Íslensk bókatíðindi - 01.12.1993, Blaðsíða 77

Íslensk bókatíðindi - 01.12.1993, Blaðsíða 77
— Bœkur almenns L_____ efnis skjaldarmerkið, uppruni ís- lendinga, Leifur heppni, sag- an, fornritin, tungumálið, menningin, þjóðin, atvinnu- vegirnir, eldfjöllin, jöklarnir, heita vatnið, höfuðborgin, miðnætursólin, dýrin og fugl- arnir. Litmyndir eru á svo til hverri síðu. Bókin er gefin út á ensku, þýsku, ítölsku, frönsku og sænsku. 32 blaðsíður. Iceland Review. ISBN 9979-51-065-X(e.) /-066-8(þ.)/-069-2(ít.)/-070- 6(fr.)/-074-9(s.) Verð: 398 kr. PÓLA Á MILLI Michael Palin Þýðing: Ásgeir Ásgeirsson Póla á milli er ferðabók eftir hinn víðkunna breska sjón- varpsmann og háðfugl Mic- hael Palin sem íslendingar kannast vel við m.a. fyrir sjónvarpsþættina Umhverfis jörðina á 80 dögum. Árið 1991 fór Palin aðra ferð - frá Norðurpólnum til Suðurpólsins - og þræddi 30 gráðu austur lengdarbaug- inn eins og framast var unnt. Ferðast var í margvíslegum farartækjum á sjó og landi - í lofti aðeins í neyðartilfellum - og leiðin lá um 17 þjóð- lönd. Ferðin gekk ekki alltaf vel en hún var bæði ævintýraleg og fróðleg og öll frásögnin gædd frábærri kímni. Mikið rask var í sumum þeirra ríkja sem komið vartil, um Sovét- ríkin fór hópurinn nokkrum vikum áður en þau liðu undir lok, til Eþíópíu í lok hins langdregna borgarastríðs, til Zambíu daginn sem 28 ára stjórnartíð Kaunda lauk og til Suður-Afríku þegar aðskiln- aðarstefnan var að syngja sitt síðasta. En meðal mör- gæsanna á Suðurskauts- landinu var engin umturnun og þó var ekki síður skemmtilegt að koma þang- að, úr hitanum í kuldann. Frægur Ijósmyndari, Basil Pao, var með í ferðinni og tók mikinn fjölda mynda sem prýða bókina og leiða les- andann nær efninu. 370 blaðsíður. Almenna bókafélagið hf. ISBN 9979-4-0110-9 Verð: 3.993 kr. LvEKDÓMSRrr IKiKMnNNTAFdLAOSINS PLATON Ríkið Siðara bindi HID fSLEKZKA BÓK.MENNTAFÉLAO RÍKIÐ Platon Þýðing: Eyjólfur Kjalar Emilsson. sem einnig ritar inngang og skýringar Ríkið er helsta heimspekirit sögunnar. Það er viðamesta rit í flokki Lærdómsrita, tæp- ar 800 síður, í tveimur bind- um. í Ríkinu setur Platon fyrstur manna fram hugmyndir um fyrirmyndarríkið, hvernig því skuli stjórnað og fyrir komið, til þess að greina í hverju réttlæti felst. Einkenni ríkis- ins telur hann að samsvari einkennum sálarinnar. Ríkið er því í senn elsta stjórn- spekirit sögunnar og eitt fyrsta ritið til að greina sálar- líf mannsins. 408 og 354 blaðsíður. Hið íslenzka bókmenntafélag. ISBN 9979-804-16-5 Verð: Tvö bindi í öskju 5.575 kr. SAGA DAGANNA Árni Björnsson í Sögu daganna er fjallað um merkisdaga ársins og hátíð- ir. Rakin er saga þeirra á ís- landi frá upphafi til okkar tíma, skýrður uppruni þeirra og samhengi við atvinnu- hætti, trúarbrögð og menn- ingarsögu. Bókin er sett saman á svipaðan hátt og handbókin vinsæla með sama nafni en er miklu ítar- legri, og er í raun um alger- lega nýtt verk að ræða. Saga daganna er bæði almenn handbók og merkilegt fræði- rit. Lipur stíltök verða til þess að umfjöllun Árna er oftast hreinn skemmtilestur. 829 blaðsíður. Mál og menning. ISBN 9979-3-0551-7 Verð: 6.980 kr. SAGA ÍSAFJARÐAR OG EYRARHREPPS HINS FORNA l-IV BINDI Jón Þ. Þór sagnfræðingur Saga ísafjarðar og Eyrar- hrepps hins forna l-IV er nú fáanleg í fallegri gjafaöskju með mynd af ísafirði dagsins í dag. í þessu verki er að finna mikinn fróðleik um byggð og búsetu í Eyrarhreppi og sögu ísafjarðar frá upphafi til árs- ins 1945. Þar er greint frá byggingarsögu kaupstaðar- ins, bæjarbrag og lífsháttum, félags- og menningarmálum, bæjarstjórn og helstu þáttum bæjarmála og uppbyggingu og þróun atvinnulífs á staðn- um. Verkið er þrýtt 850 Ijós- myndum, auk fjölda upp- drátta og korta til skýringar á efninu. Samtals 1.286 blaðsíður. Sögufélag ísfirðinga. Dreifing í Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag. Verð: 12.825 kr. 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Íslensk bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslensk bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1846

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.