Saga - 2022, Blaðsíða 90
fræðingar styðjast oftar en ekki við fleiri en eina af þessum aðferð -
um. Megináherslan hér er hins vegar á að endurskoða listsögulega
orð ræðu með tilliti til kyngervis: að kyn þess sem skapi listaverkið
ákvarði í raun greiningu á því. Þá er átt við að sá sem greinir verkið
gefi sér í upphafi leiðandi kvenlega eða karllæga þætti, hvort heldur
í inntaki verks eða formi, sem verði því forsenda kynbundinnar mis-
mununar.
Upphaf femínískrar aðferðafræði í listfræði má rekja til greina-
skrifa bandaríska listfræðingsins Lindu Nochlin árið 1971.16 Um var
að ræða nokkurs konar „stefnuyfirlýsingu“ fyrir femíníska hreyf -
ingu innan listfræðinnar, endurskoðun og gagnrýni á fræðigreinina
sjálfa.17 Nochlin heldur því fram að ástæða þess að gengið hafi verið
framhjá konum í listasögunni sé útilokun þeirra frá listaháskólum
fram að lokum nítjándu aldar. Þá var víða lokið upp dyrum í hálfa
gátt því námið var lengi vel annars eðlis en hjá körlum. Enn fremur
bendir Nochlin á að ekki sé hægt að finna snillinga í röðum kvenna
af því að sjálf skilgreiningin á hugtökunum snilld og mikilfengleika
í listum sé útilokandi þáttur fyrir konur; þannig varð hið kvenlega
andstæða snillingshugtaksins og gagngert notað til að gera lítið úr
framlagi kvenna. Af þeim sökum áleit Nochlin brýna þörf á við -
miða skiptum (e. paradigm shift) í listfræðinni.18
Fyrsta skrefið hjá femínískum listfræðingum var engu að síður
að bjarga myndlistarkonum úr huliðsheimum fortíðar og varpa ljósi
á þá staðreynd, sem kom mörgum á óvart, að konur höfðu ávallt
skapað list, þrátt fyrir allar þær hindranir sem á vegi þeirra voru.19
hanna guðlaug guðmundsdóttir88
16 Grein Lindu Nochlin, „Why Have There Been No Great Women Artists? “, var
fyrst birt í Woman in Sexist Society: Studies in Power and Powerlessness, ritstj.
Vivian Gornick og Barbara K. Moran (New york: Basic Books, 1971). Nýlega
var grein Nochlin þýdd yfir á íslensku, sjá „Hvers vegna hafa ekki verið til
neinar miklar listakonur?“, þýð. Margrét Elísabet Ólafsdóttir og Guð rún Erla
Geirsdóttir, Hugur 31 (2020): 127–150.
17 Temma Balducci og Heather Belnap Jensen, „Introduction “, í Women, Feminin -
ity and Public Space in European Visual Culture, 1789–1914, ritstj. Temma Balducci
og Heather Belnap Jensen (Farnham: Ashgate Publishing, 2014), 1.
18 Nochlin, „Hvers vegna hafa ekki verið til neinar miklar listakonur?“, 127–150.
Á sama hátt hefur sagnfræðingurinn Bonnie Smith fjallað um snill inginn í
rannsóknum um kyngervi sagnfræðinnar og mótun hennar, þar sem konur
voru álitnar andstæða snillingsins. Sjá: Smith, The Gender of History.
19 Sjá t.d. sýningarskrá Ann Sutherland Harris og Linda Nochlin, Women Artists
1550–1950 (Los Angeles: Los Angeles County Museum of Art, 1976); Lucy