Íslensk bókatíðindi - 01.12.1993, Side 31
Islensk skáldverk
HENGIFLUGIÐ
Birgir Sigurðsson
Hengiflugið er í senn heit
ástarsaga og óvægin sam-
tímasaga, borin uppi af miklu
innsæi og ósviknum skap-
hita. Ungur maður og illa
kominn vaknar til sterkrar
lífsástar eftir þjáningar og
sjálfsblekkingar sem ógna
bæði hans eigin tilvist og
þeirra sem næst honum
standa. Hér er spurt um
sannleika og lygi, leitað
svara í leyndum afkimum
mannssálarinnar og lífsupp-
gjöfinni sagt stríð á hendur.
323 blaðsíður.
Forlagið.
ISBN 9979-53-214-9
Verð: 2.980 kr.
HJARTASALT
Guðlaugur Arason
bessi bók er sjálfstætt fram-
hald sögunnar vinsælu
Pelastikk. Hér er lýst ferm-
ingarsumri Loga þegar hann
fer á sumarvertíð með Hrís-
eyjarbát. Hann er umvafinn
spennandi félögum, jafnt á
sjó sem á landi, og glímir við
kynþroskann, ástina, veiði-
eðlið og karlmennskuna og
framtíðina. Sagan er sögð af
mikilli tilfinningu fyrir efninu
og er bæði spennandi og
heillandi í einfaldleik sínum.
150 blaðsíður.
Mál og menning.
ISBN 9979-3-0573-8
Verð: 2.380 kr.
HVATT AÐ RÚNUM
Álfrún Gunnlaugsdóttir
Álfrún Gunnlaugsdóttir er
einn virtasti höfundur okkar
og hver ný skáldsaga eftir
hana er bókmenntaviðburð-
ur. í þessari glæsilegu og
margslungnu skáldsögu vef-
ur hún saman af listfengi
þrjár sögur frá þremur ólík-
um tímaskeiðum sem tengj-
ast með óvæntum hætti.
336 blaðsíður.
Mál og menning.
ISBN 9979-3-0572-X
Verð: 2.980 kr.
wmmmmmmmmmmmmmmmmmi
ÍSLANDSKLUKKAN
Halldór Laxness
Ný útgáfa af íslandsklukk-
unni. Hún er meðal helstu
snilldarverka Halldórs Lax-
ness og hefur verið ein vin-
sælasta skáldsaga íslensku
þjóðarinnar um árabil. /s-
landsklukkan er stórbrotin
listræn túlkun á einhverju
myrkasta skeiði f sögu ís-
lendinga, 17. og 18. öld.
Annars vegar er hér á ferð
baráttusaga Jóns Hregg-
viðssonar í leit að sjálfstæð'i
og réttlæti, hins vegar ör-
lagaþrungin ástarsaga Snæ-
fríðar íslandssólar og Arnas-
ar Arnæusar. Saman tvinn-
ast þessir þræðir á áhrifa-
mikinn hátt.
457 blaðsíður.
Vaka-Helgafell.
ISBN 9979-2-0047-2
Verð: 3.980 kr.
wtmmmmmmmmtmBmmmmmmak
KVENNAGALDUR
Björgúlfur Ólafsson
Höfundur þessarar Reykja-
víkursögu er 31 árs að aldri
og hefur áður sent frá sér
tvær skáldsögur, unglinga-
bókina Hversdagsskó og
skýjaborgir, 1989og Síðustu
sakamálasöguna, 1990.
Báðar þær bækur hlutu lof-
samlega dóma.
Kvennagaldurer skemmti-
saga. Hún segir frá nokkrum
skólasystkinum úr mennta-
skóla, fólki á besta aldri og
flestum á uppleið í borgarlíf-
inu - eða svo virðist við
fyrstu sýn. Aðalpersónan
Kjartan er þjóðkunnur, ein-
hleypur og umtalaður, hefur
komið víða við í fjölmiðla-
heiminum og er auk þess
mikið kvennagull og nýtur
kvenhylli sinnar í ríkum mæli.
í samkvæmi hjá tveimur
bekkjarsystkinanna tekur at-
burðarásin í ástamálum
Kjartans þó óvænta stefnu
svo að bæði hann og aðrir
ruglast í ríminu. Og niður-
staðan verður óvænt svo að
ekki sé meira sagt.
Bekkjarsystkini Kjartans
koma hér einnig mikið við
sögu, bráðlifandi persónur,
dæmigert nútímafólk.
215 blaðsíður.
Almenna bókafélagið hf.
ISBN 9979-4-0122-2
Verð: 2.390 kr.
| I.JÓSIN BI.AKTA
HANNES
SIGFÚSSON
LJÓSIN BLAKTA
Hannes Sigfússon
Skáldsaga um gamalt fólk: Á
snjallan og áhrifaríkan hátt
segir höfundur frá draumum
persóna sinna og minning-
um, samskiptum þeirra og
lífsbaráttu fyrr og nú. Saga
sem snertir alla sem láta sig
einhverju varða afdrif og ör-
31