÁKAR
Slgrfður T. Óskarsdóttir
Myndskreytlng: Þorfinnur
Slgurgeirsson
Yndisleg dýrasaga og nátt-
úrulýsing með listrænni
myndskreytingu eftir kunnan
listamann. Hér erum við
stödd í fjallshlíö úti í sveit þar
sem refahjón eignast þrjá
litla rebbastráka og búa þau
undir stórum steini. Það er
skemmtilegt að vera til og er
hér lýst hvernig rebbastrák-
arnir kátu hlaupa og hring-
snúast um skottið á sér
þangað til þeir finna silfur-
skál og hún leiðir þá á fund
mannanna.
14 blaðsíður.
FJölvl.
ISBN 9979-58-244-8
Verð: 780 kr.
9