Íslensk bókatíðindi - 01.12.1993, Page 98
Matreiðslubœkur
~rAF BESTU
LYST
Uppskriflir aii liollum og Ijájfengum rélliun
VAKA-HKLGAFEU.
AF BESTU LYST
Spennandi uppskriftir
að hollum og Ijúffengum
réttum.
Ný íslensk matreiðslubók
sem hefur að geyma fjölda
uppskrifta að hollum og Ijúf-
fengum réttum. Af bestu lyst
skiptist í fimm flokka: Brauð,
fiskrétti, kjötrétti, pasta og
grænmeti og ábætisrétti.
Myndir eru af öllum réttun-
um. Lögð er áhersla á að
nota fitu og sykur sparlega
við matreiðsluna. Hverri upp-
skrift fylgja upplýsingar um
hitaeiningafjölda og magn
mettaðrar og ómettaðrar fitu
í hverjum skammti. Auk þess
er að finna í bókinni fróðleg-
an inngang þar sem m.a. eru
upplýsingar um næringar-
giidi íslenskra matvæla og
bent á ýmsar leiðir til að gera
góðan mat hollari. Bókin er
gefin út í samvinnu við
Hjartavernd, Krabbameins-
félagið og Manneldisráð.
112 blaðsíður.
Vaka-Helgafell.
ISBN 9979-2-0172-X
Verð: 1.680 kr.
AN ICELANDIC
COOKBOOK
Bráðsmellið kver á ensku
með uppskriftum af íslensk-
um „þjóðarréttum" eins og
fiskibollum, kjötsúpu, steiktu
lambalæri með brúnuðum
kartöflum, kleinum og
pönnukökum. Uppskriftirnar
eru valdar og myndskreyttar
af Áslaugu Benediktsdóttur.
Með alls 17 uppskriftum og
frumlegum teikningum í lit á
hverri síðu. Pappírskilja.
32 blaðsíður.
Iceland Review.
ISBN 9979-51-079-X
Verð: 747 kr.
ÁTTU VON Á GESTUM?
Umsjón: Guðrún Hrönn
Hilmarsdóttir
hússtjórnarkennari
Matreiðslubókin Áttu von á
gestum? er nú komin út í
stóraukinni og endurbættri
útgáfu en hún hefur verið ó-
fáanleg um árabil.
I bókinni eru 500 litmyndir
sem auðvelda góða og
skemmtilega matargerð og
Ijúffengan bakstur. Hver rétt-
ur fær heila opnu, stór lit-
mynd er af réttinum tilbún-
um, uppskrift og síðan lit-
myndaröð með skýringum
sem sýnir handtökin við und-
irbúning og gerð réttanna.
Pessi bók gegnir mikilvægu
hlutverki nú þegar áhugi á
matargerð er orðinn almenn-
ari en nokkru sinni fyrr.
128 blaðsíður.
Setberg.
ISBN 9979-52-097-3
Verð: 3.560 kr.
GRILLAÐ Á GÓÐUM DEGI
Kristín Gestsdóttir
Bók sem lengi hefur vantað:
Undirstöðubók um glóðar-
steikingu og grillmatreiðslu.
Hér eru glöggar og ítarlegar
leiðbeiningar um aðferðir og
vinnubrögð við glóðarsteik-
ingu ásamt uppskriftum að
öllum algengustu grillréttun-
um, auk nýstárlegra og for-
vitnilegra uppskrifta og hug-
mynda. Bókin hentar jafnt
fyrir algjöra byrjendur og þá
sem ýmislegt kunna fyrir sér
við grillið.
176 blaðsíður.
Iðunn.
ISBN 9979-1-0209-8
Verð: 3.480 kr.
HUNDRAÐ GÓÐIR
ÍTALSKIR RÉTTIR
Diane Seed
Þýðing: Helga
Guðmundsdóttir
Þetta er ný bók eftir höfund
hinnar vinsælu bókar Hundr-
að góðar pastasósur, full af
gómsætum uppskriftum frá
Ítalíu. Diane Seed hefur hér
valið uppáhaldsrétti sína,
bæði hefðbundna og nýja,
hvaðanæva af Ítalíuskag-
anum. Lögð er áhersla á ó-
venjulegan en hollan mat og
98