Íslensk bókatíðindi - 01.12.1993, Side 34
íslensk skáldverk
PARADÍSARHEIMT
Halldór Laxness
Ný útgáfa af Paradísarheimt.
Á ytra borðinu fjallar sagan
um líf og örlög fátæks og um-
komulítils fólks úr íslenskri
sveit en þegar betur er að
gáð kemur í Ijós þung undir-
alda í dýpri gerð sögunnar.
Paradísarheimt er marg-
slungið verk og síbreytilegt
að efni, stíl og máli; að uppi-
stöðu harmsaga en á yfir-
borðinu tindrar sagan af
kímni. Þetta er ein vinsælasta
skáldsaga Halldórs Laxness
og hefur verið kvikmynduð.
298 blaðsíður.
Vaka-Helgafell.
ISBN 9979-2-0042-1
Verð: 3.295 kr.
PATT
Kristján Jóhann Jónsson
Patter skáldsaga, ekki skák-
bók.
Patt heitir sú staða á skák-
borðinu þegar hvorugur
skákmannanna má hreyfa
mann. Öllu hefur verið leikið
í strand og hvorugur sigrar.
Skáldsagan Patt segir frá
valdabaráttu og valdi hins
illa. Hún segir líka frá ást,
samkeppni, afbrýðisemi og
hatri. í persónulegri refskák
þessarar skáldsögu er ekki
teflt til jafnteflis.
249 blaðsíður.
Lesmál s.f.
ISBN 9979-60-042-X
Verð: 2.680 kr.
ÓBREYTT
VEBÐÁ
JÓLA-
BÓKUM
Bókaútgefendiir
SAGAN AF
BRAUÐINU DÝRA
Halldór Laxness
Sagan af brauðinu dýra hef-
ur verið ófáanleg um langt
skeið en er nú endurútgefin.
Hún birtist fyrst í tveimur
köflum í Innansveitarkroniku
eftir Halldór Laxness en er
hér örlítið breytt frá hendi
skáldsins sem sjálfstæð
saga. Sagan lýsir lífsviðhorf-
um tveggja tíma, annars
vegar er kyrrstætt bænda-
samfélag fyrri alda, hins veg-
ar nútíminn. Sagan segir frá
Guðrúnu Jónsdóttur sem að-
hyllist fornar dyggðir og setur
þá meginreglu ofar öðru að
maður sé trúr sjálfum sér.
Sagan er meistaralega sögð
og á brýnt erindi við fólk á öll-
um tímum. Snorri Sveinn
Friðriksson listmálari gerði
myndir í bókina sem lýsa
einkar vel andblæ þessarar
sérstæðu sögu. Gjafabók í
hæsta gæðaflokki.
Vaka-Helgafell.
ISBN 9979-2-0152-5
Verð: 3.820 kr.
SALKA VALKA
Halldór Laxness
Salka Valka var fyrsta bók
Halldórs Laxness sem aflaði
honum frægðar utan íslands.
Hún hefur verið með vinsæl-
ustu bókum skáldsins, ekki
síst meðal yngri kynslóðar-
innar en hún hefur m.a. verið
færð upp sem leikrit hjá
Herranótt í Menntaskólanum
í Reykjavík. Þá hefur sagan
verið kvikmynduð. Salka
Valka hefur alla tíð höfðað
sterkt til þeirra sem hafa
kynnst henni á bók - ekki
síður en hún hefur sterk áhrif
á þá sem deila með henni ör-
lögum í sögunni. Salka
Valka er nú endurútgefin.
453 blaðsíður.
Vaka-Helgafell.
ISBN 9979-2-0061-8
Verð: 3.980 kr.
SJÁLFSTÆTT FÓLK
Halldór Laxness
Ný útgáfa þessa stórbrotna
skáldverks. Sjálfstætt fólk er
saga einyrkjans Bjarts í
Sumarhúsum og veitir ein-
stæða innsýn í líf íslensku
þjóðarinnar á fyrri hluta ald-
arinnar. Þegar sagan kom
fyrst út (1934-1935) var hún
glóandi innlegg í stjórnmála-
baráttu þess tíma en telst nú
til mestu dýrgripa í menning-
arsögu íslendinga.
526 blaðsíður.
Vaka-Helgafell.
ISBN 9979-2-0038-3
Verð: 3.980 kr.
SJÖSTAFAKVERIÐ
Halldór Laxness
Sjöstafakverið er smásagna-
safn sem fyrst kom út árið
1964 en er nú gefið út að
nýju. í kverinu eru sjö sögur
og hefur Halldór sjálfur látið
svo um mælt að þar sé ein
saga fyrir hvert æviskeið
mannsins. Hér má finna
sumar þekktustu smásögur
Halldórs, meðal annars
34
J