Íslensk bókatíðindi - 01.12.1993, Síða 90
Ævisögur og endurminningar
aði Jökull flest af sínum
bestu verkum og þau Jó-
hanna eignuðust þrjú börn.
En háskalegt líferni hans og
margflókinn persónuleiki
kastaði líka skugga yfir líf
fjölskyldunnar. í bókinni er
dregin upp margþætt mynd
af Jökli, listamanninum, eig-
inmanninum, syninum og
föðurnum. Bókin inniheldur
fjölda Ijósmynda af þeim per-
sónum og atburðum sem
fjallað er um.
Jóhanna Kristjónsdóttir er
landsmönnum kunn sem rit-
höfundur og blaðamaður á
Morgunblaðinu og hafa kom-
ið út eftir hana bæði skáld-
sögur og ferðasögur.
Um 300 blaðsíður.
Almenna bókafélagið hf.
ISBN 9979-4-0137-0
Verð: 3.290 kr.
RÓBERT
- ÆVISAGA LISTAMANNS
Eðvarð Ingólfsson skráði
Róbert Arnfinnsson á að
baki hálfrar aldar glæsilegan
leikferil og hefur glætt marg-
ar persónur sínar slíku lífi að
þær lifa enn í vitund þjóðar-
innar: Jón Hreggviðsson,
Púntila bónda og Tevje
mjólkurpóst í Fiðlaranum á
þakinu - svo að fáein dæmi
sér nefnd. - En líf hans hefur
ekki alltaf verið dans á rós-
um. í bókinni lýsir hann á
einlægan hátt sorgum sínum
og raunum þegar hann eign-
aðist son sem er öðruvísi
gerður frá skaparans hendi
en flestir aðrir. í nokkra ára-
tugi var móðurfólk hans lok-
að inni í Austur-Þýskalandi
og það torveldaði öll sam-
skipti. Einnig greinir hann
hér í fyrsta sinn frá þýskum
hálfbróður sínum sem hann
kynntist ekki fyrr en á fullorð-
insárum.
Ævisaga Róberts Arn-
finnssonar er saga einstak-
lings sem er ekki einungis
frábær listamaður heldur og
manneskja með stórt og hlýtt
hjarta. Hún lætur engan ó-
snortinn.
208 blaðsíður.
Æskan.
ISBN 9979-808-18-7
Verð: 2.980 kr.
Nóbelsskáldið-—
HALLDÓR !
LAXNESS
SJÖMEISTARASAGAN
Halldór Laxness
Sjömeistarasagan gerist árið
1918-1919 og segir frá fyrsta
og eina vetri Halldórs í
Menntaskólanum í Reykja-
vík. Halldór sýnir lesandan-
um líf sitt í gegnum undar-
legan tímaspegil og bjartsýni
hins eilífa unglings Ijómar af
frásögninni. Tónninn er ým-
ist grafalvarlegur eða þrung-
inn ísmeygilegri gamansemi
og eins og önnur verk Hall-
dórs er bókin skrifuð af miklu
listfengi.
226 blaðsíður.
Vaka-Helgafell.
ISBN 9979-2-0006-5
Verð: 3.295 kr.
TIL ERU FRÆ
JónasJónasson
Til eru fræ - saga Hauks
Morthens, söngvara og
séntilmanns, eftir Jónas Jón-
asson. Þegar Jónas hóf að
skrifa sögu hans var Haukur
orðinn helsjúkur af krabba-
meini og lést áður en verkinu
var lokið. En þá hlupu vinir
Hauks og Ragnheiður Magn-
úsdóttir, eiginkona hans, í
skarðið þannig að unnt var
að fylla inn í myndina af
þessum vinsælasta dægur-
lagasöngvara íslendinga
gegnum tíðina. Haukur
Morthens var hlédrægur
maður og ekki allra en hafði
frá mörgu merkilegu og
skemmtilegu að segja svo
sem fram kemur í bókinni.
180 blaðsíður.
Fróði h.f.
ISBN 9979-802-15-4
Verð: 2.980 kr.
ÚNGUR EG VAR
Halldór Laxness
Úngur eg var gerist árið
1919, árið sem Halldór Lax-
ness sendi frá sér Barn nátt-
úrunnar og sigldi fyrsta sinni
til útlanda. Skáldið rifjar upp
kynni sín af ýmsum samferð-
armönnum sínum, svo sem
Jóni Helgasyni, Einari Bene-
diktssyni og Jóhanni Sigur-
jónssyni. Úngureg var varp-
ar Ijósi á skáldskap Halldórs
Laxness en hvað sem líður
heimildargildi bókarinnar
stendur hún fyrir sínu meðal
þess besta sem frá skáldinu
hefur komið.
242 biaðsíður.
Vaka-Helgafell.
ISBN 9979-2-0005-7
Verð: 3.295 kr.
VIÐBURÐARÍK
FLUGMANNSÆVI
Þorsteinn E. Jónsson
flugmaður
90
OBREYTT VERÐ A JOLABOKUM
Bókaútgef endur