Íslensk bókatíðindi - 01.12.1993, Side 87

Íslensk bókatíðindi - 01.12.1993, Side 87
Ævisögur og endurminningar ur sem Járnkarlinn þegar hann telur það nauðsynlegt. Hann er mildur og gaman- samur þegar það á við. Matthías er mikilvirkasti málsvari fólksins í hinum dreifðu byggðum landsins til sjávar og sveita. Hann hefur verið í eldlínu íslenskra stjórnmála í fimmtíu ár og það hefur blásið í kringum hann allan tímann. Hann lætur ekki síður skoðanir sín- ar í Ijós innan Sjálfstæðis- flokksins en utan og er einn höfuðandstæðingur frjáls- hyggjunnar. Matthías Bjarnason hefur gegnt ráðherrastöðu og var m.a. sjávarútvegsráðherra í þorskastríðinu. Hann er frægur fyrir gamansemi og hispursleysi, segir frá upp- vexti sínum á ísafirði og stjórnmálastappi á heima- slóðum í samtölum við Örn- ólf Árnason, höfund bókar- innar Á slóð kolkrabbans. 300 blaðsíður. Skjaldborg hf. ISBN 9979-57-181-0 Verð: 3.495 kr. KARÓLÍNA Lff og list Karólínu Lárusdóttur listmálara Jónína Michaelsdóttir Karólína Lárusdóttir er einn þeirra listamanna sem fer al- gjörlega sínar eigin leiðir. Við göngum inn í sal með mörg hundruð myndum á veggjum og sjáum undir eins - þarna er Karólína. í heillandi frá- sögn rekur hún bernsku sína og æskuár í Reykjavík, nám í Bretlandi, einkalíf, vináttu og viðurkenningar, áföll og sigra. í bókinni eru 50 lit- myndir af verkum Karólínu auk fjölda mynda sem tengj- ast lífi hennar og samferða- mönnum. Um 250 blaðsíður. Forlagið. ISBN 9979-53-222-X Verð: 3.480 kr. LIFANDI EFTIRMYNDIR Saga teiknimiðils Coral Polge og Kay Hunter Þýðing: Esther Vagnsdóttir Coral Polge hefur óvenju- lega náðargáfu. Þar sem flestir hefðbundnir skyggni- lýsingamiðlar lýsa gestum sínum að handan stígur hún í raun einu skrefi framar og teiknar á pappír eftirmyndir af þeim sem hún er í þannig sambandi við, ættingjum hinna brottfluttu til mikillar undrunar. Coral Polge er mörgum íslendingum að góðu kunn og eiga þeir margir slíkar miðilsmyndir eftir hana í fórum sínum en Coral hefur heimsótt ísland nokkrum sinnum við góðan orðstír. Fyrir þá, og alla aðra sem áhuga hafa á að kynn- ast ferli einstaks miðils og sérstakri og áhrifamikilli að- ferð hans til sönnunar á lífi eftir dauðann, er mikill feng- ur að þessari bók. 279 blaðsíður. Skjaldborg hf. ISBN 9979-57-165-9 Verð: 2.995 kr. 1‘órir S. CuðliL'rjjssor Viðtöl og frásaRnir LÍFSGLEÐI Þórir S. Guðbergsson skráði í þessari bók segja sjö þekkt- ir samferðamenn frá við- burðaríku lífi, skemmtilegum persónum, gildi trúar og já- kvæðs lífsstíls. Hér eru á ferðinni fon/itnilegar frásagn- ir og endurminningar, lífs- reynsla fólks sem leggur sitt af mörkum til samfélagsins. Þeir sem segja frá eru: Ás- laug Jensdóttir, Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, Einar J. Gíslason, Kristinn Þ. Halls- son, Pétur Sigurðsson, Sig- fús Halldórsson og Sigríður Rósa Kristinsdóttir. Kær- komin gjöf fyrir alla sem unna góðum endurminn- ingabókum. 184 blaðsíður. Hörpuútgáfan. ISBN 9979-50-041-7 Verð: 2.990 kr. LJÓNIÐ ÖSKRAR Ævisaga Jónasar frá Hriflu III Guðjón Friðriksson Jónas frá Hriflu, einn at- kvæðamesti stjórnmálamað- ur íslendinga á þessari öld, fór sjaldan troðnar slóðir og markmið hans voru ekki alltaf þau sömu og þeirra sem áttu að heita samherjar hans. Það var ekki margt í þjóðlífinu sem hann lét sér ó- viðkomandi og aldrei ríkti lognmolla þar sem hann kom við sögu. Er árin færðust yfir einangraðist hann þó æ meir og gamlir fylgismenn sneru við honum baki, en Ijónið hélt áfram að öskra... Guðjón Friðriksson sagnfræðingur rekur hér lokaþátt þessarar stormasömu sögu. Iðunn. ISBN 9979-1-0239-X Verð: 3.480 kr. LÆKUR TIFAR LÉTT Æviminningar hreppsómaga Sigurður Elíasson Gamansöm minningabók og sjálfsævisaga þjóðkunnugs manns. Hann fæddist í Arn- 87
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Íslensk bókatíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslensk bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1846

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.