Saga - 2022, Blaðsíða 252
Guðrún Valgerður Stefánsdóttir, BÍBÍ Í BERLÍN. SJÁLFSÆVISAGA
BJARGEyJAR KRISTJÁNSDÓTTUR. Sýnisbók íslenskrar alþýðumenn-
ingar 29. Ritstj. Davíð Ólafsson, Bragi Þorgrímur Ólafsson, Sólveig
Ólafsdóttir og Sigurður Gylfi Magnússon. Miðstöð einsögurannsókna
og Háskólaútgáfan. Reykjavík 2022. Myndaskrá.
Bíbí í Berlín er, eftir því sem ég kemst næst, fyrsta sjálfsævisaga manneskju
með þroskahömlun sem er gefin út á Íslandi. Höfundur hennar er Bjargey
Kristjánsdóttir (1927–1999), kennd við kotbæinn Berlín skammt frá Hofsósi
og oftast kölluð Bíbí. Í formála bókarinnar rekur Þorvaldur Kristinsson þá
atburðarás sem leiddi til þess að handritið að sjálfsævisögunni rataði í hans
hendur árið 1989, fyrst á stílabókum með eigin hönd Bíbíar og síðar á raf-
rænu formi sem aðstandandi Bíbíar hafði skrifað upp og „lagfært“ eða
„orðað betur“. Þorvaldur starfaði þá hjá Forlaginu og var honum fengið
handritið í þeim tilgangi að fá það gefið út sem hluta af ævisagnaflóru
níunda áratugarins. Handritið strandaði þó á skrifborðinu hjá Þorvaldi þar
sem hann taldi að Forlagið „hefði enga burði til að mæta þessu verki“ (9).
Sjálfsævisaga Bjargeyjar Kristjánsdóttur kom því ekki út fyrr en 33 árum
síðar. Sem betur fer gætu sumir sagt, því útgáfa á vegum Forlagsins hefði
útheimt það umfangsmiklar breytingar til að laga hana að hugmyndum
samtímans um verðug viðfangsefni og viðeigandi mál að margt af einkenn-
um og hugðarefnum Bíbíar hefði tapast. Því miður myndu aðrir segja, enda
var það hluti af þeirri jaðarsetningu sem litaði ævi Bíbíar að hún fékk aldrei
þá viðurkenningu og virðingu sem felst í því að vera útgefinn höfundur
sjálfsævisögu. Það er fyrst nú, 23 árum eftir andlát hennar, að saga hennar
kemur fyrir sjónir almennings í útgáfu Guðrúnar Valgerðar Stefánsdóttur í
ritröðinni Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar. Hér er því á ferð dýrmætur
vitnisburður um líf, sjálfsskilning, jaðarsetningu og atbeina konu með
þroskahömlun á tuttug ustu öld.
Bókin skiptist í tvo hluta. Annars vegar er sjálfsævisaga Bíbíar sem hefur
verið skrifuð upp stafrétt eftir handriti hennar. Hins vegar er vandaður for-
máli Guðrúnar Valgerðar Stefánsdóttur sem setur sjálfsævisöguna í ýmiss
konar samhengi. Hún rekur, eins og venja er, ævi Bíbíar, fjallar um fjöl -
skyldu hennar og staðhætti í sveitinni í kringum Hofsós þar sem Bíbí ólst
upp og á Blönduósi þar sem hún varði síðari hluta ævinnar. Guðrún fjallar
um handrit sjálfsævisögunnar, varðveislusögu þess og hvaða viðmiðum var
fylgt við uppskrift frumhandritsins sem er varðveitt á 19 handskrifuðum
stílabókum á Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni. Það var skrifað
upp stafrétt til að leyfa tungutaki Bíbíar að njóta sín, nema um augljós
pennaglöp væri að ræða. Stafréttar uppskriftir eru þó vandmeðfarnar þegar
jaðarsett fólk á í hlut, ekki síst fólk með þroskahömlun þar sem réttritun og
ritdómar250