Íslensk bókatíðindi - 01.12.1993, Blaðsíða 54
Ljóð
LANDSLAG
Syeiriri Yngvi Egilsson
AÐFLUTT LANDSLAG
Sveinn Yngvi Egilsson
Þótt hér sé á ferðinni fyrsta
Ijóðabók höfundar eru Ijóð
hans bæði þroskuð og per-
sónuleg, tónninn er í senn
kíminn og íhugull, hugsunín
einatt skýr og Ijós. Þetta eru
Ijóð handa þeim sem aldrei
lesa nútímaljóð - og líka
handa hinum sem héldu að
þeir væru búnir að lesa allt.
58 blaðsíður.
Mál og menning.
ISBN 9979-3-0586-X
Verð: 1.690 kr.
ALLRA ATTA
Octavio Paz
Þýöing: Sigfús Bjartmars-
son og Jón Thoroddsen
Ljóðasafn eftir eitt af höfuð-
skáldum 20. aldar, nóbels-
verölaunahafann Octavio
Paz. í bókinni er einnig all-
rækileg ritgerð eftir þýðendur
um skáldið.
100 blaðsíður.
Bjartur.
ISBN 9979-9046-4-X
Verö: 1.595 kr.
ÁSTARLJÓÐ DAVÍÐS
Davíð Stefánsson
Hér hefur verið safnað sam-
an yfir þrjátíu Ijóðum Davíðs
Stefánssonar frá Fagraskógi
um ástina og sýna þau
breiddina í skáldskap hans
um þetta margslungna fyrir-
bæri mannlífsins. Davíð
Stefánsson er eitt öndvegis-
skálda íslendinga og hafa
Ijóð hans lifað með þjóðinni.
Vinsældir Davíðs stafa ekki
hvað síst af ástarljóðum
hans en þar sló hann nýjan
hljóm í íslenskum skáldskap.
Bókin er í fallegum ytri bún-
ingi og því tilvalin gjöf við
margvísleg tækifæri.
Vaka-Helgafell.
ISBN 9979-2-0183-5
Verð: 2.480 kr.
FINNURTORFI HJÖRL£lFSSON
BERNSKUMYNDIR
Finnur Torfi Hjörleifsson
Þessi bók hefur þegar fengið
einróma lof gagnrýnenda. í
látlausum textum sem eru á
mörkum prósa og Ijóðs kallar
höfundur fram Ijúfar myndir
úr uppvexti sínum vestur í
Önundarfirði af veröld sem
liðin er undir lok.
51 blaðsíða.
Mál og menning.
ISBN 9979-3-0487-1
Verð: 1.926 kr.
ELDHYLUR
Hannes Pétursson
Við fjallseggjar bíða / bláhvít-
ar hengjur átekta...
Eldhylurerfyrsta Ijóðabók
þjóðskáldsins Hannesar
Péturssonar í áratug; mynd-
auðug, beitt og margræð Ijóð
þar sem ógnin býr undir;
skáldskapur sprottinn úr
reynslu og skynjun skálds
sem tengt er náttúru, sögu
og umhverfi; máttug Ijóð þar
HANNES PÉTURSSON
ELDHYLUR
sem hvert orð vegur þungt;
bók sem verður Ijóðaunn-
endum hugstæð.
Iðunn.
ISBN 9979-1-0230-6
Verð: 2.680 kr.
TÓMAS GUÐMUNDSSON
Imra
veroPd
FAGRA VERÖLD
Ljóðabók -
geisladiskur - kassetta
Tómas Guðmundsson
Tómas Guðmundsson þarf
ekki að kynna, bækur hans
og Ijóð hafa unnið sér stað f
hjörtum landsmanna. Almen-
na bókafélagið hefur nú
endurútgefið eina frægustu
Ijóðabók hans, Fögru veröld.
54