Íslensk bókatíðindi - 01.12.1993, Page 52
Þýdd skáldverk
—
þekkt hér á landi fyrir sögur
sínar.
176 blaðsíður.
Skuggsjá.
ISBN 9979-829-06-0/-07-9
/-08-7
Verö: 787 kr. hver bók.
UPP Á LÍF OG DAUÐA
Alistair MacLean
/Alastair MacNeill
Hörkuspennandi og mögnuð
saga um örvæntingarfullt
kapphlaup liðsmanna árás-
arsveitar UNACO við hryðjú-
verkamenn úr röðum IRA.
244 blaðsíður.
ISBN 9979-1-0195-4
Iðunn.
Verð: 1.980 kr.
VEGABRÉF
TIL PALESTÍNU
Eftir nóbelsskáldið
Isaac Bashevis Singer
Þýðing: Hjörtur Pálsson
Davíð Bendinger er staddur í
Varsjá árið 1922 - allslaus
unglingur sem er nýkominn
þangað og getur ekki hugs-
að sér að feta í fótspor for-
feðra sinna, gyðinganna, en
dreymir um að verða rithöf-
undur. Hann á hvergi höfði
sínu að halla. Aldrei veit
hann hvað morgundagurinn
ber í skauti sínu en hrekkvísi
örlaganna lætur ekki að sér
hæða og fyrr en varir sogast
hann inn í hringiðu atburða
sem hann virðist einatt hafa
lítið vald á sjálfur. Ástin er að
vakna og Davíð er í þingum
við fleiri en eina og fleiri en
tvær konur samtímis og
kvænist og skilur meðan
hann bíður eftir vegabréfi til
Palestínu.
Söguna sem nú kemur í
fyrsta sinn út í bókarformi
víða um lönd segir Singer og
greiðir úr flækjunni eins og
honum er einum lagið.
Þessi bók er sú ellefta
sem Setberg gefur út eftir
þetta vinsæla sagnaskáld í
þýðingu Hjartar Pálssonar.
208 blaðsíður.
Setberg.
ISBN 9979-52-106-6
Verð: 2.580 kr.
VIÐ FÓTSKÖR
MEISTARANS
Sadhu Sundar Singh
Þýðing: ísak H. Harðarson
Dr. Sigurbjörn Einarsson
ritar formálsorð
Kristnar hugvekjur eftir Ind-
verjann Sundar Singh, einn
merkasta trúboða kristinna
manna á þessari öld. Áhrifa-
mikil og einföld ræðusnilld
hans lætur engan ósnortinn.
128 blaðsfður.
Forlagið.
ISBN 9979-53-020-0
Verð: 1.980 kr.
VINARÞEL ÓKUNNUGRA
lan McEwan
Þýðing: Einar Már
Guðmundsson
Skáldsagan Vinarþel ókunn-
ugra fjallar um hjón sem eru
orðin þreytt hvort á öðru.
Þau eru í sumarleyfi í Fen-
eyjum. Þar kynnast þau fyrir
tilviljun innfæddum manni
sem sýnir þeim einkennilega
mikinn áhuga. Hann fer með
þau á bar, segir þeim frá afar
sérkennilegri æsku sinni og
býður þeim síðan heim til
sín. Hjónunum finnst eitt-
hvað ógeðfellt við þennan
mann og viðhorf hans en
samt laðast þau að honum. í
Ijós kemur að ekki býr vinátta
að baki vinarþeli þessa ó-
kunnuga manns. Hjónin fá
að súpa seyðið af barnaskap
sínum.
Sagan er áhrifamikil og
mjög svo eftirminnileg. Hún
hefur verið kvikmynduð.
„Það leikur enginn vafi á
hæfileikum lans McEwan en
jafnvíst er að bækur hans
eru ekki ætlaðar viðkvæm-
um sálum. ...Þetta er ekki
bók sem við gefum Ijúflynd-
um frænkum en hún ætti að
verða eftirlætislesning töffar-
anna í intelligensíunni.“ -
Kolbrún Bergþórsdóttir,
Pressan 30. september
1993.
254 blaðsíður.
Almenna bókafélagið hf.
ISBN 9979-4-0111-7
Verð: 2.874 kr.
ÞRUMUHJARTA
Lowell Charters
/John Fusco
Þýðing: Ragnar Hauksson
Saga þrungin dulúð og
spennu. Maður finnst myrtur
á verndarsvæði indjána í
Suður-Dakóta. FBI sendir
lögreglumann með indjána-
blóð í æðum til aðstoðar lög-
reglumanninum sem fyrir er.
Og þá taka hlutirnir að ger-
ast. - Samnefnd kvikmynd
var sýnd í Stjörnubíói.
188 blaðsfður.
Frjáls fjölmiðlun hf.
- Úrvalsbækur.
ISBN 9979-9023-7-X
Verð: 900 kr.
ÓBREYTT VEBÐ Á JÓLABÓKUM
Bókaútgefendur
52