Saga - 2022, Qupperneq 94
með áherslu á samtakamátt og baráttu kvenna í sögulegu samhengi
fyrir menningargengi, til dæmis með kvennasýningum og í kvenna -
blöðum sem vöktu meðal annars gagngert athygli á framlagi kvenna
í menningu og listum, og léku stórt hlutverk í mörgum löndum.32
Þau voru rými sem konur sköpuðu meðal annars sem leið til að
bregðast við þöggun um framlag kvenna til lista og menningar í
opinberri megin umræðu og almennt um málefni þeirra.
Nýtt landnám: Þrír brautryðjendur og konurnar þrjár
Á svipuðum tíma og kosningaréttur kvenna var staðfestur, komu
þrjár konur fram á sjónarsviðið sem allar tileinkuðu líf sitt myndlist-
inni og sköpuðu þannig rými fyrir konur í listum og menningu þrátt
fyrir margþættar hindranir í íslensku samfélagi. Kristín Jónsdóttir
lauk námi árið 1916 frá Listaháskólanum í Kaupmannahöfn fyrst
íslenskra kvenna.33 Júlíana Sveinsdóttir lauk þaðan námi ári síðar
og Nína Sæmundsson myndhöggvaranámi árið 1920.34 Sé litið á
stöðu danskra myndlistarkvenna um það leyti sem þessar konur
voru við nám segir það sitt að sérstakt félag myndlistarkvenna, KKS
(Kvinde lige Kunstneres Samfund) var stofn að 7. febrúar 1916, með það
að markmiði að berjast fyrir bættu hlutskipti kvenna á sviði mynd-
listar, meðal annars innan Lista há skólans í Kaupmannahöfn. Mynd -
listar konur fengu ekki inngöngu í danska Listmálarafélagið (Malende
Kunstneres Samfund) sem var stofn að árið 1904 og því stofnuðu þær
hanna guðlaug guðmundsdóttir92
32 Geneviève Fraisse, La sexuation du monde. Réflexions sur l’ émancipation (París:
Presses de Sciences PO, 2016), 49–67; Norma Broude og Mary Garrard (ritstj.),
Reclaiming Female Agency: Feminist Art History after Postmodernism (Berkeley:
University of California Press, 2005); Victoria Bazin & Melanie Waters,
„Mediated and Mediating Feminisms. Periodical Culture from Suffrage to the
Second Wave“, Women: A Cultural Review 27, nr. 4 (2016): 347–358.
33 Árið 1908 sameinaðist Kvennaskóli Listaháskólans (Kunstakademiets Kunstskole
for Kvinder, stofnaður 1888) Listaháskólanum í Kaupmannahöfn og veitti þar
með konum og körlum jafnan aðgang og svipaða kennslu.
34 Hrafnhildur Schram, „Ímynd landsins“, í Íslensk listasaga, bindi II, 113–114;
Hrafnhildur Schram, Nína Sæmundsson 1892–1965. Fyrsti íslenski kvenmynd-
höggvarinn (Reykjavík: Crymogea, 2015), 30–32. Um svipað leyti og samtíða í
námi við skólann voru Ríkarður Jónsson, Guðmundur Thorsteinsson (Muggur)
og Jóhannes S. Kjarval, sem jafnframt tilheyra svokölluðum Kaupmanna -
hafnarhóp.