Íslensk bókatíðindi - 01.12.1993, Page 82

Íslensk bókatíðindi - 01.12.1993, Page 82
Bœkur almenns efnis berlega. Hér er á ferðinni fróðlegt heimilda- og upp- sláttarrit þar sem við sögu koma á annað þúsund ein- staklingar, rit sem er ekki einungis saga eins félags heldur saga kvennabaráttu heillar aldar. Um 520 blaðsíður. Kvenréttindafélag íslands. ISBN 9979-9091-0-2 Verð: 5.900 kr. VESTFIRÐIR Hjálmar R. Bárðarson í þessari bók er fjallað um landslag og gróður, fuglalíf og mannlíf á Vestfjörðum að fornu og nýju í máli og mynd- um. Skoðunarferðin hefst í Breiðafjarðareyjum. Síðan er fylgt suðurströndinni til Látra- bjargs og Vestfirðir þræddir. Margir áhugaverðir og sögu- frægir staðir við ísafjarðar- djúp eru skoðaðir og fjallað er um sögu byggðar í Jökul- fjörðum og á Hornströndum og mannlífi lýst í myndum meðan þar var ennþá bú- skapur og sjósókn. Haldið er áfram suður með ströndinni og byggðinni þar lýst allt suð- ur til Hrútafjarðar. í bókinni eru 920 Ijósmynd- ir, teikningar og kort, þar af 647 litmyndir, auk megintexta og ítarlegs myndatexta. 480 blaðsíður. Dreifing: íslensk bókadreifing hf. ISBN 9979-818-14-X Verð: 7.426 kr. i i kkistjA VíSO\ VESTLENDINGAR I Lúðvfk Kristjánsson í ritinu Vestlendingar er brugðið birtu á sérstæða at- burði í íslensku þjóðlífi á tímabilinu 1830-1860. Þótt vagga þeirra væri í og við Breiðafjörð, gætti áhrifanna skjótt um Vestfirði og síðar með ýmsum hætti víða um land. En meginstoð þessarar hreyfingar fólst í aukinni mennt og sjálfræði lands- manna - fordæmi sem ekki lét sig án víðtæks vitnisburð- ar. - Allt á efni ritsins stoð í rannsókn frumgagna og kynntir eru náið þeir menn er við sögu koma, en um flesta þeirra hafði lítið verið vitað áður. Vestlendingar er fróðlegt og merkilegt rit sem hlaut framúrskarandi góðar við- tökur er það kom fyrst fyrir sjónir lesenda fyrir 40 árum. Þetta er 2. útgáfa verksins. 292 blaðsíður. Skuggsjá. ISBN 9979-829-12-5 Verð: 2.976 kr. VETRARVIRKI Afmælisrit Björns Th. Björnssonar Þessi bók er gefin út í tilefni af sjötugsafmæli Björns Th. Björnssonar listfræðings og hefur að geyma 33 ritgerðir um myndlist eftir nemendur hans í listasögu. Meðal ann- ars er fjallað um SÚM, mál- ara kreppuáranna, Salvador Dali, glerlist, Le Corbusier og Ijósmyndir Cartier-Bressons. Fjöldi mynda prýðir bókina. 397 blaðsíður. Mál og menning. ISBN 9979-3-0458-8 Verð: 3.990 kr. ■saannBaanBi VIÐREISNARÁRIN Gylfi Þ. Gíslason Bókin Viðreisnarárin er ítar- leg og hlutlæg greinargerð um þá ríkisstjórn sem lengst hefur setið á íslandi - tólf ár. Höfundurinn var ráðherra í þessari ríkisstjórn allan tím- ann og er því allra manna kunnugastur því sem gerðist bæði innan veggja Stjórnar- ráðsins og utan jóeirra. Verk þessarar samhentu stjórnar höfðu svo djúp og varanleg áhrif að þjóðfélagið breyttist, íslenskt mannlíf skipti um viðhorf og ásjónu. Viðreisnarstjórnin var samsteypustjórn Sjálfstæð- isflokks og Alþýðuflokks. Nafnið hlaut hún af stefnu- skrá sinni sem boðaði við- reisn á fjölmörgum sviðum. í viðskiptamálum var horfið frá þriggja áratuga haftabúskap til þess frjálsræðis sem nú rfkir, stóriðja var hafin, ís- lendingargengu í Fríverslun- arsamtök Evrópu (EFTA), lagður var grundvöllur að framtíðarstefnu í landhelgis- málinu, handritamálið var leitt til lykta og þannig mætti lengi telja. En Viðreisnarstjórninni heppnaðist ekki ailt sem hún tók sér fyrir hendur og er engin dul dregin á það í bók- inni, enda er frásögnin bæði hreinskilin og óhlutdræg. Ekki fer hjá því að f þessari bók kemur ótal margt fram sem þeim er utan við stóðu hefur verið ókunnugt um til þessa. 272 blaðsíður. Almenna bókafélagið hf. ISBN 9979-4-0132-X Verð: 3.593 kr. VISKUBRUNNUR Fegurðin, Indversk speki, Rómversk speki Umsjón: Kristján Árnason og Árni Óskarsson Spakmæli, kvæði og kvæða- brot eftir þekkta spekinga. Þankabrot um listina. Visku- bjarmi frá aldagamalli menn- ingu Indverja. Fleyguð orð frá Rómaveldi hinu forna. Smekklega myndskreyttar smábækur, skrautritaðar á vandaðan pappír. 82
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Íslensk bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslensk bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1846

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.