Íslensk bókatíðindi - 01.12.1993, Page 40
Þýdd skáldverk
„Helvítið á honum!“ Conny
spyrnti sér upp frá borðinu,
stakk hendinni undir jakkann
og sótti skammbyssuna úr
slíðri við mjóbakið.
Harry spratt líka á fætur
með byssuna í hendinni.
„Lögregla!“
361 blaðsíða.
Skjaldborg hf.
ISBN 9979-57-160-8
Verð: 1.995 kr.
DÝRGRIPIR
Danielle Steel
Þýðing: Skúli Jensson
Sara Whitfield er fædd í New
York og alin upp þar, falleg,
ung stúlka með góðar gáfur.
Þegar hjónabandi hennar og
bernskuvinar hennar lýkur
eftir eitt ár finnst henni það
ÓBREYTT
VERÐÁ
JÓLA-
BÓKUM
Bókaútgefendur
slík smán að hún dregur sig í
hlé. í einu af fjölda heimboða
hittir hún William hertoga af
Whitfield. Honum tekst að
vekja áhuga hennar og fær
hana til að hlæja á ný. í brúð-
kaupsferð þeirra um falleg
héruð Frakklands rekast þau
á draumahús sitt, gamlan,
sögulegan kastala sem þau
kaupa og byggja upp.
Eftir stríðið finnst William
illa farinn. Sara hjúkrar hon-
um svo að hann kemst til
heilsu á ný. Og í Frakklandi
byggja þau upp fjölskyldu
sína. Nú hefst stórkostlegur
og viðburðaríkur kafli í lífi
þeirra.
224 blaðsíður.
Setberg.
ISBN 9979-52-099-X
Verð: 1.980 kr.
ELDHÚS
Banana Yoshimoto
Þýðlng: Elísa Björg
Þorsteinsdóttir
Þetta er fyrsta skáldsaga
kornungrar japanskrar stúlku.
Bókin olli miklu fjaðrafoki í
Japan þegar hún kom út,
sópaði til sín þarlendum bók-
menntaverðlaunum og seld-
ist í milljónum eintaka. Bókin
er að koma út í Evrópu og
Bandaríkjunum um þessar
mundir og hefur vakið feiki-
lega athygli.
Bjartur.
ISBN 9979-9046-6-6
Verð: 2.480 kr.
ENDILÖNG NÓTTIN
Julio Cortazar
Þýðing: Jón Hallur
Stefánsson
Magnþrungnar sögur þessa
meistara koma nú í fyrsta
skipti fyrir sjónir íslenskra
lesenda. Julio Cortazar var
Argentínumaður en bjó
lengst af í París; hann var
ekki síst þekktur fyrir smá-
sögur sínar sem sameina
gjarnan óvenjunæman
mannskilning og skemmti-
lega tilfinningu fyrir því
óvænta.
Bjartur.
ISBN 9979-9046-7-4
Verð: 2.480 kr.
TINA
Ævisagun min: Tina Turner
fsamvinnuvlð KurtLoder
16 sfður með athygllsvcrðum myndum
ÉG, TINA
Tina Turner/ Kurt Loder
Þýðing: Ásgeir Tómasson
Hér segir „amma rokksins“,
Tina Turner, sjálf sögu sína.
Frá basli bernskunnar heima í
Nut Bush til frægðar í
Hollywood, frá Kings of Rythm
með Ike Turner og upp á
svið með Mick Jagger og
Rolling Stones, frá eymd til
hæstu tinda. Hér segir Tina
söguna eins og hún var og
dregur ekkert undan. í bók-
inni eru jafnframt 16 sérstak-
ar síður með myndum af ferli
Tinu Turner. - Kvikmynd
byggð á bókinni var sýnd í
Sambíóunum.
250 blaðsíður
auk myndasíðna.
Frjáls fjöimiðlun hf.
ISBN 9979-840-04-8
Verð: 1.485 kr.
FANTATAK
Jerzy Kosinski
Þýðing: Gísli Þór
Gunnarsson
„Hér er sögð eftirtektarverð
saga af töluverðri ósvífni en
óumdeilanlegri leikni þar
sem fléttað er saman lýrísk-
um tónlistarlýsingum og
groddalegu ofbeldi... Þýð-
andi er kjarnyrtur og skefur
ekki af lýsingum höfundar.
Hispurslausar kynlífslýsing-
ar ekki skornar við nögl og
orðbragðið ekki beint sunnu-
dagaskólalegt."
Þannig lýsti Jóhanna
Kristjónsdóttir bókinni í
gagnrýni sem birtist í Morg-
unblaðinu.
317 blaðsíður.
Trúbadorforlag.
Verð: 1.628 kr.
40