Saga - 2022, Qupperneq 111
hefðbundnu, stóru áfanga í íslenskri listasögu, var farandsýning og
fór einnig til nokkurra borga í Norður-Þýskalandi og endaði í Berlín,
sem þótti mikil upphefð. Þeir sem skipulögðu sýninguna og sáu um
val verka voru dansk-svissneski blaðamaðurinn Georg Gretor, sem
hafði ferðast um Ísland 1926 og kynnst nokkrum íslenskum mynd-
listarmönnum, og Matthías Þórðarson þjóðminjavörður. Sýningunni
var ætlað að spanna íslenska myndlistarsögu og þróun hennar, en
nú var hún rakin allt frá Sigurði Guðmundssyni málara og til yngri
málara samtímans.91
Íslenska sýningin hlaut mikla umfjöllun bæði í dönskum og
íslenskum blöðum og tímaritum. Gretor batt miklar vonir við sýn -
inguna og voru skrif hans þýdd í Morgunblaðinu. Lagði hann þar
áherslu á að íslensk myndlist væri með „sjerkenni, sem hvergi sjeu
annarstaðar til“, og þyrftu að koma í ljós á sýningunni, því ef hinir
erlendu listdómarar myndu sjá þessi „sjerkenni, sem vott um þjóðar -
sjerkenni“ og listrænt gildi verkanna þá væri „brautin rudd fyrir
íslenskar sýningar erlendis“.92
En ekki höfðu verk allra sem tóku þátt í sýningunni þessi eftir-
sóttu „sjerkenni,“ eins og lesa má í annarri grein eftir Gretor sem birt
var skömmu eftir opnun sýningarinnar í Kaupmannahöfn, undir
heitinu „Þrír íslenskir málarar“. Sagði þar að myndlistin á hinu
fámenna Íslandi væri einungis aldarfjórðungs gömul og undravert
„hve listin er á háu stigi“, þá einkum í höndum „þriggja bestu list-
málara landsins“, þeirra Ásgríms Jónssonar, Jóns Stefánssonar og
Kjar vals. Ásgrímur var sagður hafa „glögga tilfinningu fyrir aðal atrið -
um landslagsins og getur lýst því með þrótti og karlmensku“ og Jón
Stefánsson var talinn sá íslenskur málari sem hefði mestu „þróun-
armöguleikana“.93 Þá hafi Kjarval þroskast algjörlega „óakadem -
ískt“ þrátt fyrir námið í Listaháskólanum í Kaupmannahöfn og þó
að hann gerðist sekur um „ýmsa útúrdúra“ væri hann að líkindum
„sá af öllum íslenskum málurum, sem er íslenskastur í list sinni“.
Gretor skrifaði jafnframt að allir þrír hefðu „heilan söfnuð af aðdá-
endum í kringum sig á Íslandi“ og rætt væri manna á millum hver
um menningargengi 109
91 „Ísl. umferðasýningin. Hefir íslensk list eftirtektarverð sjerkenni?“ Morgun -
blaðið, 22. nóvember 1927, 3–4; Júlíana Gottskálksdóttir, „Húsprýði og sýningar -
hald“, 179–180.
92 „Ísl. umferðasýningin. Hefir íslensk list eftirtektarverð sjerkenni?“, Morgun -
blaðið, 22. nóvember 1927, 3–4.
93 „Þrír íslenskir málarar“, Tíminn, 26. janúar 1928, 16–17.