Saga - 2022, Blaðsíða 211
Þórunn Jarla Valdimarsdóttir, BÆRINN BRENNUR. SÍÐASTA AFTAK-
AN Á ÍSLANDI. JPV útgáfa. Reykjavík 2021. 349 bls. Tilvísanir, heim-
ildir, myndaskrá og nafnaskrá.
Í inngangi bókarinnar Bærinn brennur. Síðasta aftakan á Íslandi útskýrir
Þórunn Jarla tilurð hennar á þann veg að það hafi upphaflega verið eigin-
maður hennar, Eggert Þór Bernharðsson, sem bað hana að skrifa verk fyrir
almenning upp úr skjölum og heimildum sem hann hafði safnað við sína
eigin rannsókn á morðbrennunni á Illugastöðum og eftirmálum hennar.
Þórunn segir frá því að henni hafi ekki litist nema miðlungi vel á þetta verk-
efni, en eftir lát Eggerts hafi hún ákveðið að ganga í verkið. Í innganginum
er sleginn sá tónn sem er einkennandi fyrir bókina, en hann einkennist af
einlægni og nálægð höfundar. Þar leggur Þórunn einnig ríka áherslu á að
bókin sé ætluð fyrir almenna lesendur (10–11).
Efniviður bókarinnar er vel til þess fallinn að skrifa um fræðibók fyrir
almenning, dómsmál eru krassandi efniviður og morðbrennan á Illuga -
stöðum hefur fangað huga fólks frá því hún átti sér stað og fram á okkar
daga, nú síðast í skáldsögu Hönnuh Kent, Náðarstund, frá árinu 2013. Sögu -
legar skáldsögur eru góðra gjalda verðar, en ekki er verra ef fólk getur
einnig nálgast fræðilegar úttektir á sama efni. Þórunn nálgast efnið á heild -
stæðan hátt sem er líklegur til að víkka sjónarhorn lesandans á líf almenn -
ings á nítjándu öld og veita innsýn í sögulegan bakgrunn tímabils ins. Þór -
unn fjallar fyrst um líf Natans Ketilssonar, húsbónda á Illugastöðum og ann-
ars fórnarlambs morðanna, síðan um fjölskyldubakgrunn morðingja hans,
Friðriks Sigurðssonar og loks um glæpinn, réttarhöldin og aftökuna. Saman -
burður á réttarheimildunum við frásagnir sagnamanna á nítjándu öld er
síðan mikilvægur þáttur bókarinnar.
Í bókinni er að finna 15 myndir, en myndaritstjóri var Margrét Tryggva -
dóttir. Aðeins tvær þeirra tengjast þó efni bókarinnar beint. Önnur þeirra er
kort af staðsetningu Illugastaða, Katadals og nálægra bæja en hin er tilgátu-
mynd af því hvernig herbergjaskipan gæti hafa verið í gangabænum Ill -
ugastöðum (73 og 78). (Eins og kemur fram í bókinni fóru burstabæir ekki
að tíðkast fyrr en seinna á nítjándu öldinni, en þessar upplýsingar vega von-
andi upp á móti áhrifum bókarkápunnar, sem vissulega er mjög glæsileg en
sýnir einmitt burstabæ (77).) Aðrar myndir bókarinnar gegna hlutverki
myndskreytinga í upphafi hvers kafla. Þær eru allar úr erlendum gagna-
grunnum og hefðu mátt missa sín. Vissulega eru þær fallnar til þess að vekja
sterk hughrif hjá lesandanum, en þau hughrif eru líkleg til að vera á þá leið
að persónur bókarinnar, og jafnvel fólk almennt árið 1828, hafi verið frum-
stætt og dálítið ógeðslegt. Þetta eru ekki ákjósanleg skilaboð í sagnfræðibók
R I T D Ó M A R