Íslensk bókatíðindi - 01.12.1993, Blaðsíða 26
Islensk skáldverk
; Jónas 7V
Arnason ÆX
landinu
bláa
Á LANDINU BLÁA
Jónas Árnason
Fáir íslenskir höfundar hafa
notið meiri vinsælda en
Jónas Árnason. í tilefni af
sjötugsafmæli Jónasar kem-
ur nú út úrval af smásögum
og þáttum hans. Honum hef-
ur tekist að draga upp svip-
myndir sem seint gleymast.
Hlý kímni hans er grátbros-
leg, oftar í ætt við gáska og
kæti en kaldhæðni. í þessari
bók er að finna marga bestu
þætti Jónasar Árnasonar.
Hér er á ferðinni bók sem
margir munu fagna. Ólafur
Haukur Árnason bjó bókina
til prentunar og ritar formála
um höfundinn og skáldskap
hans.
290 blaðsíður.
Hörpuútgáfan.
ISBN 9979-50-045-X
Verð: 3.420 kr.
ÁSTIN FISKANNA
Steinunn Sigurðardóttir
„í hádeginu daginn eftir sá
ég hann á Laugavegi með
konunni sinni. Hún var kom-
in langt á leið og Ijómaði eins
og óléttar konur gera einar.
Við hliðina á henni var mað-
urinn sem reyndi allt hvað af
tók að komast inn til mín fyrir
átta tímum. Ég veifaði hon-
um glaðlega. Hann veifaði á
móti, ekki glaðlega. Ég heils-
aði konunni ekki, því ég er
ekki málkunnug henni.“
Ástin fiskanna eftir Stein-
unni Sigurðardóttur er fáguð
og hárbeitt ástarsaga sem
vekja mun mikla athygli.
107 blaðsíður.
Iðunn.
ISBN 9979-1-0227-6
Verð: 2.280 kr.
BARNIÐ MITT- BARNIÐ
lllugi Jökulsson
Heimurinn í hnotskurn, að
vísu ekki allur, heldur eink-
um sá hluti hans sem býr við
ófrið, fátækt, hungur, meng-
un, grimmd, andlegan fárán-
leik. Öllu þessu þjappar höf-
undurinn saman á íslandi - á
svæði frá Reykjavík austur
að Vík í Mýrdal. Og á þetta
horfa skilningsvana og í
vandræðalegu úrræðaleysi
þeir sem vilja leggja eitthvað
af mörkum til að draga úr
þessu hryggilega ástandi.
Efnið er risavaxið og með
ólíkindum að höfundi skuli
takast að koma því fyrir í
þessari stuttu en mjög á-
hrifamiklu skáldsögu. Höf-
undurinn er landskunnur
sem rithöfundur, blaðamað-
ur og útvarpsmaður. Eftir
hann liggja allmargar bækur,
m.a. tvær barnabækur,
Ijóðabókin Hjartabióð og
hörpustrengir og skáldsagan
Fógetavald.
140 blaðsíður.
Almenna bókafélagið hf.
ISBN 9979-4-0135-4
Verð: 2.680 kr.
BORG
Ragna Sigurðardóttir
Skáldsaga eftir unga mynd-
listarkonu og Ijóðskáld og
ber báðum hugðarefnum
hennar vitni: Sterkar myndir
einkenna þessa sögu sem
fjallar um fólk í borg sem
gæti verið Reykjavík, en líka
einhver önnur borg, gæti
gerst núna, en líka síðar, og
gerist þó alltaf - því þegar
allt kemur til alls er þetta á-
hrifamikil ástarsaga.
Borg
Ragna Sigurðardóttir
180 blaðsíður.
Mál og menning.
ISBN 9979-3-0594-0
Verð: 2.680 kr.
BROTABROT
Steinar Sigurjónsson
Safn sagna og sögubrota,
það síðasta sem Steinar bjó
til prentunar fyrir andlát sitt.
Hér má sjá hvernig Steinar
hverfur aftur til sömu við-
fangsefna í sífelldri viðleitni
til að fága efnistök, stíl og
form sagna sinna. Hér birtist
snilld Steinars sem ekki var
aðeins formbyltingarmaður,
26