Íslensk bókatíðindi - 01.12.1993, Blaðsíða 77
—
Bœkur almenns
L_____
efnis
skjaldarmerkið, uppruni ís-
lendinga, Leifur heppni, sag-
an, fornritin, tungumálið,
menningin, þjóðin, atvinnu-
vegirnir, eldfjöllin, jöklarnir,
heita vatnið, höfuðborgin,
miðnætursólin, dýrin og fugl-
arnir. Litmyndir eru á svo til
hverri síðu. Bókin er gefin út
á ensku, þýsku, ítölsku,
frönsku og sænsku.
32 blaðsíður.
Iceland Review.
ISBN 9979-51-065-X(e.)
/-066-8(þ.)/-069-2(ít.)/-070-
6(fr.)/-074-9(s.)
Verð: 398 kr.
PÓLA Á MILLI
Michael Palin
Þýðing: Ásgeir Ásgeirsson
Póla á milli er ferðabók eftir
hinn víðkunna breska sjón-
varpsmann og háðfugl Mic-
hael Palin sem íslendingar
kannast vel við m.a. fyrir
sjónvarpsþættina Umhverfis
jörðina á 80 dögum.
Árið 1991 fór Palin aðra
ferð - frá Norðurpólnum til
Suðurpólsins - og þræddi 30
gráðu austur lengdarbaug-
inn eins og framast var unnt.
Ferðast var í margvíslegum
farartækjum á sjó og landi - í
lofti aðeins í neyðartilfellum
- og leiðin lá um 17 þjóð-
lönd.
Ferðin gekk ekki alltaf vel
en hún var bæði ævintýraleg
og fróðleg og öll frásögnin
gædd frábærri kímni. Mikið
rask var í sumum þeirra ríkja
sem komið vartil, um Sovét-
ríkin fór hópurinn nokkrum
vikum áður en þau liðu undir
lok, til Eþíópíu í lok hins
langdregna borgarastríðs, til
Zambíu daginn sem 28 ára
stjórnartíð Kaunda lauk og til
Suður-Afríku þegar aðskiln-
aðarstefnan var að syngja
sitt síðasta. En meðal mör-
gæsanna á Suðurskauts-
landinu var engin umturnun
og þó var ekki síður
skemmtilegt að koma þang-
að, úr hitanum í kuldann.
Frægur Ijósmyndari, Basil
Pao, var með í ferðinni og
tók mikinn fjölda mynda sem
prýða bókina og leiða les-
andann nær efninu.
370 blaðsíður.
Almenna bókafélagið hf.
ISBN 9979-4-0110-9
Verð: 3.993 kr.
LvEKDÓMSRrr IKiKMnNNTAFdLAOSINS
PLATON
Ríkið Siðara bindi
HID fSLEKZKA BÓK.MENNTAFÉLAO
RÍKIÐ
Platon
Þýðing: Eyjólfur Kjalar
Emilsson. sem einnig ritar
inngang og skýringar
Ríkið er helsta heimspekirit
sögunnar. Það er viðamesta
rit í flokki Lærdómsrita, tæp-
ar 800 síður, í tveimur bind-
um.
í Ríkinu setur Platon fyrstur
manna fram hugmyndir um
fyrirmyndarríkið, hvernig því
skuli stjórnað og fyrir komið,
til þess að greina í hverju
réttlæti felst. Einkenni ríkis-
ins telur hann að samsvari
einkennum sálarinnar. Ríkið
er því í senn elsta stjórn-
spekirit sögunnar og eitt
fyrsta ritið til að greina sálar-
líf mannsins.
408 og 354 blaðsíður.
Hið íslenzka
bókmenntafélag.
ISBN 9979-804-16-5
Verð: Tvö bindi í öskju
5.575 kr.
SAGA DAGANNA
Árni Björnsson
í Sögu daganna er fjallað um
merkisdaga ársins og hátíð-
ir. Rakin er saga þeirra á ís-
landi frá upphafi til okkar
tíma, skýrður uppruni þeirra
og samhengi við atvinnu-
hætti, trúarbrögð og menn-
ingarsögu. Bókin er sett
saman á svipaðan hátt og
handbókin vinsæla með
sama nafni en er miklu ítar-
legri, og er í raun um alger-
lega nýtt verk að ræða. Saga
daganna er bæði almenn
handbók og merkilegt fræði-
rit. Lipur stíltök verða til þess
að umfjöllun Árna er oftast
hreinn skemmtilestur.
829 blaðsíður.
Mál og menning.
ISBN 9979-3-0551-7
Verð: 6.980 kr.
SAGA ÍSAFJARÐAR
OG EYRARHREPPS
HINS FORNA l-IV BINDI
Jón Þ. Þór sagnfræðingur
Saga ísafjarðar og Eyrar-
hrepps hins forna l-IV er nú
fáanleg í fallegri gjafaöskju
með mynd af ísafirði dagsins
í dag.
í þessu verki er að finna
mikinn fróðleik um byggð og
búsetu í Eyrarhreppi og sögu
ísafjarðar frá upphafi til árs-
ins 1945. Þar er greint frá
byggingarsögu kaupstaðar-
ins, bæjarbrag og lífsháttum,
félags- og menningarmálum,
bæjarstjórn og helstu þáttum
bæjarmála og uppbyggingu
og þróun atvinnulífs á staðn-
um.
Verkið er þrýtt 850 Ijós-
myndum, auk fjölda upp-
drátta og korta til skýringar á
efninu.
Samtals 1.286 blaðsíður.
Sögufélag ísfirðinga.
Dreifing í Reykjavík: Hið
íslenzka bókmenntafélag.
Verð: 12.825 kr.
77