Saga - 2022, Blaðsíða 109
um, um framfarir og mótun kanónu sem finnur sér jafnframt leið
inn í myndlistarorðræðuna, þar sem hápunkti er náð í samtímanum
með snillingnum og „heimslausnara“.
Á sama tíma var Júlíana Sveinsdóttir að gera garðinn frægan
með málverkum sínum og vefnaði í Danmörku.83 Eftir að hafa
stundað nám í nýstofnaðri vefnaðardeild Listaháskólans hjá Astrid
Holm rak Júlíana eigin vefstofu á heimili sínu í Nýhöfn í Kaup -
manna höfn frá 1930 og var orðin vel þekkt fyrir listvefnað sinn í
Danmörku á fjórða áratugnum.84 Júlíana var því brautryðjandi sem
vann í ólíkum listmiðlum, því hún hafði einnig numið mósaík og
freskugerð í Listaháskólanum áður en hún hóf nám í vefnaðardeild-
inni.85
Í Kaupmannahöfn hafði KKS haldið upp á tíu ára afmæli félags-
ins með sýningu árið 1926 (Dansk-Norsk-Svensk Kunsthaandværk) í
nýju Listiðnaðarsafni í Kaupmannahöfn og þar sýndi Júlíana vefnað
í fyrsta sinn.86 En hver vefur að heiman er vefurinn heim, því sama
ár hélt Júlíana jafnframt fyrstu einkasýninguna sína á Íslandi, í húsi
K.F.U.M. í Vestmannaeyjum og síðar sama ár í húsi Listvinafélagsins
og sýndi þá bæði málverk og vefnað.87 Lítið var fjallað um sýning -
una í dagblöðum en þó skrifaði Ríkarður Jónsson um hana. Sagði
hann að Júlíana hefði sýnt hérlendis nokkrum sinnum á samsýning-
um og fengið „misjafnlega dóma fjöldans“, en sjálf „lítt hirt“ um þá
og „unnið ár eftir ár róleg að takmarki sínu“. Málverk hennar sagði
hann gerð „með fastri, rólegri yfirvegun og þroskuðum listamanns-
smekk“. Hefði Júlíana náð svo langt að „margur umsláttarseggur
má láta sér nægja að hokra í litlu hjáleigukoti og skotra augum á það
um menningargengi 107
83 St. H., „Vefnaðarnámskeið“, 19. júní, febrúar 1925, 16.
84 Astrid Holm, Júlíana Sveinsdóttir og Ebba Carstensen tengdust allar starfsemi
KKS. Þær voru allar ógiftar og mynduðu samheldinn hóp myndlistarkvenna
sem lögðu jöfnum höndum stund á málaralist og listvefnað. Astrid var einn af
stofnfélögum KKS árið 1916. Júlíana sat í stjórn KKS á tímabilinu 1938–1949.
Sjá: Hanne Abildgaard, Astrid Holm & Co. (Hellerup: Øregaard Museum, 2019),
234–248, 289–294, 310–312.
85 Hrafnhildur Schram, „Ímynd landsins“, 123–124.
86 Sýningin var stór áfangi fyrir KKS og í kjölfarið var stofnað félagið Selskabet til
Håndarbejdets Fremme árið 1928. Ári síðar var haldin sýningin Nyt dansk og for-
billedlig gammel Textilhåndverk í Listiðnaðarsafninu í Kaupmannahöfn og þar
sýndi m.a. Júlíana Sveinsdóttir. Sjá: Abildgaard, Astrid Holm & Co, 246–248 og
310–312; Tange, „Kvindernes fremtidige kunsthistorie“, 305–306.
87 Hrafnhildur Schram, „Ímynd landsins“, 113–117.