Íslensk bókatíðindi - 01.12.1993, Side 90

Íslensk bókatíðindi - 01.12.1993, Side 90
Ævisögur og endurminningar aði Jökull flest af sínum bestu verkum og þau Jó- hanna eignuðust þrjú börn. En háskalegt líferni hans og margflókinn persónuleiki kastaði líka skugga yfir líf fjölskyldunnar. í bókinni er dregin upp margþætt mynd af Jökli, listamanninum, eig- inmanninum, syninum og föðurnum. Bókin inniheldur fjölda Ijósmynda af þeim per- sónum og atburðum sem fjallað er um. Jóhanna Kristjónsdóttir er landsmönnum kunn sem rit- höfundur og blaðamaður á Morgunblaðinu og hafa kom- ið út eftir hana bæði skáld- sögur og ferðasögur. Um 300 blaðsíður. Almenna bókafélagið hf. ISBN 9979-4-0137-0 Verð: 3.290 kr. RÓBERT - ÆVISAGA LISTAMANNS Eðvarð Ingólfsson skráði Róbert Arnfinnsson á að baki hálfrar aldar glæsilegan leikferil og hefur glætt marg- ar persónur sínar slíku lífi að þær lifa enn í vitund þjóðar- innar: Jón Hreggviðsson, Púntila bónda og Tevje mjólkurpóst í Fiðlaranum á þakinu - svo að fáein dæmi sér nefnd. - En líf hans hefur ekki alltaf verið dans á rós- um. í bókinni lýsir hann á einlægan hátt sorgum sínum og raunum þegar hann eign- aðist son sem er öðruvísi gerður frá skaparans hendi en flestir aðrir. í nokkra ára- tugi var móðurfólk hans lok- að inni í Austur-Þýskalandi og það torveldaði öll sam- skipti. Einnig greinir hann hér í fyrsta sinn frá þýskum hálfbróður sínum sem hann kynntist ekki fyrr en á fullorð- insárum. Ævisaga Róberts Arn- finnssonar er saga einstak- lings sem er ekki einungis frábær listamaður heldur og manneskja með stórt og hlýtt hjarta. Hún lætur engan ó- snortinn. 208 blaðsíður. Æskan. ISBN 9979-808-18-7 Verð: 2.980 kr. Nóbelsskáldið-— HALLDÓR ! LAXNESS SJÖMEISTARASAGAN Halldór Laxness Sjömeistarasagan gerist árið 1918-1919 og segir frá fyrsta og eina vetri Halldórs í Menntaskólanum í Reykja- vík. Halldór sýnir lesandan- um líf sitt í gegnum undar- legan tímaspegil og bjartsýni hins eilífa unglings Ijómar af frásögninni. Tónninn er ým- ist grafalvarlegur eða þrung- inn ísmeygilegri gamansemi og eins og önnur verk Hall- dórs er bókin skrifuð af miklu listfengi. 226 blaðsíður. Vaka-Helgafell. ISBN 9979-2-0006-5 Verð: 3.295 kr. TIL ERU FRÆ JónasJónasson Til eru fræ - saga Hauks Morthens, söngvara og séntilmanns, eftir Jónas Jón- asson. Þegar Jónas hóf að skrifa sögu hans var Haukur orðinn helsjúkur af krabba- meini og lést áður en verkinu var lokið. En þá hlupu vinir Hauks og Ragnheiður Magn- úsdóttir, eiginkona hans, í skarðið þannig að unnt var að fylla inn í myndina af þessum vinsælasta dægur- lagasöngvara íslendinga gegnum tíðina. Haukur Morthens var hlédrægur maður og ekki allra en hafði frá mörgu merkilegu og skemmtilegu að segja svo sem fram kemur í bókinni. 180 blaðsíður. Fróði h.f. ISBN 9979-802-15-4 Verð: 2.980 kr. ÚNGUR EG VAR Halldór Laxness Úngur eg var gerist árið 1919, árið sem Halldór Lax- ness sendi frá sér Barn nátt- úrunnar og sigldi fyrsta sinni til útlanda. Skáldið rifjar upp kynni sín af ýmsum samferð- armönnum sínum, svo sem Jóni Helgasyni, Einari Bene- diktssyni og Jóhanni Sigur- jónssyni. Úngureg var varp- ar Ijósi á skáldskap Halldórs Laxness en hvað sem líður heimildargildi bókarinnar stendur hún fyrir sínu meðal þess besta sem frá skáldinu hefur komið. 242 biaðsíður. Vaka-Helgafell. ISBN 9979-2-0005-7 Verð: 3.295 kr. VIÐBURÐARÍK FLUGMANNSÆVI Þorsteinn E. Jónsson flugmaður 90 OBREYTT VERÐ A JOLABOKUM Bókaútgef endur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Íslensk bókatíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslensk bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1846

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.