Saga - 2022, Blaðsíða 68
bandi gátu auðvitað talað um óbilgirni en þessum málum var lokið
1214. Framangreindar umsagnir höfunda um almenna óbilgirni
Guð mundar, ofsa hans, þvermóðsku og svo framvegis eiga vafalítið
oftast að lýsa persónuleika hans, ekki pólitískri stefnu eða aðferð.
Hafi höfundar talið Guðmund fylgja einarðri stefnu eftir 1214, hefðu
þeir væntanlega notað orðalag eins og fylginn sér, fastur fyrir og
annað álíka. Vart er svo að skilja að persónuleiki hins dagfarsprúða
og blíða Guðmundar hafi umturnast 1203 eða hann þá loks sýnt
sinn innri mann. Frá 1218 var Guðmundur oftast háður duttlungum
höfðingja sem ráku hann ítrekað frá Hólum, hann varð lengst af að
lúta vilja þeirra og er vant að sjá hvernig hann sýndi þá óbilgirni og
ofsa eða þvermóðsku.
Hjalti Hugason segir að Guðmundur hafi verið „ósveigjanlegur
öfgamaður“, eins og lýsi sér í ölmusugæðum hans og átökum við
höfðingja. Hann skýrir þetta á frumlegan hátt með því að Guð mundur
hafi orðið fyrir streituröskun eftir endurtekin áföll.61 Í Prestssögunni
er vissulega lýst áföllum sem Guðmundur hafi orðið fyrir í æsku
(opnu beinbroti og missi náins vinar) og er tengt breyttri hegðun
hans, látið varpa ljósi á ákafa guðrækni hans. Þetta skal ekki rætt
nánar hér en hins vegar spurt hvort forsendu fyrir lýsingum á
Guðmundi sem óbilgjörnum, ofsafengnum og þvermóðskufullum
manni sé kannski fremur að leita í skrifum höfunda á nítjándu, tutt-
ugustu og tuttugustu og fyrstu öld en í fornum ritheimildum.
Fjármál og matgjafir
Hugmynd höfunda um Guðmund sem vanhæfan í stjórn fjármála
á kannski upphaf í því að Magnús Gissurarson af Haukdælaætt var
boðinn fram sem biskupsefni á Völlum um leið og Guðmundur og
faðir hans, Gissur Hallsson, sagði þá að fjárvarðveisla Magnúsar
„væri meir reynd“ en Guðmundar. Guðmundur var samt valinn
biskupsefni og skrifaði Páli biskupi í Skálholti. Hann óskar þar eftir
áliti hans, segist hafa ráðið Sigurð Ormsson til fjárforráða með sér,
því að „menn kvíddu fjárforráðum mínum“. Páll leitaði álits Sæm -
undar, bróður síns, í bréfi. Menn uggðu helst, sagði hann, að fjár-
málin myndu ekki vera með forsjá. Sæmundur lagði til að sam -
helgi þorláksson66
61 Hjalti segir Guðmund hafa orðið fyrir „áfallatengdu álagsheilkenni“ eftir endur -
tekna áfallareynslu, sbr. „Áfallatengt álagsheilkenni á miðöldum?,“ 121.