Saga - 2022, Side 95
sitt eigið.35 Á Íslandi hafði nokkr-
um dögum áður, 3. febrúar 1916,
verið stofnað sérstakt Listvina -
fél ag. Það var áhugamannafélag en
ekki listamannafélag að erlendri
fyrirmynd, vegna smæðar stéttar-
innar (einungis fjórir einstaklingar
voru starfandi myndlistarmenn),
en ber þess jafnframt vitni að fleiri
voru nú áhugasamir og með vit -
aðir um mikilvægi myndlistar í
íslenskri menningu. Af 27 stofn-
félögum voru sjö konur.36
Boðað hafði verið til fundar um
mögulega stofnun sérstaks „List -
mentafjelags Íslands“ í desember
1915 í húsi K.F.U.M. í Reykja vík,
og þau sem sátu stofnfundinn og
boðuðu til hans voru tilgreind í
fundarboðinu. Þar á meðal voru
Ás grímur Jónsson listmálari, Einar
Jónsson myndhöggvari, Þórarinn B.
Þorláksson listmálari og Rík arður
Jónsson myndhöggvari en auk
þeirra voru tvær myndlistarkonur
nefndar í greininni án titils eða
starfsheitis, „Kristín V. Jakob sen frú“, og „Sig ríður Björnsdóttir frk“.37
um menningargengi 93
Mynd 1. Júlíana Sveinsdóttir (1889‒
1966), 1904–1910. Ljósm. Chr. Bjarni
Eyjólfsson (Bjarni Kristinn Eyjólfs-
son, 1883‒1933). CBE-1712. Þjóð -
minja safn Íslands/Ljós mynda safn Ís -
lands.
35 Nina Damsgaard og Trine Grøne, „POWERKVINDER! Når kunst flytter græn -
ser“, Kvinder i Kunsten. Passepartout. Skrifter for Kunsthistorie 19 (2015): 117–134.
36 Ólafur Rastrick, Háborgin, 155; Júlíana Gottskálksdóttir, „að efla þekkingu og
áhuga íslendinga á fögrum listum …,“ 15–16.
37 Hús K.F.U.M. og K. á Amtmannsstíg 2b var reist árið 1907 (einnig kallað Casa
Christi og er ein af byggingum sem notaðar hafa verið til kennslu í Mennta -
skólanum í Reykjavík) og þar fór fram margs konar menningarleg starfsemi,
m.a. sýningarhald, en einnig var þar stórt bókasafn. Sigríður nam myndlist hjá
Harald F. Foss í Kaupmannahöfn, eins og á undan henni Kristín V. Jakobsson
og Þórarinn B. Þorláksson, en hafði einnig sótt nám í einkaskóla og starfað hjá
postulínsframleiðandanum Bing & Grøndahl í Kaupmannahöfn. Sigríður er
jafnframt fyrsta íslenska leirlistakonan. Sjá Hrafnhildur Schram, Huldukonur í
íslenskri myndlist, 132–149.