Íslensk bókatíðindi - 01.12.1993, Page 46

Íslensk bókatíðindi - 01.12.1993, Page 46
Þýdd skáldverk 1936 í Perú og er einn af virt- ustu höfundum suður-amer- ískra bókmennta. Hann bauð sig fram til forseta í kosningum í heimalandi sínu 1990 og tapaði naumlega fyrir andstæðingi sínum. „Sagan er sögð á meist- aralegan hátt, persónurnar eru Ijóslifandi og kraftmiklar. Vargas Llosa er einn skarp- greindasti rithöfundurinn sem fram hefur komið í lang- an tíma.“- Árni Blandon, DV 13. september 1993. 179 blaðsíður. Almenna bókafélagið hf. ISBN 9979-4-0096-X Verð: 2.958 kr. FANNIE FLAGG Höfundur mclsðlubólMilnrw STEIKTIR CRÆNIR TÓMATAR HVÍTT SKÍTAPAKK OG FLEKKÓTTUR SVERTINGI Fannie Flagg Þýðing: Jóhanna G. Erlingsson Fannie Flagg er óborganleg. Saga hennar Steiktir grænir tómatar gaf fögur fyrirheit sem ekki bregðast í þessari frásögn hennar af Daisy Fay Harper, kraftaverkamannin- um og öðru litskrúðugu fólki. Enn leiðir hún okkur um nýja stigu og veitir okkur innsýn í líf Suðurríkjabúa sem al- menningur hefur litlar spurn- ir af, sýnir okkur afkima utan alfaraleiðar þar sem mannlíf- ið ólgar við erfið skilyrði, seg- ir okkur frá hvítu skítapakki, svörtum svertingjum og ein- um flekkóttum, fólki sem muna má sinn fífil fegri og heldur dauðahaldi í fyrri reisn. Leiftrandi frásagnarhæfi- leiki, frábær tök á söguefn- inu, hugkvæmni, ásamt ein- stakri kímnigáfu, hafa skipað Fannie Flagg á bekk meðal fremstu höfunda Bandaríkj- anna. 262 blaðsíður. Skjaldborg hf. ISBN 9979-57-170-5 Verð: 2.495 kr. í FAÐMI LJÓSSINS Betty J. Eadie Þýðing: Sigurður Hreiðar Betty Eadie dó á sjúkrahúsi eftir uppskurð, aðeins 31 árs að aldri. Fjórum stundum síðar vaknaði hún aftur til lífsins, og mundi þá í smáat- riðum það sem fyrir hana hafði borið í dánarheimum. Það sem fyrir hana bar með- an hún var dáin hefur verið kallað „áhrifamesta dauða- reynslan fyrr og síðar.“ - Hún vaknaði til þessa lífs á ný með boðskap til að deila með öðrum - boðskap sem gefið hefur fjölda fólks bjart- ari von og endurnýjaðan lífs- vilja. Frjáls fjölmiðlun hf. ISBN 9979-840-07-2 Verð: 1.990 kr. í FANNAKLÓM Desmond Bagley Þýðing: Torfi Ólafsson Það hefur orðið slys í námu- héraði í Nýja-Sjálandi. Snjó- flóð hefur fallið og orðið fjölda manna að bana, auk þess sem það hefur lagt námubæinn í eyði. Vitni koma fram hvert af öðru og varpa Ijósi á málið. Spennan eykst og hið óvænta kemur svo í Ijós í sögulok. Það er álit margra að í þessari ó- venju spennandi skáldsögu nái frásagnarsnilld hins geysivinsæla höfundar há- marki. 290 blaðsíður. Suðri. ISBN 9979-9051-9-0 Verð: 1.980 kr. I FELULEIK UM VÍÐAN VÖLL Mary Higgins Clark Þýðing: Jón Daníelsson Laurie Kenyon, tuttugu og eins árs háskólanemi er á- kærð fyrir moröið á Allan Grant, prófessor og kennara hennarvið háskólann. Þegar hann finnst stunginn til bana eru fingraför hennar alls staðar, á hurðinni, á glugga- tjöldunum og á... hnífnum. Þegar Laurie var fjögurra ára var henni rænt og haldið í gíslingu í tvö ár. Afleiðing þess kemur fram í allri hegð- un hennar og verður til þess að hún veit ekki lengur hvort hún hefurframið morðið eða ekki... en það er vakað yfir hverju skrefi hennar án þess að hún viti... 255 blaðsíður. Skjaldborg hf. ISBN 9979-57-163-2 Verð: 1.995 kr. í SKOTLÍNU Max Allan Collins Þýðing: Pétur Halldórs- son/Ragnar Hauksson /Sigurður Hreiðar Frank Horrigan var lífvörður Kennedys forseta en mistókst að bjarga lífi hans með sínu þegar forsetinn var veginn í Dallas. Þrjátíu árum seinna fær hann annað tæki- færi til að kasta sér í skotlín- una þegar öðrum forseta er veitt banatilræði. Þetta er ó- venju góð og spennandi kvikmyndasaga eftir sam- nefndri kvikmynd sem sýnd var í Stjörnubíói. 46
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Íslensk bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslensk bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1846

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.