Íslensk bókatíðindi - 01.12.1993, Blaðsíða 87
Ævisögur og endurminningar
ur sem Járnkarlinn þegar
hann telur það nauðsynlegt.
Hann er mildur og gaman-
samur þegar það á við.
Matthías er mikilvirkasti
málsvari fólksins í hinum
dreifðu byggðum landsins til
sjávar og sveita. Hann hefur
verið í eldlínu íslenskra
stjórnmála í fimmtíu ár og
það hefur blásið í kringum
hann allan tímann. Hann
lætur ekki síður skoðanir sín-
ar í Ijós innan Sjálfstæðis-
flokksins en utan og er einn
höfuðandstæðingur frjáls-
hyggjunnar.
Matthías Bjarnason hefur
gegnt ráðherrastöðu og var
m.a. sjávarútvegsráðherra í
þorskastríðinu. Hann er
frægur fyrir gamansemi og
hispursleysi, segir frá upp-
vexti sínum á ísafirði og
stjórnmálastappi á heima-
slóðum í samtölum við Örn-
ólf Árnason, höfund bókar-
innar Á slóð kolkrabbans.
300 blaðsíður.
Skjaldborg hf.
ISBN 9979-57-181-0
Verð: 3.495 kr.
KARÓLÍNA
Lff og list Karólínu
Lárusdóttur listmálara
Jónína Michaelsdóttir
Karólína Lárusdóttir er einn
þeirra listamanna sem fer al-
gjörlega sínar eigin leiðir. Við
göngum inn í sal með mörg
hundruð myndum á veggjum
og sjáum undir eins - þarna
er Karólína. í heillandi frá-
sögn rekur hún bernsku sína
og æskuár í Reykjavík, nám
í Bretlandi, einkalíf, vináttu
og viðurkenningar, áföll og
sigra. í bókinni eru 50 lit-
myndir af verkum Karólínu
auk fjölda mynda sem tengj-
ast lífi hennar og samferða-
mönnum.
Um 250 blaðsíður.
Forlagið.
ISBN 9979-53-222-X
Verð: 3.480 kr.
LIFANDI EFTIRMYNDIR
Saga teiknimiðils
Coral Polge og Kay Hunter
Þýðing: Esther
Vagnsdóttir
Coral Polge hefur óvenju-
lega náðargáfu. Þar sem
flestir hefðbundnir skyggni-
lýsingamiðlar lýsa gestum
sínum að handan stígur hún
í raun einu skrefi framar og
teiknar á pappír eftirmyndir
af þeim sem hún er í þannig
sambandi við, ættingjum
hinna brottfluttu til mikillar
undrunar. Coral Polge er
mörgum íslendingum að
góðu kunn og eiga þeir
margir slíkar miðilsmyndir
eftir hana í fórum sínum en
Coral hefur heimsótt ísland
nokkrum sinnum við góðan
orðstír. Fyrir þá, og alla aðra
sem áhuga hafa á að kynn-
ast ferli einstaks miðils og
sérstakri og áhrifamikilli að-
ferð hans til sönnunar á lífi
eftir dauðann, er mikill feng-
ur að þessari bók.
279 blaðsíður.
Skjaldborg hf.
ISBN 9979-57-165-9
Verð: 2.995 kr.
1‘órir S. CuðliL'rjjssor
Viðtöl og frásaRnir
LÍFSGLEÐI
Þórir S. Guðbergsson
skráði
í þessari bók segja sjö þekkt-
ir samferðamenn frá við-
burðaríku lífi, skemmtilegum
persónum, gildi trúar og já-
kvæðs lífsstíls. Hér eru á
ferðinni fon/itnilegar frásagn-
ir og endurminningar, lífs-
reynsla fólks sem leggur sitt
af mörkum til samfélagsins.
Þeir sem segja frá eru: Ás-
laug Jensdóttir, Aðalheiður
Bjarnfreðsdóttir, Einar J.
Gíslason, Kristinn Þ. Halls-
son, Pétur Sigurðsson, Sig-
fús Halldórsson og Sigríður
Rósa Kristinsdóttir. Kær-
komin gjöf fyrir alla sem
unna góðum endurminn-
ingabókum.
184 blaðsíður.
Hörpuútgáfan.
ISBN 9979-50-041-7
Verð: 2.990 kr.
LJÓNIÐ ÖSKRAR
Ævisaga Jónasar frá
Hriflu III
Guðjón Friðriksson
Jónas frá Hriflu, einn at-
kvæðamesti stjórnmálamað-
ur íslendinga á þessari öld,
fór sjaldan troðnar slóðir og
markmið hans voru ekki
alltaf þau sömu og þeirra
sem áttu að heita samherjar
hans. Það var ekki margt í
þjóðlífinu sem hann lét sér ó-
viðkomandi og aldrei ríkti
lognmolla þar sem hann kom
við sögu. Er árin færðust yfir
einangraðist hann þó æ meir
og gamlir fylgismenn sneru
við honum baki, en Ijónið hélt
áfram að öskra... Guðjón
Friðriksson sagnfræðingur
rekur hér lokaþátt þessarar
stormasömu sögu.
Iðunn.
ISBN 9979-1-0239-X
Verð: 3.480 kr.
LÆKUR TIFAR LÉTT
Æviminningar
hreppsómaga
Sigurður Elíasson
Gamansöm minningabók og
sjálfsævisaga þjóðkunnugs
manns. Hann fæddist í Arn-
87